Líklega endurbólusett með öðru en Janssen Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 13:10 Guðrún Aspelund segir að verið sé að skoða hvort fólk sem var bólusett með Janssen þurfi að fá bóluefni frá öðrum framleiðanda. Vísir/Sigurjón Embætti landlæknis hefur það til skoðunar hvort fólk með bóluefni frá Janssen þurfi á endurbólusetningu að halda. Yfirlæknir á sóttvarnasviði embættisins segir að næsti skammtur verði þá af öðru bóluefni en Janssen. Greint var frá því í vikunni að rannsóknir bendi til þess að þeir sem hafi fengið bóluefni frá Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Aðeins ein sprauta hefur verið gefin af Janssen á meðan þær eru tvær af öðrum bóluefnum. Þeir sem fá Janssen teljast hins vegar enn sem komið er full bólusettir, en áhyggjur hafa verið um að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir það til skoðunar að endurbólusetja þennan hóp fólks. „Þetta er í skoðun og hefur verið í skoðun,” segir Guðrún. „Janssen bóluefnið er samt sem áður mjög gott til að verjast alvarlegum sýkingum og innlögnum en af því það er ein sprauta miðað við tvær sprautur af t.d Astra Zeneca sem er sambærilegt bóluefni og það hafa komið út rannsóknir sem sýna það að tvær sprautur veita betri vörn heldur en ein að þá er þetta í skoðun. Það er alveg hugsanlegt að þeir sem hafa fengið eina sprautu af Janssen verði boðin seinni sprauta.” Hugsanlegt sé að fólk fái annað bóluefni en Janssen. „Þetta yrði þá ekki fyrr en að eftir einhverjum tíma liðnum eftir fyrri sprautuna það er ekki eitthvað sem þarf að gera akkúrat núna það eru einnig rannsóknir í gangi á þessu enn þá og síðan þarf að taka ákvörðun hvað langur tími á að líða á milli og hvaða bóluefni yrði þá notað,” segir hún. Þannig að hugsanlega verður seinni sprautan ekki frá framleiðanda Janssen? „Nei,hugsanlega ekki,” svarar Guðrún. Um níutíu prósent fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 72 prósent eru fullbólusett. Alls hafa 223.719 einstaklingar verið fullbólusettir og 38.332 hafa fengið einn skammt. Næstum allir á aldrinum 70 ára og eldri hafa verið fullbólusettir, nærri 90 prósent 60 til 69 ára og um 80 prósent 40 til 59 ára. Um 60 prósent 16 til 29 ára hafa verið bólusett og 65 prósent 30 til 39 ára. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að rannsóknir bendi til þess að þeir sem hafi fengið bóluefni frá Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Aðeins ein sprauta hefur verið gefin af Janssen á meðan þær eru tvær af öðrum bóluefnum. Þeir sem fá Janssen teljast hins vegar enn sem komið er full bólusettir, en áhyggjur hafa verið um að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, segir það til skoðunar að endurbólusetja þennan hóp fólks. „Þetta er í skoðun og hefur verið í skoðun,” segir Guðrún. „Janssen bóluefnið er samt sem áður mjög gott til að verjast alvarlegum sýkingum og innlögnum en af því það er ein sprauta miðað við tvær sprautur af t.d Astra Zeneca sem er sambærilegt bóluefni og það hafa komið út rannsóknir sem sýna það að tvær sprautur veita betri vörn heldur en ein að þá er þetta í skoðun. Það er alveg hugsanlegt að þeir sem hafa fengið eina sprautu af Janssen verði boðin seinni sprauta.” Hugsanlegt sé að fólk fái annað bóluefni en Janssen. „Þetta yrði þá ekki fyrr en að eftir einhverjum tíma liðnum eftir fyrri sprautuna það er ekki eitthvað sem þarf að gera akkúrat núna það eru einnig rannsóknir í gangi á þessu enn þá og síðan þarf að taka ákvörðun hvað langur tími á að líða á milli og hvaða bóluefni yrði þá notað,” segir hún. Þannig að hugsanlega verður seinni sprautan ekki frá framleiðanda Janssen? „Nei,hugsanlega ekki,” svarar Guðrún. Um níutíu prósent fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 72 prósent eru fullbólusett. Alls hafa 223.719 einstaklingar verið fullbólusettir og 38.332 hafa fengið einn skammt. Næstum allir á aldrinum 70 ára og eldri hafa verið fullbólusettir, nærri 90 prósent 60 til 69 ára og um 80 prósent 40 til 59 ára. Um 60 prósent 16 til 29 ára hafa verið bólusett og 65 prósent 30 til 39 ára.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira