Útlendingastefna andskotans í skjóli Vinstri grænna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 8. júlí 2021 13:00 Tveir palestínskir menn voru leiddir í gildru núna í vikunni samkvæmt fréttum, lokkaðir í húsakynni Útlendingastofnunar á fölskum forsendum svo senda mætti þá fyrirvaralaust úr landi. Þeim var sagt að bólusetningarskírteinin þeirra væru tilbúin til afhendingar og beðnir um að sækja þau en svo læstir inni, handteknir af lögreglu og beittir hörku. Þarna voru sóttvarnaráðstafanir – helsta verkfærið okkar í samstöðunni gegn veirunni – notaðar sem vopn gegn fólki í viðkvæmri stöðu. Annar mannanna var strax sendur af landi brott. Hinn þurfti læknisaðstoð eftir meðferðina, var með áverka á höfði, bólginn og marinn, en sendur úr landi núna í morgun. Stefnan birtist í einstökum málum Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við sáum stefnuna líka í verki fyrr í sumar þegar sömu menn voru hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði með ólögmætum hætti. Og þegar kona langt gengin með barn var rekin úr landi og neydd í 19 klukkustunda flugferð fyrr á þessu kjörtímabili. Í báðumtilvikum var farið á svig við lög að mati eftirlitsaðila eða æðra stjórnvalds. Útlendingayfirvöld brjóta trekk í trekk á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stundum meira að segja af ásettu ráði að því er fram hefur komið í úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar. Afturhald og stjórnlyndi Spindoktorar reyna að telja okkur trú um að „frjálslyndið“ hafi orðið ofan á í Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum prófkjörum, flokkurinn hafi fengið mýkri og nútímalegri ásýnd – en sjá ekki allir í gegnum það? Það er ekkert frjálslynt við að koma fram við fólk í viðkvæmri stöðu eins og skepnur, ekkert frjálslynt við það þegar stjórnvöld verja ekki frelsi, mannhelgi og réttindi einstaklinga heldur leika sér að þeim eins og köttur að mús. Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Tveir palestínskir menn voru leiddir í gildru núna í vikunni samkvæmt fréttum, lokkaðir í húsakynni Útlendingastofnunar á fölskum forsendum svo senda mætti þá fyrirvaralaust úr landi. Þeim var sagt að bólusetningarskírteinin þeirra væru tilbúin til afhendingar og beðnir um að sækja þau en svo læstir inni, handteknir af lögreglu og beittir hörku. Þarna voru sóttvarnaráðstafanir – helsta verkfærið okkar í samstöðunni gegn veirunni – notaðar sem vopn gegn fólki í viðkvæmri stöðu. Annar mannanna var strax sendur af landi brott. Hinn þurfti læknisaðstoð eftir meðferðina, var með áverka á höfði, bólginn og marinn, en sendur úr landi núna í morgun. Stefnan birtist í einstökum málum Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við sáum stefnuna líka í verki fyrr í sumar þegar sömu menn voru hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði með ólögmætum hætti. Og þegar kona langt gengin með barn var rekin úr landi og neydd í 19 klukkustunda flugferð fyrr á þessu kjörtímabili. Í báðumtilvikum var farið á svig við lög að mati eftirlitsaðila eða æðra stjórnvalds. Útlendingayfirvöld brjóta trekk í trekk á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stundum meira að segja af ásettu ráði að því er fram hefur komið í úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar. Afturhald og stjórnlyndi Spindoktorar reyna að telja okkur trú um að „frjálslyndið“ hafi orðið ofan á í Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum prófkjörum, flokkurinn hafi fengið mýkri og nútímalegri ásýnd – en sjá ekki allir í gegnum það? Það er ekkert frjálslynt við að koma fram við fólk í viðkvæmri stöðu eins og skepnur, ekkert frjálslynt við það þegar stjórnvöld verja ekki frelsi, mannhelgi og réttindi einstaklinga heldur leika sér að þeim eins og köttur að mús. Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar