Líklega endurbólusett með öðru en Janssen Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 13:10 Guðrún Aspelund segir að verið sé að skoða hvort fólk sem var bólusett með Janssen þurfi að fá bóluefni frá öðrum framleiðanda. Vísir/Sigurjón Embætti landlæknis hefur það til skoðunar hvort fólk með bóluefni frá Janssen þurfi á endurbólusetningu að halda. Yfirlæknir á sóttvarnasviði embættisins segir að næsti skammtur verði þá af öðru bóluefni en Janssen. Greint var frá því í vikunni að rannsóknir bendi til þess að þeir sem hafi fengið bóluefni frá Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Aðeins ein sprauta hefur verið gefin af Janssen á meðan þær eru tvær af öðrum bóluefnum. Þeir sem fá Janssen teljast hins vegar enn sem komið er full bólusettir, en áhyggjur hafa verið um að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir það til skoðunar að endurbólusetja þennan hóp fólks. „Þetta er í skoðun og hefur verið í skoðun,” segir Guðrún. „Janssen bóluefnið er samt sem áður mjög gott til að verjast alvarlegum sýkingum og innlögnum en af því það er ein sprauta miðað við tvær sprautur af t.d Astra Zeneca sem er sambærilegt bóluefni og það hafa komið út rannsóknir sem sýna það að tvær sprautur veita betri vörn heldur en ein að þá er þetta í skoðun. Það er alveg hugsanlegt að þeir sem hafa fengið eina sprautu af Janssen verði boðin seinni sprauta.” Hugsanlegt sé að fólk fái annað bóluefni en Janssen. „Þetta yrði þá ekki fyrr en að eftir einhverjum tíma liðnum eftir fyrri sprautuna það er ekki eitthvað sem þarf að gera akkúrat núna það eru einnig rannsóknir í gangi á þessu enn þá og síðan þarf að taka ákvörðun hvað langur tími á að líða á milli og hvaða bóluefni yrði þá notað,” segir hún. Þannig að hugsanlega verður seinni sprautan ekki frá framleiðanda Janssen? „Nei,hugsanlega ekki,” svarar Guðrún. Um níutíu prósent fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 72 prósent eru fullbólusett. Alls hafa 223.719 einstaklingar verið fullbólusettir og 38.332 hafa fengið einn skammt. Næstum allir á aldrinum 70 ára og eldri hafa verið fullbólusettir, nærri 90 prósent 60 til 69 ára og um 80 prósent 40 til 59 ára. Um 60 prósent 16 til 29 ára hafa verið bólusett og 65 prósent 30 til 39 ára. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að rannsóknir bendi til þess að þeir sem hafi fengið bóluefni frá Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Aðeins ein sprauta hefur verið gefin af Janssen á meðan þær eru tvær af öðrum bóluefnum. Þeir sem fá Janssen teljast hins vegar enn sem komið er full bólusettir, en áhyggjur hafa verið um að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir það til skoðunar að endurbólusetja þennan hóp fólks. „Þetta er í skoðun og hefur verið í skoðun,” segir Guðrún. „Janssen bóluefnið er samt sem áður mjög gott til að verjast alvarlegum sýkingum og innlögnum en af því það er ein sprauta miðað við tvær sprautur af t.d Astra Zeneca sem er sambærilegt bóluefni og það hafa komið út rannsóknir sem sýna það að tvær sprautur veita betri vörn heldur en ein að þá er þetta í skoðun. Það er alveg hugsanlegt að þeir sem hafa fengið eina sprautu af Janssen verði boðin seinni sprauta.” Hugsanlegt sé að fólk fái annað bóluefni en Janssen. „Þetta yrði þá ekki fyrr en að eftir einhverjum tíma liðnum eftir fyrri sprautuna það er ekki eitthvað sem þarf að gera akkúrat núna það eru einnig rannsóknir í gangi á þessu enn þá og síðan þarf að taka ákvörðun hvað langur tími á að líða á milli og hvaða bóluefni yrði þá notað,” segir hún. Þannig að hugsanlega verður seinni sprautan ekki frá framleiðanda Janssen? „Nei,hugsanlega ekki,” svarar Guðrún. Um níutíu prósent fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 72 prósent eru fullbólusett. Alls hafa 223.719 einstaklingar verið fullbólusettir og 38.332 hafa fengið einn skammt. Næstum allir á aldrinum 70 ára og eldri hafa verið fullbólusettir, nærri 90 prósent 60 til 69 ára og um 80 prósent 40 til 59 ára. Um 60 prósent 16 til 29 ára hafa verið bólusett og 65 prósent 30 til 39 ára.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira