Byggjum undir öflugt íþróttastarf Ingvar Már Gíslason og Eiríkur S. Jóhannsson skrifa 8. júlí 2021 10:30 Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum. Gleði, kapp og ánægja skein úr hverju andliti sem er okkur KA fólki mikils virði enda leggja fjölmargir sjálfboðaliðar félagsins gríðarlega vinnu á sig til þess að mótið geti farið fram. Fyrir þessa vinnu erum við félagsmönnum okkar þakklátir því það er í raun ekkert sjálfgefið í dag að fólk fórni tíma sínum í félagsstarf sem þetta. KA er sem betur fer ríkt af virkum sjálboðaliðum og stuðningsmönnum. Það er óumdeilt að kraftur félagsins er með þessum hætti að skapa félagsleg sem og efnahagsleg verðmæti sem samfélagið okkar á Akureyri nýtur góðs af. Liðin N1 móts helgi er langstærsta ferðamannahelgi ársins og hefur tilheyrandi áhrif á mannlíf jafnt sem viðskiptalíf bæjarins. Eftir samtöl okkar við rekstrar- og þjónustuaðila, er það mat okkar að áhrifin á viðskiptalíf Akureyrar hlaupi á mörg hundruðum milljóna þar sem verslun og þjónusta einkaaðila sem og opinberra aðila nýtur góðs af ásamt íþróttahreyfingunni sjálfri. Við KA fólk erum stolt af því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu hér í bæ. Á þetta bæði við um íþróttastarfið okkar sem og þau jákvæðu áhrif sem starf okkar hefur á tekjuöflun rekstraraðila í bænum. Vegna þessa leggjum við mikla áherslu á að okkur verði gert kleift að sinna því öfluga barna og unglingastarfi sem svo sterk krafa er um í samfélaginu að við sinnum. Óhætt er að segja að KA hafi undanfarin ár unnið þrekvirki í sínu uppbyggingarstarfi. Alger sprenging hefur orðið í iðkenda fjölda hjá félaginu. Við höfum tekið fagnandi hverjum og einum einstaklingi sem velur að iðka sína íþrótt hjá KA og leggjum við okkur fram um að sinna honum sem best. Á sama hátt eru iðkendur í afreksstarfi félagsins að keppa meðal þeirra fremstu á landinu í öllum þeim íþróttagreinum sem við leggjum stund á og eru bænum sannarlega mikilvæg auglýsing. Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að aðstaðan sem við KA fólk höfum boðið gestum N1 mótsins uppá undanfarin ár er ekki boðleg og í engu samræmi við umfang starfsemi félagsins. Hvorki KA né bæjarfélagið stenst samanburð við þau íþróttafélög sem við viljum bera okkur saman við þegar kemur að vallaraðstæðum. Á 93ja ára afmæli KA í janúar s.l., skrifuðum við undir viljayfirlýsingu við Akureyrarbæ um að gera miklar endurbætur á aðstöðu okkar. Höfum við miklar vætningar um að nú verði tekið höndum saman um að klára löngu tímabæra uppbyggingu á félagssvæði okkar við Dalsbraut. Á þessu er mikill skilningur meðal bæjarbúa sem og forsvarsmanna Akureyrarbæjar. Mikilvægi þess að sinna æskulýðs og forvarnarstarfi með þeim hætti sem við höfum gert er óumdeilt og skilar sér margfalt til samfélagsins um ókomin ár. Fjárfesting í heilsu og vellíðan er fjárfesting í heilbrigði framtíðarinnar. Það er í okkar huga afar mikilvægt að byggja undir íþróttastarfsemi og gera íþróttafélögunum mögulegt að þróast. Samhliða verður að eiga sér stað fjárfesting í mannvirkjum og öðrum innviðum, það er algjört lykilatriði til að við séum samkeppnishæf við önnur sveitarfélög þegar kemur að aðstöðu fyrir iðkendur okkar og búsetuval einstaklinga og ekki síður að við getum staðist samkeppnina þegar kemur að ferðatengdri íþróttastarfsemi. Knattspyrnufélag Akureyrar er fjölgreina íþróttafélag þar sem börn, ungmenni og fullorðnir geta lagt stund á knattspyrnu, handknattleik, blak, júdó sem og tennis og badminton. Að auki er starfrækt innan félagsins almenningsíþróttadeild. Óhætt er að segja að við séum stoltir af þeirri starfsemi sem fram fer innan félagsins. Þær gleðistundir sem við höfum átt og munum eiga með félögum okkar í KA eru meðal margra eftirminnilegra minninga sem munu fylgja okkur áfram um ókominn tímar. Við höfum verið KA menn frá unga aldri og fylgst með og tekið þátt í framþróun félagsins. Félagið hefur eflst og vaxið með hverju árinu sem líður. Að sama skapi fjölgar félagsmönnum og umfang starfseminnar, ábyrgð og skyldur verða sífellt meiri. KA er fyrirmyndarfélag ÍSÍ en í því felst að félagið hefur undirgengist ákveðin gæðaviðmið gagnvart því starfi sem unnið er innan félagsins. Unnið er eftir samþykktum stefnum um barna og unglingastarf, menntun og forvarnir. Við viljum að lokum þakka öllum gestum N1 mótsins fyrir komuna og vonumst til þess að þeir hafi allir átt ánægjulegan tíma á Akureyri á meðan mótinu stóð. Bæjarbúa bjóðum við velkomna í félagið, til iðkunar íþrótta eða til þátttöku í félagsstarfi okkar sem er bæði öflugt og gefandi. Við viljum fá sem flesta til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem félagið stendur frammi fyrir í en þannig gerum við öflugt félag og samfélag sterkara. Áfram Akureyri, byggjum upp fyrir framtíðina. Ingvar Már Gíslason, formaður KA Eiríkur S. Jóhannsson, varaformaður KA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Íþróttir barna Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum. Gleði, kapp og ánægja skein úr hverju andliti sem er okkur KA fólki mikils virði enda leggja fjölmargir sjálfboðaliðar félagsins gríðarlega vinnu á sig til þess að mótið geti farið fram. Fyrir þessa vinnu erum við félagsmönnum okkar þakklátir því það er í raun ekkert sjálfgefið í dag að fólk fórni tíma sínum í félagsstarf sem þetta. KA er sem betur fer ríkt af virkum sjálboðaliðum og stuðningsmönnum. Það er óumdeilt að kraftur félagsins er með þessum hætti að skapa félagsleg sem og efnahagsleg verðmæti sem samfélagið okkar á Akureyri nýtur góðs af. Liðin N1 móts helgi er langstærsta ferðamannahelgi ársins og hefur tilheyrandi áhrif á mannlíf jafnt sem viðskiptalíf bæjarins. Eftir samtöl okkar við rekstrar- og þjónustuaðila, er það mat okkar að áhrifin á viðskiptalíf Akureyrar hlaupi á mörg hundruðum milljóna þar sem verslun og þjónusta einkaaðila sem og opinberra aðila nýtur góðs af ásamt íþróttahreyfingunni sjálfri. Við KA fólk erum stolt af því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu hér í bæ. Á þetta bæði við um íþróttastarfið okkar sem og þau jákvæðu áhrif sem starf okkar hefur á tekjuöflun rekstraraðila í bænum. Vegna þessa leggjum við mikla áherslu á að okkur verði gert kleift að sinna því öfluga barna og unglingastarfi sem svo sterk krafa er um í samfélaginu að við sinnum. Óhætt er að segja að KA hafi undanfarin ár unnið þrekvirki í sínu uppbyggingarstarfi. Alger sprenging hefur orðið í iðkenda fjölda hjá félaginu. Við höfum tekið fagnandi hverjum og einum einstaklingi sem velur að iðka sína íþrótt hjá KA og leggjum við okkur fram um að sinna honum sem best. Á sama hátt eru iðkendur í afreksstarfi félagsins að keppa meðal þeirra fremstu á landinu í öllum þeim íþróttagreinum sem við leggjum stund á og eru bænum sannarlega mikilvæg auglýsing. Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að aðstaðan sem við KA fólk höfum boðið gestum N1 mótsins uppá undanfarin ár er ekki boðleg og í engu samræmi við umfang starfsemi félagsins. Hvorki KA né bæjarfélagið stenst samanburð við þau íþróttafélög sem við viljum bera okkur saman við þegar kemur að vallaraðstæðum. Á 93ja ára afmæli KA í janúar s.l., skrifuðum við undir viljayfirlýsingu við Akureyrarbæ um að gera miklar endurbætur á aðstöðu okkar. Höfum við miklar vætningar um að nú verði tekið höndum saman um að klára löngu tímabæra uppbyggingu á félagssvæði okkar við Dalsbraut. Á þessu er mikill skilningur meðal bæjarbúa sem og forsvarsmanna Akureyrarbæjar. Mikilvægi þess að sinna æskulýðs og forvarnarstarfi með þeim hætti sem við höfum gert er óumdeilt og skilar sér margfalt til samfélagsins um ókomin ár. Fjárfesting í heilsu og vellíðan er fjárfesting í heilbrigði framtíðarinnar. Það er í okkar huga afar mikilvægt að byggja undir íþróttastarfsemi og gera íþróttafélögunum mögulegt að þróast. Samhliða verður að eiga sér stað fjárfesting í mannvirkjum og öðrum innviðum, það er algjört lykilatriði til að við séum samkeppnishæf við önnur sveitarfélög þegar kemur að aðstöðu fyrir iðkendur okkar og búsetuval einstaklinga og ekki síður að við getum staðist samkeppnina þegar kemur að ferðatengdri íþróttastarfsemi. Knattspyrnufélag Akureyrar er fjölgreina íþróttafélag þar sem börn, ungmenni og fullorðnir geta lagt stund á knattspyrnu, handknattleik, blak, júdó sem og tennis og badminton. Að auki er starfrækt innan félagsins almenningsíþróttadeild. Óhætt er að segja að við séum stoltir af þeirri starfsemi sem fram fer innan félagsins. Þær gleðistundir sem við höfum átt og munum eiga með félögum okkar í KA eru meðal margra eftirminnilegra minninga sem munu fylgja okkur áfram um ókominn tímar. Við höfum verið KA menn frá unga aldri og fylgst með og tekið þátt í framþróun félagsins. Félagið hefur eflst og vaxið með hverju árinu sem líður. Að sama skapi fjölgar félagsmönnum og umfang starfseminnar, ábyrgð og skyldur verða sífellt meiri. KA er fyrirmyndarfélag ÍSÍ en í því felst að félagið hefur undirgengist ákveðin gæðaviðmið gagnvart því starfi sem unnið er innan félagsins. Unnið er eftir samþykktum stefnum um barna og unglingastarf, menntun og forvarnir. Við viljum að lokum þakka öllum gestum N1 mótsins fyrir komuna og vonumst til þess að þeir hafi allir átt ánægjulegan tíma á Akureyri á meðan mótinu stóð. Bæjarbúa bjóðum við velkomna í félagið, til iðkunar íþrótta eða til þátttöku í félagsstarfi okkar sem er bæði öflugt og gefandi. Við viljum fá sem flesta til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem félagið stendur frammi fyrir í en þannig gerum við öflugt félag og samfélag sterkara. Áfram Akureyri, byggjum upp fyrir framtíðina. Ingvar Már Gíslason, formaður KA Eiríkur S. Jóhannsson, varaformaður KA
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar