Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2021 21:00 Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. VÍSIR Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri. Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri.
Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði