Færeyingar mótmæla vígvæðingu norðurslóða Guttormur Þorsteinsson skrifar 19. júlí 2021 08:01 Á miðvikudaginn munu Færeyingar safnast saman á Sornfelli þar sem var starfrækt ratsjárstöð á vegum Nató í kalda stríðinu. Án vitundar Færeyinga voru þar staðsettir Bandarískir hermenn um árabil en Danir höfðu stundað þau hrossakaup að útvega Nató og Bandaríkjaher land undir herstöðvar á Grænlandi og Færeyjum gegn lægri útgjöldum til hernaðarbandalagsins. Þetta svipar til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem að voru þó að minnsta kosti að bjóða fram sitt eigið land til afnota. Undirferli danskra stjórnvalda vakti skiljanlega mikla gremju í Færeyjum og nú vakna upp gamlir draugar þegar Danir hafa samþykkt að leyfa aftur rekstur ratsjárstöðvar á vegum Nató í Færeyjum. Ekki er enn ljóst hvort að lögþing Færeyja samþykkir þessar fyrirætlanir eða hvort að það fær yfir höfuð einhverju að ráða um þær. Það er hins vegar alveg ljóst að færeyskur almenningur vill ekki taka þátt í endurnýjaðri vígvæðingu norðurslóða. Boðað hefur verið til mótmæla við gömlu ratsjárstöðina á Sornfelli þar sem Færeyingar munu fjölmenna þrátt fyrir þverhnípi og þrönga vegi. Íslendingar hafa líka fengið að kynnast þessari hernaðaruppbyggingu, nú er til dæmis bandaríski tundurspillirinn USS Roosevelt við bakka í Sundahöfn og sífellt er verið að stinga upp á herskipahöfnum og frekari viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Samtök hernaðarandstæðinga boða því til samstöðumótmæla fyrir framan Færeysku sendiskrifstofuna við Hallveigarstaði kl. 20:00 miðvikudaginn 21. júlí enda er þetta mál sem varðar alla íbúa Norður-Atlantshafseyja. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn munu Færeyingar safnast saman á Sornfelli þar sem var starfrækt ratsjárstöð á vegum Nató í kalda stríðinu. Án vitundar Færeyinga voru þar staðsettir Bandarískir hermenn um árabil en Danir höfðu stundað þau hrossakaup að útvega Nató og Bandaríkjaher land undir herstöðvar á Grænlandi og Færeyjum gegn lægri útgjöldum til hernaðarbandalagsins. Þetta svipar til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem að voru þó að minnsta kosti að bjóða fram sitt eigið land til afnota. Undirferli danskra stjórnvalda vakti skiljanlega mikla gremju í Færeyjum og nú vakna upp gamlir draugar þegar Danir hafa samþykkt að leyfa aftur rekstur ratsjárstöðvar á vegum Nató í Færeyjum. Ekki er enn ljóst hvort að lögþing Færeyja samþykkir þessar fyrirætlanir eða hvort að það fær yfir höfuð einhverju að ráða um þær. Það er hins vegar alveg ljóst að færeyskur almenningur vill ekki taka þátt í endurnýjaðri vígvæðingu norðurslóða. Boðað hefur verið til mótmæla við gömlu ratsjárstöðina á Sornfelli þar sem Færeyingar munu fjölmenna þrátt fyrir þverhnípi og þrönga vegi. Íslendingar hafa líka fengið að kynnast þessari hernaðaruppbyggingu, nú er til dæmis bandaríski tundurspillirinn USS Roosevelt við bakka í Sundahöfn og sífellt er verið að stinga upp á herskipahöfnum og frekari viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Samtök hernaðarandstæðinga boða því til samstöðumótmæla fyrir framan Færeysku sendiskrifstofuna við Hallveigarstaði kl. 20:00 miðvikudaginn 21. júlí enda er þetta mál sem varðar alla íbúa Norður-Atlantshafseyja. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar