Nornahamar nútímans Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 15. júlí 2021 13:31 Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir. Hvort skyldi þá þessi lýsing eiga betur við þær ofsóknir sem beinast gegn gerendum eða þolendum? Rétt er að það voru nær eingöngu menn ofsóttir á Íslandi á brennuöld en sjaldnast af konum og þar að auki skar eyjan okkar sig nokkuð úr því annars staðar í Evrópu snerust nornaveiðar einkum um að fanga konur til að fleygja á bálið. Nornir voru gjarna vergjarnar konur sem fóru berrassaðar gandreið á vit djöfulsins, höfðu við hann samfarir og átu pulsur unnar úr óskírðum börnum. Til þess að auðvelda mönnum að hafa upp á þessum galdrakvendum var gefin út handbókin Malleus maleficarum, eða svonefndur Nornahamar, sem kom út árið 1486. Í bók Siglaugs Brynleifssonar, Göldrum og brennudómum, er vísað beint í ritið þar sem segir m.a. um eðli norna að „þær eru sannar lostakirnur [...] og þær eru að eðli lygarar“ (bls. 59). Þetta viðhorf til kvenna hefur orðið merkilega lífseigt. Enn eru konur taldar ótrúverðugar; þegar þær stíga fram og segja frá því að á þeim hafi verið brotið þá þykir líklegast að þær fari með ósannindi. Þá eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að konan hljóti að hafa freistað mannsins, með klæðaburði eða háttalagi, og hún sé því líkt og hver önnur „lostakirna.“ Þessi afstaða hefur jafnframt leitt til þess að margar konur kenna sjálfum sér um ofbeldið sem þær verða fyrir og þær sitja uppi með skömmina. Það má vera ljóst að nornaveiðar snerust að mestu um karla að fyrirkoma konum sem þóttu sýna ótilhlýðilega hegðun. Því má vel kalla þær ofsóknir sem konur verða fyrir í dag nornaveiðar. Kommentakerfi netmiðlanna er Nornahamar nútímans og leiðir í ljós að það hefur ekki orðið stór breyting á viðhorfum til kvenna þrátt fyrir að rúm 500 ár séu liðin frá útgáfu ritsins. Það má bara þakka fyrir að nornabrennur séu ekki enn í tísku! Höfundur er sósíalískur femínisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Tengdar fréttir Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. 11. júlí 2021 09:00 Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15 Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir. Hvort skyldi þá þessi lýsing eiga betur við þær ofsóknir sem beinast gegn gerendum eða þolendum? Rétt er að það voru nær eingöngu menn ofsóttir á Íslandi á brennuöld en sjaldnast af konum og þar að auki skar eyjan okkar sig nokkuð úr því annars staðar í Evrópu snerust nornaveiðar einkum um að fanga konur til að fleygja á bálið. Nornir voru gjarna vergjarnar konur sem fóru berrassaðar gandreið á vit djöfulsins, höfðu við hann samfarir og átu pulsur unnar úr óskírðum börnum. Til þess að auðvelda mönnum að hafa upp á þessum galdrakvendum var gefin út handbókin Malleus maleficarum, eða svonefndur Nornahamar, sem kom út árið 1486. Í bók Siglaugs Brynleifssonar, Göldrum og brennudómum, er vísað beint í ritið þar sem segir m.a. um eðli norna að „þær eru sannar lostakirnur [...] og þær eru að eðli lygarar“ (bls. 59). Þetta viðhorf til kvenna hefur orðið merkilega lífseigt. Enn eru konur taldar ótrúverðugar; þegar þær stíga fram og segja frá því að á þeim hafi verið brotið þá þykir líklegast að þær fari með ósannindi. Þá eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að konan hljóti að hafa freistað mannsins, með klæðaburði eða háttalagi, og hún sé því líkt og hver önnur „lostakirna.“ Þessi afstaða hefur jafnframt leitt til þess að margar konur kenna sjálfum sér um ofbeldið sem þær verða fyrir og þær sitja uppi með skömmina. Það má vera ljóst að nornaveiðar snerust að mestu um karla að fyrirkoma konum sem þóttu sýna ótilhlýðilega hegðun. Því má vel kalla þær ofsóknir sem konur verða fyrir í dag nornaveiðar. Kommentakerfi netmiðlanna er Nornahamar nútímans og leiðir í ljós að það hefur ekki orðið stór breyting á viðhorfum til kvenna þrátt fyrir að rúm 500 ár séu liðin frá útgáfu ritsins. Það má bara þakka fyrir að nornabrennur séu ekki enn í tísku! Höfundur er sósíalískur femínisti
Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. 11. júlí 2021 09:00
Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun