Skattinum gert að afhenda skýrslur Trumps Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 10:43 Donald Trump, fyrrverandi forseti, hefur reynt að halda skýrslunum fyrir sig um árabil. EPA/MICHAEL REYNOLDS Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur skipað skattayfirvöldum að afhenda þingnefnd skattskýrslur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa reynt að fá gögnin afhent um árabil í gegn um dómskerfið án árangurs. Ráðuneytið segir að þingnefndin hafi nú fært fullnægjandi rök fyrir því að hún eigi rétt á að fá að sjá skýrslurnar, að því er segir í frétt AP um málið. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er að vonum ánægð með tíðindin. „Í dag hefur ríkisstjórn Biden [núverandi Bandaríkjaforseta] unnið sigur fyrir hönd réttlætisins,“ segir í tilkynningu frá henni í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite „Aðgangur að skattskýrslum fyrrverandi forsetans Donalds Trumps varðar þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á rétt á að fá að vita allt um hans hagsmunaárekstra í starfi og hvernig hann gróf undan öryggi og lýðræði okkar sem forseti,“ segir í tilkynningu Pelosi. Hefur aldrei viljað gera gögnin opinber Forsetaframbjóðendur hafa venju samkvæmt gert öll skattgögn sín opinber um leið og þeir fara í framboð, þó það sé ekkert í lögum sem skyldar þá til þess. Trump ákvað aftur á móti að halda sínum skattskýrslum fyrir sig þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og hefur harðneitað að gefa þær upp síðan. Frá því að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018 hafa þeir ítrekað gert tilraunir til að fá skýrslurnar afhentar í gegn um dómstóla. The New York Times hefur áður komist yfir hluta skattskýrslnanna sem sýna að Trump hafi komist upp með að greiða nánast enga skatta árin áður en hann tók við embætti. Ákæra var gefin út á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi forsetans, í þessum mánuði vegna meintra skattalagabrota eftir um tveggja ára rannsókn saksóknara. Fjármálastjóri fyrirtækisins var einnig ákærður. Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Ráðuneytið segir að þingnefndin hafi nú fært fullnægjandi rök fyrir því að hún eigi rétt á að fá að sjá skýrslurnar, að því er segir í frétt AP um málið. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er að vonum ánægð með tíðindin. „Í dag hefur ríkisstjórn Biden [núverandi Bandaríkjaforseta] unnið sigur fyrir hönd réttlætisins,“ segir í tilkynningu frá henni í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite „Aðgangur að skattskýrslum fyrrverandi forsetans Donalds Trumps varðar þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á rétt á að fá að vita allt um hans hagsmunaárekstra í starfi og hvernig hann gróf undan öryggi og lýðræði okkar sem forseti,“ segir í tilkynningu Pelosi. Hefur aldrei viljað gera gögnin opinber Forsetaframbjóðendur hafa venju samkvæmt gert öll skattgögn sín opinber um leið og þeir fara í framboð, þó það sé ekkert í lögum sem skyldar þá til þess. Trump ákvað aftur á móti að halda sínum skattskýrslum fyrir sig þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og hefur harðneitað að gefa þær upp síðan. Frá því að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018 hafa þeir ítrekað gert tilraunir til að fá skýrslurnar afhentar í gegn um dómstóla. The New York Times hefur áður komist yfir hluta skattskýrslnanna sem sýna að Trump hafi komist upp með að greiða nánast enga skatta árin áður en hann tók við embætti. Ákæra var gefin út á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi forsetans, í þessum mánuði vegna meintra skattalagabrota eftir um tveggja ára rannsókn saksóknara. Fjármálastjóri fyrirtækisins var einnig ákærður. Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01