Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. júlí 2021 17:15 Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kláströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Í dag fagnar hún 109 ára afmæli sínu við ótrúlega góða heilsu. „Hún er þokkaleg, bara eftir aldri,“ segir Dóra og hlær. Hún segir að galdurinn við langlífi sé tiltölulega einfalt mál: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Alltaf lifað heilbrigðu lífi Áskell Þórisson, 68 ára gamall sonur Dóru, tekur undir þetta. „Alla sína ævi lifði hún mjög heilbrigðu lífi. Hún gekk alltaf í vinnuna og fór í sund. Eins og hún segir sjálf þá reykti hún ekki og áfengi drakk hún ekki. Hún hreyfði sig sem sagt og svaf og hún er að taka úr þessum heilsubanka núna,“ segir Áskell. Áskell Þórisson er sonur Dóru. Hann segir þau eiga gott samband. VÍSIR/ARNAR Dóra á einnig dóttur sem er 87 ára, fjögur barnabörn og fjögur langömmubörn. „Þegar maður er kominn um sjötugt og er að fara heimsækja móður sína, það er svolítið spes,“ segir Áskell. Man hlutina betur er sonurinn Það sé greinilega langlífi í fjölskyldunni. „Ég er svona aðeins farinn að velta því fyrir mér hvort þetta bíði mín líka,“ segir Áskell en hann og móðir hans eru mjög náin. Hann segir að þau tali reglulega saman í síma. „Hún man hlutina miklu betur en ég oft og tíðum. Hún er að minna mig á það sem ég hef ætlað að gera og hef gleymt. Þegar við tölum saman í síma og hún heyrir ekki í mér þá er það yfirleitt vegna þess að hún telur að síminn minn sé eitthvað bilaður,“ segir Áskell. Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist vel með þjóðmálunum. vísir/arnar Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist með þjóðmálum. „Ég reyni það til að sjá hvað er framundan. Ég les mest blöðin, aðallega. Ég horfi líka á sjónvarpið ef það er eitthvað fróðlegt,“ segir Dóra og minnist á nýja ríkisstjórn sem tekur við í haust. „Það er sjálfstæðið sem ég hef alltaf kosið,“ segir Dóra sem hefur alltaf verið mikil sjálfstæðiskona. „Ég þarf að fara hitta manninn minn“ Dóra segist ekki vilja verða neitt mikið eldri þrátt fyrir að vera hress og kát. Þó að Dóra sé hress og kát ætlar hún sér ekki að verða neitt mikið eldri. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ segir Dóra en eiginmaður hennar lést árið 2000. Tímamót Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kláströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Í dag fagnar hún 109 ára afmæli sínu við ótrúlega góða heilsu. „Hún er þokkaleg, bara eftir aldri,“ segir Dóra og hlær. Hún segir að galdurinn við langlífi sé tiltölulega einfalt mál: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Alltaf lifað heilbrigðu lífi Áskell Þórisson, 68 ára gamall sonur Dóru, tekur undir þetta. „Alla sína ævi lifði hún mjög heilbrigðu lífi. Hún gekk alltaf í vinnuna og fór í sund. Eins og hún segir sjálf þá reykti hún ekki og áfengi drakk hún ekki. Hún hreyfði sig sem sagt og svaf og hún er að taka úr þessum heilsubanka núna,“ segir Áskell. Áskell Þórisson er sonur Dóru. Hann segir þau eiga gott samband. VÍSIR/ARNAR Dóra á einnig dóttur sem er 87 ára, fjögur barnabörn og fjögur langömmubörn. „Þegar maður er kominn um sjötugt og er að fara heimsækja móður sína, það er svolítið spes,“ segir Áskell. Man hlutina betur er sonurinn Það sé greinilega langlífi í fjölskyldunni. „Ég er svona aðeins farinn að velta því fyrir mér hvort þetta bíði mín líka,“ segir Áskell en hann og móðir hans eru mjög náin. Hann segir að þau tali reglulega saman í síma. „Hún man hlutina miklu betur en ég oft og tíðum. Hún er að minna mig á það sem ég hef ætlað að gera og hef gleymt. Þegar við tölum saman í síma og hún heyrir ekki í mér þá er það yfirleitt vegna þess að hún telur að síminn minn sé eitthvað bilaður,“ segir Áskell. Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist vel með þjóðmálunum. vísir/arnar Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist með þjóðmálum. „Ég reyni það til að sjá hvað er framundan. Ég les mest blöðin, aðallega. Ég horfi líka á sjónvarpið ef það er eitthvað fróðlegt,“ segir Dóra og minnist á nýja ríkisstjórn sem tekur við í haust. „Það er sjálfstæðið sem ég hef alltaf kosið,“ segir Dóra sem hefur alltaf verið mikil sjálfstæðiskona. „Ég þarf að fara hitta manninn minn“ Dóra segist ekki vilja verða neitt mikið eldri þrátt fyrir að vera hress og kát. Þó að Dóra sé hress og kát ætlar hún sér ekki að verða neitt mikið eldri. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ segir Dóra en eiginmaður hennar lést árið 2000.
Tímamót Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00