Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 08:51 Trump á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í Flórída í byrjun mánaðarins. EPA/Rod Millington Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. Það var að mestu gert á grundvelli ásakana forsetans fyrrverandi um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra, sem Joe Biden vann. Þessi sjóður Trumps hefur ekki varið peningum í viðleitni bandamanna forsetans við að telja atkvæði í Arizona og sambærilegar aðgerðir í öðrum ríkjum. Það er samkvæmt heimildarmönnum Washington Post meðal Trump-liða, sem segja Trump þó fylgjast náið með vendingum hjá bandamönnum sínum. Þrátt fyrir það hefur hann ekki haft áhuga á að styðja þessar aðgerðir og reiðir sig á að aðrir stuðningsmenn hans geri það. Save America sjóðurinn er fáum takmörkunum háður varðandi það hvert peningarnir mega fara. Samkvæmt Washington Post hafa þeir peningar sem farið hafa úr sjóðnum farið í ferðalög Trumps, lögfræðikostnað, launakostnað og annað. Annars hefur lítið farið úr sjóðnum og mun Trump því geta beitt fúlgum fjár til að styðja þá Repúblikana sem hann styður í þingkosningunum á næsta ári og safnað i púkk fyrir nýtt forsetaframboð 2024. Strax eftir kosningarnar söfnuðust 31,5 milljón dala í aðgerðanefndina. Þá átti meðal annars að nota sjóðinn til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu, en mun ekki hafa gerst. Forsvarsmenn aðgerðanefndarinnar munu þurfa að skila skýrslu um fjárútlát þeirra í lok mánaðarins. Frá því hann yfirgaf Hvíta húsið, og fyrir það einnig, hefur Trump verið hávær um að svindlað hafi verið á honum. Þó hafa engar sannanir um það litið dagsins ljós. Hann hefur beitt embættismenn þrýstingi og framboð hans hefur notað þessar ásakanir til fjáröflunar, á grundvelli þess að Trump vinni hörðum höndum að því að verja atkvæði þeirra og heilindi kosninga í Bandaríkjunum. Til marks um það mun Trump halda fjöldafund í Phoenix í Arizona um helgina sem ber heitið „Verjum kosningarnar okkar“. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji eiga sjóði fyrir mögulegt forsetaframboð 2024. Hann segist stefna að því að bjóða sig fram aftur en einhverjir ráðgjafar hans draga í efa að svo fari. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafnaði í gær að hleypa tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins inn í þingnefnd sem rannsaka á árásina á þinghúsið þann 6. janúar. 22. júlí 2021 08:52 Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. 20. júlí 2021 07:57 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Það var að mestu gert á grundvelli ásakana forsetans fyrrverandi um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra, sem Joe Biden vann. Þessi sjóður Trumps hefur ekki varið peningum í viðleitni bandamanna forsetans við að telja atkvæði í Arizona og sambærilegar aðgerðir í öðrum ríkjum. Það er samkvæmt heimildarmönnum Washington Post meðal Trump-liða, sem segja Trump þó fylgjast náið með vendingum hjá bandamönnum sínum. Þrátt fyrir það hefur hann ekki haft áhuga á að styðja þessar aðgerðir og reiðir sig á að aðrir stuðningsmenn hans geri það. Save America sjóðurinn er fáum takmörkunum háður varðandi það hvert peningarnir mega fara. Samkvæmt Washington Post hafa þeir peningar sem farið hafa úr sjóðnum farið í ferðalög Trumps, lögfræðikostnað, launakostnað og annað. Annars hefur lítið farið úr sjóðnum og mun Trump því geta beitt fúlgum fjár til að styðja þá Repúblikana sem hann styður í þingkosningunum á næsta ári og safnað i púkk fyrir nýtt forsetaframboð 2024. Strax eftir kosningarnar söfnuðust 31,5 milljón dala í aðgerðanefndina. Þá átti meðal annars að nota sjóðinn til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu, en mun ekki hafa gerst. Forsvarsmenn aðgerðanefndarinnar munu þurfa að skila skýrslu um fjárútlát þeirra í lok mánaðarins. Frá því hann yfirgaf Hvíta húsið, og fyrir það einnig, hefur Trump verið hávær um að svindlað hafi verið á honum. Þó hafa engar sannanir um það litið dagsins ljós. Hann hefur beitt embættismenn þrýstingi og framboð hans hefur notað þessar ásakanir til fjáröflunar, á grundvelli þess að Trump vinni hörðum höndum að því að verja atkvæði þeirra og heilindi kosninga í Bandaríkjunum. Til marks um það mun Trump halda fjöldafund í Phoenix í Arizona um helgina sem ber heitið „Verjum kosningarnar okkar“. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji eiga sjóði fyrir mögulegt forsetaframboð 2024. Hann segist stefna að því að bjóða sig fram aftur en einhverjir ráðgjafar hans draga í efa að svo fari.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafnaði í gær að hleypa tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins inn í þingnefnd sem rannsaka á árásina á þinghúsið þann 6. janúar. 22. júlí 2021 08:52 Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. 20. júlí 2021 07:57 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafnaði í gær að hleypa tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins inn í þingnefnd sem rannsaka á árásina á þinghúsið þann 6. janúar. 22. júlí 2021 08:52
Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. 20. júlí 2021 07:57
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32
Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01
Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01