Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júlí 2021 23:05 Gríðarmikil flóð hafa átt sér stað í Kína. RPA-EFE/FEATURECHINA CHINA OUT Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. Í frétt BBC segir að farþegar í einum vagni hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð er það tók að flæða inn í vagninn. Sumir hafi reynt að flýja á meðan aðrir hringdu í ástvini til að láta vita af sér. At least 25 people died in China's flood-stricken central province of Henan, a dozen of them in a subway line in its capital Zhengzhou, and more rains are forecast for the region. About 100,000 people have been evacuated from the provincial capital https://t.co/36SutFM2CK pic.twitter.com/7u94WGbqXI— Reuters (@Reuters) July 21, 2021 Eftir því sem vatnsmagnið í vagninum jókst minnkaði súrefnismagnið og er haft eftir farþega í vagninum á vef BBC að mikil hræðsla hafi gripið um sig eftir að vatnshæðin í vagninum hækkaði smám saman. Það tók björgunarmenn nokkra klukkutíma að komast að vagninum umrædda. Gátu þeir gert göt á þak vagnsins og togað farþegana út. Talið er að tekist hafi að bjarga hundruð farþega úr neðanjarðarlestagöngum þar sem vatn flæddi stjórnlaust í gegn. Talið er að minnst tólf hafi látist og minnst 25 í Henan-héraði vegna flóðanna. Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn. Kína Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Í frétt BBC segir að farþegar í einum vagni hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð er það tók að flæða inn í vagninn. Sumir hafi reynt að flýja á meðan aðrir hringdu í ástvini til að láta vita af sér. At least 25 people died in China's flood-stricken central province of Henan, a dozen of them in a subway line in its capital Zhengzhou, and more rains are forecast for the region. About 100,000 people have been evacuated from the provincial capital https://t.co/36SutFM2CK pic.twitter.com/7u94WGbqXI— Reuters (@Reuters) July 21, 2021 Eftir því sem vatnsmagnið í vagninum jókst minnkaði súrefnismagnið og er haft eftir farþega í vagninum á vef BBC að mikil hræðsla hafi gripið um sig eftir að vatnshæðin í vagninum hækkaði smám saman. Það tók björgunarmenn nokkra klukkutíma að komast að vagninum umrædda. Gátu þeir gert göt á þak vagnsins og togað farþegana út. Talið er að tekist hafi að bjarga hundruð farþega úr neðanjarðarlestagöngum þar sem vatn flæddi stjórnlaust í gegn. Talið er að minnst tólf hafi látist og minnst 25 í Henan-héraði vegna flóðanna. Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn.
Kína Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28
Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30