Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 13:33 Norðurmunni Strákaganga, norðan Siglufjarðar. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. Sýn Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar en frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember næstkomandi. Tengingin næði milli Stafár í Fljótum og við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun á næstu vikum mæla fyrir uppfærðri samgönguáætlun og hefur ráðherrann sagst ekki vera bundinn af samgönguáætlun fyrri ríkisstjórnar þar sem gert var ráð fyrir að Fjarðaheiðargöng yrðu næstu jarðgöng sem boruð yrðu á Íslandi. Hann sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni að hann vildi að byrjað verði að bora fyrir næstu jarðgöngum á Íslandi árið 2027. Eyjólfur vildi þó ekki gefa upp hvar það yrði. Í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar er óskað eftir tilboði í for- og verkhönnun Fljótaganga, aðliggjandi vega og gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. „Innifalið í verkefninu er m.a. hönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, eins áningarstaðar, einna undirganga fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur, gerð verklýsingar fyrir útboðsgögn verkframkvæmdar og gerð skýrslu fyrir mat á umhverfisáhrifum. Aðlögun núverandi tenginga og heimreiða að nýjum vegi er hluti af verkinu. Yfirlitsmynd verkefnis í heild á frumdragastigiVegagerðin Jarðgöngin og vegurinn kemur í stað Strákaganga og vegar um Almenninga. Með framkvæmd styttist leiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar um u.þ.b. 14 km og leiðin milli Fljóta og Siglufjarðar um 10 km. Árið 2019 var unnin frumkönnun á jarðgangakostum. Jarðgrunnsrannsóknir við munnasvæði í fóru fram árin 2024 og 2025. Fleiri rannsóknir voru gerðar á árinu 2025. Vegagerðin Í útboðsgögnum kemur fram að verkið felst í for- og verkhönnun á Siglufjarðarvegi (76) milli Stafár í Fljótum og að tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um ræðir um 24 km nýja vegagerð, þar með talið 5,3 km löng jarðgöng á milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals ásamt tveimur brúm. For- og verkhönnun er hægt að skipta niður í eftirfarandi hluta: Nýr vegur um Fljót frá Stafá að Ketilási, um 13 km leið í og við núverandi vegstæði. Ný brú yfir Flókadalsá, u.þ.b. 45 m löng auk vinnu við frumdrög. Tvö ný vegamót við Ketilás. Annars vegar við núverandi Siglufjarðarveg (76) sem liggur norður eftir Miklavatni og hins vegar við Ólafsfjarðarveg (82) sem verður færður austur fyrir Ketilás á um 700 m löngum kafla. Ný brú yfir Brúnastaðaá, u.þ.b. 14 m löng auk vinnu við frumdrög. Nýr 3,0 km langur vegur frá Ketilási að Fljótagöngum. Ný jarðgöng um 5,3 km löng milli Nautadals í Fljótum og Hólsdal í Siglufirði. Í forhönnun skal staðsetning jarðgangamunna ákvarðast. Í Hólsdal koma munnastaðsetningar til greina bæði sunnan við og norðan við Selá. Nýr vegur frá gangamunna í Hólsdal að núverandi Siglufjarðarvegi, um 2,7 km langur. Í Hólsdal er þverun Fjarðarár með brú eða ræsum ásamt tengingum við skipulagt útivistarsvæði Fjallabyggðar. Undirgöng í Hólsdal fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð. Hringtorg við Siglufjörð og tilheyrandi aðlögun að aðliggjandi vegum. Gerð umhverfismatsskýrslu. Gerð kynningar- og þingslýsingaruppdrátta vegna samninga við landeigendur. Gerð útboðsgagna fyrir verkframkvæmd,“ segir í tilkynniingunni. Jarðgöng á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Vegagerð Tengdar fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar en frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember næstkomandi. Tengingin næði milli Stafár í Fljótum og við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun á næstu vikum mæla fyrir uppfærðri samgönguáætlun og hefur ráðherrann sagst ekki vera bundinn af samgönguáætlun fyrri ríkisstjórnar þar sem gert var ráð fyrir að Fjarðaheiðargöng yrðu næstu jarðgöng sem boruð yrðu á Íslandi. Hann sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni að hann vildi að byrjað verði að bora fyrir næstu jarðgöngum á Íslandi árið 2027. Eyjólfur vildi þó ekki gefa upp hvar það yrði. Í tilkynningunni á vef Vegagerðarinnar er óskað eftir tilboði í for- og verkhönnun Fljótaganga, aðliggjandi vega og gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. „Innifalið í verkefninu er m.a. hönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, eins áningarstaðar, einna undirganga fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur, gerð verklýsingar fyrir útboðsgögn verkframkvæmdar og gerð skýrslu fyrir mat á umhverfisáhrifum. Aðlögun núverandi tenginga og heimreiða að nýjum vegi er hluti af verkinu. Yfirlitsmynd verkefnis í heild á frumdragastigiVegagerðin Jarðgöngin og vegurinn kemur í stað Strákaganga og vegar um Almenninga. Með framkvæmd styttist leiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar um u.þ.b. 14 km og leiðin milli Fljóta og Siglufjarðar um 10 km. Árið 2019 var unnin frumkönnun á jarðgangakostum. Jarðgrunnsrannsóknir við munnasvæði í fóru fram árin 2024 og 2025. Fleiri rannsóknir voru gerðar á árinu 2025. Vegagerðin Í útboðsgögnum kemur fram að verkið felst í for- og verkhönnun á Siglufjarðarvegi (76) milli Stafár í Fljótum og að tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um ræðir um 24 km nýja vegagerð, þar með talið 5,3 km löng jarðgöng á milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals ásamt tveimur brúm. For- og verkhönnun er hægt að skipta niður í eftirfarandi hluta: Nýr vegur um Fljót frá Stafá að Ketilási, um 13 km leið í og við núverandi vegstæði. Ný brú yfir Flókadalsá, u.þ.b. 45 m löng auk vinnu við frumdrög. Tvö ný vegamót við Ketilás. Annars vegar við núverandi Siglufjarðarveg (76) sem liggur norður eftir Miklavatni og hins vegar við Ólafsfjarðarveg (82) sem verður færður austur fyrir Ketilás á um 700 m löngum kafla. Ný brú yfir Brúnastaðaá, u.þ.b. 14 m löng auk vinnu við frumdrög. Nýr 3,0 km langur vegur frá Ketilási að Fljótagöngum. Ný jarðgöng um 5,3 km löng milli Nautadals í Fljótum og Hólsdal í Siglufirði. Í forhönnun skal staðsetning jarðgangamunna ákvarðast. Í Hólsdal koma munnastaðsetningar til greina bæði sunnan við og norðan við Selá. Nýr vegur frá gangamunna í Hólsdal að núverandi Siglufjarðarvegi, um 2,7 km langur. Í Hólsdal er þverun Fjarðarár með brú eða ræsum ásamt tengingum við skipulagt útivistarsvæði Fjallabyggðar. Undirgöng í Hólsdal fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð. Hringtorg við Siglufjörð og tilheyrandi aðlögun að aðliggjandi vegum. Gerð umhverfismatsskýrslu. Gerð kynningar- og þingslýsingaruppdrátta vegna samninga við landeigendur. Gerð útboðsgagna fyrir verkframkvæmd,“ segir í tilkynniingunni.
Jarðgöng á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Vegagerð Tengdar fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28. ágúst 2025 13:26
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent