Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 10:46 Mikil veðurblíða hefur leikið við Akureyringa undanfarnar vikur. Sömu sögu má segja í dag. Vísir/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“ Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“
Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent