Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2021 11:37 Mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns hefur tröllriðið umræðunni undanfarna daga. Og eru þeir þá gjarnan teiknaðir upp sem hálfgerður dúett, Ingó og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. En þó freistandi kunni að reynast að tala um dúettinn Ingó og Villa getur það grafið undan réttarfari í landinu að sögn Sigurður Arnar formanns LMFÍ. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. „Lögmanni ber að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og hefur kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn.“ Svo segir í siðareglum lögmanna. Mál sem tengjast Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, og áformum hans um að sækja til saka fólk sem hefur að hans mati látið falla um sig meiðandi ummæli, hafa tröllriðið umræðunni að undanförnu. Ingólfur hefur fengið Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann til að sjá um sín mál en Vilhjálmur hefur verið atyrtur af miklum móð á Twitter í tengslum við málið og eða athugasemdir lagðar upp sem svo að um sé að ræða mál þeirra tveggja. Hér má sjá örfá dæmi af handahófi þar sem Vilhjálmur hefur verið dreginn inn sem aðili máls: Segðu mér að þú sért sekur án þess að segja mér að þú sért sekur pic.twitter.com/JeEHtpk4dD— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 13, 2021 hverjar eru líkurnar á að menn sem helga starfsferil sinn því að hjálpa kynferðisbrotamönnum að ofsækja þolendur sína hafi ekki óhreint mjöl í pokahorninu? nánast engar? engar?— e'b t (@jtebasile) July 14, 2021 Þessir tveir gaurar, Villi og Ingó, eru einhverjir mestu aumingjar sem þjóðin hefur af sér alið— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) July 14, 2021 Lögmenn hafa áhyggjur af þróuninni Sigurður Örn segir það rétt, stétt lögmanna hefur áhyggjur af því að þessi skil séu ekki nægjanlega skýr í umræðunni og þetta hefur verið rætt á vettvangi félagsins. „Í grunninn er það þannig að lögmenn eiga rétt á að vera ekki samsamaðir skjólstæðingum sínum og fyrir því eru mikilvæg rök,“ segir formaður LMFÍ. Hann segir að á þessu grundvallist réttarskipunin, lögmenn gegna því hlutverki að verja einstaklinga sem eiga undir högg að sækja, standa á réttindum þeirra og eftir atvikum skyldum fyrir dómsstólum hvort heldur er í einkamálum eða sakamálum. „Á þetta reynir fyrst og fremst í þessum erfiðu málum svo sem erfiðum sakamálum og barnaverndarmálum, þar sem málstaðurinn kann að vera umdeildur að mati einhverra. Rökin eru þó þessi að lögmenn sem gegna þessu samfélagslega hlutverki eiga að gæta að því að réttindi þeirra séu tryggð að lögum fyrir dómsstólum. Til að svo megi verða þarf að skilja þarna á milli, skjólstæðingsins og lögmannsins. Hann gegnir þessu lögvarða hlutverki. Þess vegna viljum við ekki að lögmönnum sé samsamað við sína skjólstæðinga.“ Skiptir máli hvernig lögmenn tjá sig Ýmsir lögmenn hafa þann hátt á að reka mál fyrir opnum tjöldum, til að mynda með greinaskrifum. Er ekki hætta á að þeir geri sig þar með að aðilum máls? „Ef lögmaður gerist þátttakandi í þjóðmálaumræðunni af hvaða ástæðum það er, þá skiptir máli hvað hann er að segja og hvernig hann segir það. Er hann að fjalla um eitthvað tiltekið mál, þá lagalega álitaefni þess, er hann að lýsa skoðunum síns skjólstæðings eða er hann farinn að lýsa persónulegum skoðunum á einhverjum tilteknum málefnum sem eru til umfjöllunar hverju sinni,“ segir Sigurður Örn. Þarna sé einhver lína. Frá héraðsdómi Reykjavíkur. Skikkja lögmanns skírskotar til hlutverks dómstóla og réttarkerfisins. Með því er undirstrikað að þeir sinni tilteknu hlutverki og koma fram sem þjónar réttarríkisins en ekki í eigin nafni.vísir/vilhelm Sigurður Örn treystir sér ekki til að segja til um hvort það sé að færast í aukana að enginn greinarmunur sé gerður á lögmanni og skjólstæðingum þeirra né heldur hvort þá þróun megi rekja til aukinnar fyrirferðar samfélagsmiðla. „Samfélagið er að breytast og aðgengi fólks að hinu opinbera rými er meira en áður. Eða hvort aðrir þættir spili þar inn í svo sem að það vanti skilning á hlutverki lögmannsins? Ég þekki það ekki hvort þetta er að aukast eða ekki og ef svo er, hverjar ástæður þess eru,“ segir Sigurður og bendir á að þetta hafi ekki verið skoðað sérstaklega. Lögmennskan ekki til vinsælda fallin En það sé mikilvægt að upplýsa almenning um þennan greinarmun sem verður að gera. „Þetta eru ein þeirra kjarnaréttinda sem við lögmenn viljum standa vörð um. Það er illþolanlegt að gegna þessu starfi ef menn þurfa að búa við að verða alltaf samsamað við þann einstakling sem þeir eru að verja hverju sinni, en um getur verið að ræða sakborning í hrottalegum málum. Lögmenn fást oft við erfið mál og oft á verstu stundum á mannsævi manneskjunnar sem þeir eru að hjálpa hverju sinni. Menn eiga ekki að þurfa að sitja undir því að vera að rækja slík störf og vera svo samsamað við skjólstæðinginn hverju sinni.“ Sigurður Örn bendir á að þetta varði ekki aðeins hagsmuni lögmannastéttarinnar heldur samfélagsins alls í heild og réttarkerfið sem slíkt. „Í grunninn er það þannig að þegar einstaklingur hefur sinn lögmannsferil þá gerir hann sér grein fyrir því að þetta starf og eðli þess sé þannig að af því leiðast sjaldnast miklar vinsældir. Ég held að menn hafi nú þykkan skráp hvað það varðar. Engu að síður er vert að halda þessu til haga.“ Dómstólar Mál Ingólfs Þórarinssonar Samfélagsmiðlar Lögmennska Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
„Lögmanni ber að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og hefur kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn.“ Svo segir í siðareglum lögmanna. Mál sem tengjast Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, og áformum hans um að sækja til saka fólk sem hefur að hans mati látið falla um sig meiðandi ummæli, hafa tröllriðið umræðunni að undanförnu. Ingólfur hefur fengið Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann til að sjá um sín mál en Vilhjálmur hefur verið atyrtur af miklum móð á Twitter í tengslum við málið og eða athugasemdir lagðar upp sem svo að um sé að ræða mál þeirra tveggja. Hér má sjá örfá dæmi af handahófi þar sem Vilhjálmur hefur verið dreginn inn sem aðili máls: Segðu mér að þú sért sekur án þess að segja mér að þú sért sekur pic.twitter.com/JeEHtpk4dD— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 13, 2021 hverjar eru líkurnar á að menn sem helga starfsferil sinn því að hjálpa kynferðisbrotamönnum að ofsækja þolendur sína hafi ekki óhreint mjöl í pokahorninu? nánast engar? engar?— e'b t (@jtebasile) July 14, 2021 Þessir tveir gaurar, Villi og Ingó, eru einhverjir mestu aumingjar sem þjóðin hefur af sér alið— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) July 14, 2021 Lögmenn hafa áhyggjur af þróuninni Sigurður Örn segir það rétt, stétt lögmanna hefur áhyggjur af því að þessi skil séu ekki nægjanlega skýr í umræðunni og þetta hefur verið rætt á vettvangi félagsins. „Í grunninn er það þannig að lögmenn eiga rétt á að vera ekki samsamaðir skjólstæðingum sínum og fyrir því eru mikilvæg rök,“ segir formaður LMFÍ. Hann segir að á þessu grundvallist réttarskipunin, lögmenn gegna því hlutverki að verja einstaklinga sem eiga undir högg að sækja, standa á réttindum þeirra og eftir atvikum skyldum fyrir dómsstólum hvort heldur er í einkamálum eða sakamálum. „Á þetta reynir fyrst og fremst í þessum erfiðu málum svo sem erfiðum sakamálum og barnaverndarmálum, þar sem málstaðurinn kann að vera umdeildur að mati einhverra. Rökin eru þó þessi að lögmenn sem gegna þessu samfélagslega hlutverki eiga að gæta að því að réttindi þeirra séu tryggð að lögum fyrir dómsstólum. Til að svo megi verða þarf að skilja þarna á milli, skjólstæðingsins og lögmannsins. Hann gegnir þessu lögvarða hlutverki. Þess vegna viljum við ekki að lögmönnum sé samsamað við sína skjólstæðinga.“ Skiptir máli hvernig lögmenn tjá sig Ýmsir lögmenn hafa þann hátt á að reka mál fyrir opnum tjöldum, til að mynda með greinaskrifum. Er ekki hætta á að þeir geri sig þar með að aðilum máls? „Ef lögmaður gerist þátttakandi í þjóðmálaumræðunni af hvaða ástæðum það er, þá skiptir máli hvað hann er að segja og hvernig hann segir það. Er hann að fjalla um eitthvað tiltekið mál, þá lagalega álitaefni þess, er hann að lýsa skoðunum síns skjólstæðings eða er hann farinn að lýsa persónulegum skoðunum á einhverjum tilteknum málefnum sem eru til umfjöllunar hverju sinni,“ segir Sigurður Örn. Þarna sé einhver lína. Frá héraðsdómi Reykjavíkur. Skikkja lögmanns skírskotar til hlutverks dómstóla og réttarkerfisins. Með því er undirstrikað að þeir sinni tilteknu hlutverki og koma fram sem þjónar réttarríkisins en ekki í eigin nafni.vísir/vilhelm Sigurður Örn treystir sér ekki til að segja til um hvort það sé að færast í aukana að enginn greinarmunur sé gerður á lögmanni og skjólstæðingum þeirra né heldur hvort þá þróun megi rekja til aukinnar fyrirferðar samfélagsmiðla. „Samfélagið er að breytast og aðgengi fólks að hinu opinbera rými er meira en áður. Eða hvort aðrir þættir spili þar inn í svo sem að það vanti skilning á hlutverki lögmannsins? Ég þekki það ekki hvort þetta er að aukast eða ekki og ef svo er, hverjar ástæður þess eru,“ segir Sigurður og bendir á að þetta hafi ekki verið skoðað sérstaklega. Lögmennskan ekki til vinsælda fallin En það sé mikilvægt að upplýsa almenning um þennan greinarmun sem verður að gera. „Þetta eru ein þeirra kjarnaréttinda sem við lögmenn viljum standa vörð um. Það er illþolanlegt að gegna þessu starfi ef menn þurfa að búa við að verða alltaf samsamað við þann einstakling sem þeir eru að verja hverju sinni, en um getur verið að ræða sakborning í hrottalegum málum. Lögmenn fást oft við erfið mál og oft á verstu stundum á mannsævi manneskjunnar sem þeir eru að hjálpa hverju sinni. Menn eiga ekki að þurfa að sitja undir því að vera að rækja slík störf og vera svo samsamað við skjólstæðinginn hverju sinni.“ Sigurður Örn bendir á að þetta varði ekki aðeins hagsmuni lögmannastéttarinnar heldur samfélagsins alls í heild og réttarkerfið sem slíkt. „Í grunninn er það þannig að þegar einstaklingur hefur sinn lögmannsferil þá gerir hann sér grein fyrir því að þetta starf og eðli þess sé þannig að af því leiðast sjaldnast miklar vinsældir. Ég held að menn hafi nú þykkan skráp hvað það varðar. Engu að síður er vert að halda þessu til haga.“
Dómstólar Mál Ingólfs Þórarinssonar Samfélagsmiðlar Lögmennska Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira