Helgi Áss McCarthy? Gunnar Ingi Jóhannsson skrifar 14. júlí 2021 07:15 Á dögunum ritaði lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson grein til fjölmiðla um þann storm sem geisað hefur um mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Í grein lögfræðingsins er nafnlausum ásökunum kvenna á hendur Ingólfi um meint kynferðisofbeldi líkt við athafnir bandaríska öldungadeildarþingmannsins og lögfræðingsins Joseph McCarthy og kallaðar nornaveiðar. Kjarninn í athöfnum lögfræðingsins Joseph McCarthy var að hann barðist gegn útbreiðslu tiltekinnar stjórnmálaskoðunar og voru hvatirnar að baki því, eins og segir í grein Helga, fyrst og fremst persónulegar framavonir þingmannsins sjálfs. Þeir sem lentu á svörtum listum af þessum sökum og sættu atvinnubanni höfðu ekkert til saka unnið annað en að hafa, eða vera grunaðir um að hafa, tiltekna stjórnmálaskoðun sem ekki átti upp á pallborð ríkjandi valdhafa. Reyndar lutu athafnir McCarthy einnig að því að uppræta samkynhneigð innan stjórnsýslunnar og jafnvel óæskilegar trúarskoðanir. Eins og segir í grein Helga voru flestar ásakanir McCarthy, ef ekki allar, reistar á sandi. Þetta gekk á þrátt fyrir að hornsteinn lýðfrjálsra ríkja sé að allir séu jafnir fyrir lögum og skuli njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynþáttar o.s.frv. Framangreindum atburðum jafnar Helgi svo við frásagnir kvenna nú á dögum sem sakað hafa einstakling um kynferðisofbeldi gegn sér, sem refsing liggur við ef satt er. Í greininni er talað um réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum. Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti. Því fer fjarri að ásökunum kvennanna og viðbrögðum almennings við þeim megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Aðeins hafa komið fram ásakanir og viðbrögð við þeim, jákvæð og neikvæð. Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómum sínum um tjáningarfrelsi slegið því föstu að ásökun einstaklings verði alls ekki jafnað við ákæru hins opinbera þar sem sakfelling um refsiverðan verknað er í húfi. Vissulega er það rétt að til er farvegur fyrir mál þeirra sem telja sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns - kæra til lögreglu í von um að málið fari alla leið hjá yfirvöldum. Virðist Helgi telja að í þann farveg, sem hið opinbera býður upp á, skuli málin aðeins leggja og engan annan. Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt. Þannig er sá möguleiki til staðar að umræddar konur hafi einfaldlega nýtt rétt sinn í 73. gr. stjórnarskrárinnar til að tjá sannfæringu sína og hugsanir. Miðað við nýlega dómaframkvæmd dómstóla kann réttur einstaklings til að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur og ekkert öruggt að konunum hafi verið óheimilt að tjá sig með þessum hætti. Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni. Grein Helga lauk á orðunum “"Ég er Ingó veðurguð”. Kannski hefði, þegar öllu er á botninn hvolft, farið betur á því að þar undir hefði staðið “Ég er Joseph McCarthy”. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ég er Ingó Veðurguð Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar. 7. júlí 2021 11:00 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á dögunum ritaði lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson grein til fjölmiðla um þann storm sem geisað hefur um mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Í grein lögfræðingsins er nafnlausum ásökunum kvenna á hendur Ingólfi um meint kynferðisofbeldi líkt við athafnir bandaríska öldungadeildarþingmannsins og lögfræðingsins Joseph McCarthy og kallaðar nornaveiðar. Kjarninn í athöfnum lögfræðingsins Joseph McCarthy var að hann barðist gegn útbreiðslu tiltekinnar stjórnmálaskoðunar og voru hvatirnar að baki því, eins og segir í grein Helga, fyrst og fremst persónulegar framavonir þingmannsins sjálfs. Þeir sem lentu á svörtum listum af þessum sökum og sættu atvinnubanni höfðu ekkert til saka unnið annað en að hafa, eða vera grunaðir um að hafa, tiltekna stjórnmálaskoðun sem ekki átti upp á pallborð ríkjandi valdhafa. Reyndar lutu athafnir McCarthy einnig að því að uppræta samkynhneigð innan stjórnsýslunnar og jafnvel óæskilegar trúarskoðanir. Eins og segir í grein Helga voru flestar ásakanir McCarthy, ef ekki allar, reistar á sandi. Þetta gekk á þrátt fyrir að hornsteinn lýðfrjálsra ríkja sé að allir séu jafnir fyrir lögum og skuli njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynþáttar o.s.frv. Framangreindum atburðum jafnar Helgi svo við frásagnir kvenna nú á dögum sem sakað hafa einstakling um kynferðisofbeldi gegn sér, sem refsing liggur við ef satt er. Í greininni er talað um réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum. Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti. Því fer fjarri að ásökunum kvennanna og viðbrögðum almennings við þeim megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Aðeins hafa komið fram ásakanir og viðbrögð við þeim, jákvæð og neikvæð. Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómum sínum um tjáningarfrelsi slegið því föstu að ásökun einstaklings verði alls ekki jafnað við ákæru hins opinbera þar sem sakfelling um refsiverðan verknað er í húfi. Vissulega er það rétt að til er farvegur fyrir mál þeirra sem telja sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns - kæra til lögreglu í von um að málið fari alla leið hjá yfirvöldum. Virðist Helgi telja að í þann farveg, sem hið opinbera býður upp á, skuli málin aðeins leggja og engan annan. Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt. Þannig er sá möguleiki til staðar að umræddar konur hafi einfaldlega nýtt rétt sinn í 73. gr. stjórnarskrárinnar til að tjá sannfæringu sína og hugsanir. Miðað við nýlega dómaframkvæmd dómstóla kann réttur einstaklings til að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur og ekkert öruggt að konunum hafi verið óheimilt að tjá sig með þessum hætti. Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni. Grein Helga lauk á orðunum “"Ég er Ingó veðurguð”. Kannski hefði, þegar öllu er á botninn hvolft, farið betur á því að þar undir hefði staðið “Ég er Joseph McCarthy”. Höfundur er lögmaður.
Ég er Ingó Veðurguð Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar. 7. júlí 2021 11:00
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar