Gallamálum snarfjölgar: Glænýtt hús með ónýtt þak og skólplagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:00 Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti segir gallamálum hafa fjölgað gríðarlega einnig í nýju húsnæði. Vísir Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir slík mál of algeng. Gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum. Ráðast þarf í miklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem byggt var fyrir fjórum árum vegna galla í hönnun og byggingu hússins. „Það lítur allt vel út hér á yfirborðinu en þegar kaupendur fóru að verða varir við raka og fleira voru sérfræðingar kallaðir til og í ljós komu verulegir gallar á húsnæðinu. Það þarf að skipta hér um megnið af þakinu þar sem rakavandi hefur komið upp vegna frágangs og hönnunar og brjóta upp stóran hluta af gólfi og flísum til að endurgera fráveitulagnir vegna galla,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti. Ástand fráveitulagna í nýju húsi. Vísir Gunnar segir að mygla hafi fundist í þaki hússins vegna raka sem hafi haft áhrif á íbúa. „Hluti íbúa hefur átt við heilsubrest að stríða vegna þessa. Því þurfa að fara fram alþrif á heimilum í húsinu þegar búið er að lagfæra gallana,“ segir Gunnar. Hann segir að kostnaður við viðgerðir séu um 20-30 milljónir króna. Það sé byggingaraðila að greiða þær. Raki og mygla fannst í þakinu vegna frágangs og hönnunar.Vísir „Það eru hönnuður og byggingarstjóri sem þurfa að bera ábyrgð á þessum greiðslum en þeir eru tryggðir fyrir slíku,“ segir Gunnar. Ljótustu málin Hann segir að ljótustu málin séu þegar fólk fær bætur vegna galla frá byggingaraðilum en lagfærir þá ekki og lætur svo ekki vita af þeim þegar það selur húsið á ný. „Það koma reglulega upp mál þar sem fyrsti kaupandi hefur fengið bætur vegna galla frá byggingaraðilum en ekki gert við þá. Þegar fyrstu kaupendur selja svo húsið með gallanum upplýsa þeir svo ekki um þá. Nýir kaupendur geta ekki gert kröfu á byggingaraðilann því þeir hafa þegar greitt bætur til fyrsta kaupanda sem neitar gjarnan að greiða eða hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Kaupendur tvö þurfa því oft alfarið að bera tjónið,“ segir Gunnar. Gríðarleg aukning á gallamálum Gunnar segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirspurn eftir fasteignum hafi aukist gríðarlega og samfara því geti seljendur leyft sér meira. „Það hefur verið gríðarleg aukning í þessum málum. Almenningur er líka meðvitaðri um rétt sinn en áður. Ef það koma tvo kauptilboð í eign og annað er með fyrirvara um ástandsskoðun þá tekur seljandinn yfirleitt hinu tilboðinu og vill ekki skoðunina en að sama skapi dettur það mál oft inn til okkar eftir afhendingu eignarinnar,“ segir Gunnar. Aðspurður um hvað ástandsskoðun kosti segir Gunnar: „Það kostar um 100 þúsund krónur að fá ástandsskoðun og hún tefur kannski kaupferlið um fimm daga. Það getur hins vegar margfalt borgað sig að leggja í slíkt bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er engin stofnun sem heldur opinberlega utan um fjölda gallamála í íbúðarhúsnæði hér á landi. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Ráðast þarf í miklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem byggt var fyrir fjórum árum vegna galla í hönnun og byggingu hússins. „Það lítur allt vel út hér á yfirborðinu en þegar kaupendur fóru að verða varir við raka og fleira voru sérfræðingar kallaðir til og í ljós komu verulegir gallar á húsnæðinu. Það þarf að skipta hér um megnið af þakinu þar sem rakavandi hefur komið upp vegna frágangs og hönnunar og brjóta upp stóran hluta af gólfi og flísum til að endurgera fráveitulagnir vegna galla,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti. Ástand fráveitulagna í nýju húsi. Vísir Gunnar segir að mygla hafi fundist í þaki hússins vegna raka sem hafi haft áhrif á íbúa. „Hluti íbúa hefur átt við heilsubrest að stríða vegna þessa. Því þurfa að fara fram alþrif á heimilum í húsinu þegar búið er að lagfæra gallana,“ segir Gunnar. Hann segir að kostnaður við viðgerðir séu um 20-30 milljónir króna. Það sé byggingaraðila að greiða þær. Raki og mygla fannst í þakinu vegna frágangs og hönnunar.Vísir „Það eru hönnuður og byggingarstjóri sem þurfa að bera ábyrgð á þessum greiðslum en þeir eru tryggðir fyrir slíku,“ segir Gunnar. Ljótustu málin Hann segir að ljótustu málin séu þegar fólk fær bætur vegna galla frá byggingaraðilum en lagfærir þá ekki og lætur svo ekki vita af þeim þegar það selur húsið á ný. „Það koma reglulega upp mál þar sem fyrsti kaupandi hefur fengið bætur vegna galla frá byggingaraðilum en ekki gert við þá. Þegar fyrstu kaupendur selja svo húsið með gallanum upplýsa þeir svo ekki um þá. Nýir kaupendur geta ekki gert kröfu á byggingaraðilann því þeir hafa þegar greitt bætur til fyrsta kaupanda sem neitar gjarnan að greiða eða hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Kaupendur tvö þurfa því oft alfarið að bera tjónið,“ segir Gunnar. Gríðarleg aukning á gallamálum Gunnar segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirspurn eftir fasteignum hafi aukist gríðarlega og samfara því geti seljendur leyft sér meira. „Það hefur verið gríðarleg aukning í þessum málum. Almenningur er líka meðvitaðri um rétt sinn en áður. Ef það koma tvo kauptilboð í eign og annað er með fyrirvara um ástandsskoðun þá tekur seljandinn yfirleitt hinu tilboðinu og vill ekki skoðunina en að sama skapi dettur það mál oft inn til okkar eftir afhendingu eignarinnar,“ segir Gunnar. Aðspurður um hvað ástandsskoðun kosti segir Gunnar: „Það kostar um 100 þúsund krónur að fá ástandsskoðun og hún tefur kannski kaupferlið um fimm daga. Það getur hins vegar margfalt borgað sig að leggja í slíkt bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er engin stofnun sem heldur opinberlega utan um fjölda gallamála í íbúðarhúsnæði hér á landi.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39