Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2021 22:22 Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur stýrir fornleifarannsókninni á manngerðu hellunum í Odda. Sigurjón Ólason Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. Hellirinn fannst í grasigrónum sandsteinahólum suðvestan við Oddakirkju. Uppgröfturinn hófst í fyrrasumar og fornleifafræðingarnir mættu svo aftur á svæðið um miðjan júlímánuð, en sýnt var frá uppgreftrinum í fréttum Stöðvar 2. Fornleifafræðingar rannsaka forskálann að hellinum. Fjær sést eitt hellisopið.Sigurjón Ólason Sumir hallast að því að hér sé fundinn nautahellir sá sem sagt er frá í Þorláks sögu helga að hafi hrunið árið 1199. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir hellinn frá víkingaöld. „Já, það er búið að aldursgreina út frá gjóskulögum að hellirinn og mannvirkið hérna framan við hafa sennilega verið byggð um miðja tíundu öld,“ segir Kristborg. Þá bendi gjóskulag úr Heklugosi til að hellirinn hafi verið hruninn fyrir árið 1206. Hann virðist því hafa verið í notkun bæði á meðan Sæmundur fróði bjó í Odda og einnig þegar Snorri Sturluson var þar í fóstri hjá Jóni Loftssyni, helsta höfðingja Oddaverja á Sturlungaöld. Háar og fagrar torfhleðslur hafa komið í ljós í veggjum forskálans.Sigurjón Ólason Fornleifauppgröfturinn í sumar beinist að óvenju stórum forskála framan við hellisopið en á næsta ári er ætlunin að fara inn í hellinn sjálfan. „Þetta er elsta staðfesta dæmið um manngerðan helli á Íslandi. Og það er náttúrlega merkilegt að vita það að þessi verkþekking náði svona langt aftur. Og þetta er gríðarlega mikil verkþekking,“ segir Kristborg. Þetta er í raun hellakerfi. „Hér eru bara tveir mjög stórir hellar. Annar þeirra er fjörutíu metra langur og hinn er fimmtíu metra langur. Og þetta eru gríðarstór mannvirki, jafnvel á okkar mælikvarða.“ Kristborg segir aldursgreiningar benda til að hellirinn hafi verið grafinn í kringum árið 950 en hann hafi hrunið um 250 árum síðar.Sigurjón Ólason Stærð hellanna bendi til ríkidæmis. „Sem hafa náttúrlega hýst margar skepnur, ef það hefur verið hlutverk þeirra. Bendir náttúrlega til þess að þetta hafi verið gríðarlega stórt bú og mikil umsvif hérna,“ segir Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur. Enda voru Oddaverjar á þeim tíma ein voldugasta ætt landsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fornminjar Rangárþing ytra Menning Tengdar fréttir Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Uppfræða börn um fornminjar Nemendur í 7. bekk höfðu gaman að því að kynnast fornleifafræði. 20. október 2018 21:36 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
Hellirinn fannst í grasigrónum sandsteinahólum suðvestan við Oddakirkju. Uppgröfturinn hófst í fyrrasumar og fornleifafræðingarnir mættu svo aftur á svæðið um miðjan júlímánuð, en sýnt var frá uppgreftrinum í fréttum Stöðvar 2. Fornleifafræðingar rannsaka forskálann að hellinum. Fjær sést eitt hellisopið.Sigurjón Ólason Sumir hallast að því að hér sé fundinn nautahellir sá sem sagt er frá í Þorláks sögu helga að hafi hrunið árið 1199. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir hellinn frá víkingaöld. „Já, það er búið að aldursgreina út frá gjóskulögum að hellirinn og mannvirkið hérna framan við hafa sennilega verið byggð um miðja tíundu öld,“ segir Kristborg. Þá bendi gjóskulag úr Heklugosi til að hellirinn hafi verið hruninn fyrir árið 1206. Hann virðist því hafa verið í notkun bæði á meðan Sæmundur fróði bjó í Odda og einnig þegar Snorri Sturluson var þar í fóstri hjá Jóni Loftssyni, helsta höfðingja Oddaverja á Sturlungaöld. Háar og fagrar torfhleðslur hafa komið í ljós í veggjum forskálans.Sigurjón Ólason Fornleifauppgröfturinn í sumar beinist að óvenju stórum forskála framan við hellisopið en á næsta ári er ætlunin að fara inn í hellinn sjálfan. „Þetta er elsta staðfesta dæmið um manngerðan helli á Íslandi. Og það er náttúrlega merkilegt að vita það að þessi verkþekking náði svona langt aftur. Og þetta er gríðarlega mikil verkþekking,“ segir Kristborg. Þetta er í raun hellakerfi. „Hér eru bara tveir mjög stórir hellar. Annar þeirra er fjörutíu metra langur og hinn er fimmtíu metra langur. Og þetta eru gríðarstór mannvirki, jafnvel á okkar mælikvarða.“ Kristborg segir aldursgreiningar benda til að hellirinn hafi verið grafinn í kringum árið 950 en hann hafi hrunið um 250 árum síðar.Sigurjón Ólason Stærð hellanna bendi til ríkidæmis. „Sem hafa náttúrlega hýst margar skepnur, ef það hefur verið hlutverk þeirra. Bendir náttúrlega til þess að þetta hafi verið gríðarlega stórt bú og mikil umsvif hérna,“ segir Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur. Enda voru Oddaverjar á þeim tíma ein voldugasta ætt landsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fornminjar Rangárþing ytra Menning Tengdar fréttir Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Uppfræða börn um fornminjar Nemendur í 7. bekk höfðu gaman að því að kynnast fornleifafræði. 20. október 2018 21:36 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21
Uppfræða börn um fornminjar Nemendur í 7. bekk höfðu gaman að því að kynnast fornleifafræði. 20. október 2018 21:36
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent