Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 20:06 Gróðureldar loga víða í Bresku-Kólumbíu. AP/Marshall Potts Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. Ráðamenn segja að illa gangi að finna fólkið og ganga úr skugga um að það sé heilt á húfi. Vegna bilunar í símsendum og rafmagnsleysis eru samskipti á svæðinu erfið og ráðamenn hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um íbúa sem ekki hefur tekist að ná í. Í samtali við CBC News segir þingmaður af svæðinu að minnst 90 prósent Lytton hafi brunnið. Það sé erfitt að finna íbúa sem flúðu bæinn en það sé í hæsta forgangi. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBC frá því í dag. Lytton er í Bresku-Kólumbíu en gífurleg hitabylgja hefur verið leikið íbúa vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna grátt undanfarna daga. Talið er að hundruð hafi dáið vegna hitabylgjunnar en þegar mest var mældist hittin tæpar 50 gráður í Lytton. Aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Kanada. CBC hefur eftir Jan Polderman, bæjarstjóra Lytton, að hann hafi skrifað undir rýmingarskipun klukkan sex að staðartíma í gær. Eldurinn hafi þó umlukt þorpið áður en hægt hafi verið að skipuleggja rýminguna. „Bærinn brann til grunna,“ sagði Polderman. „Ég tók eftir hvítum reyk suður af bænum og fimmtán til tuttugu mínútum síðar stóð bærinn í ljósum logum.“ Hér má sjá myndefni sem sýnir aðstæður þegar íbúar þurftu að flýja í gær. Hér er svo tíst frá blaðamanni CBC sem sýnir aðalgötu Lytton og hve mikið tjónið er. Lytton's Main Street, before and after yesterday's devastating fire. (Photo from a Chilliwack Fire Department member) pic.twitter.com/OaoRvg1ch3— Justin McElroy (@j_mcelroy) July 1, 2021 Kanada Loftslagsmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Ráðamenn segja að illa gangi að finna fólkið og ganga úr skugga um að það sé heilt á húfi. Vegna bilunar í símsendum og rafmagnsleysis eru samskipti á svæðinu erfið og ráðamenn hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um íbúa sem ekki hefur tekist að ná í. Í samtali við CBC News segir þingmaður af svæðinu að minnst 90 prósent Lytton hafi brunnið. Það sé erfitt að finna íbúa sem flúðu bæinn en það sé í hæsta forgangi. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBC frá því í dag. Lytton er í Bresku-Kólumbíu en gífurleg hitabylgja hefur verið leikið íbúa vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna grátt undanfarna daga. Talið er að hundruð hafi dáið vegna hitabylgjunnar en þegar mest var mældist hittin tæpar 50 gráður í Lytton. Aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Kanada. CBC hefur eftir Jan Polderman, bæjarstjóra Lytton, að hann hafi skrifað undir rýmingarskipun klukkan sex að staðartíma í gær. Eldurinn hafi þó umlukt þorpið áður en hægt hafi verið að skipuleggja rýminguna. „Bærinn brann til grunna,“ sagði Polderman. „Ég tók eftir hvítum reyk suður af bænum og fimmtán til tuttugu mínútum síðar stóð bærinn í ljósum logum.“ Hér má sjá myndefni sem sýnir aðstæður þegar íbúar þurftu að flýja í gær. Hér er svo tíst frá blaðamanni CBC sem sýnir aðalgötu Lytton og hve mikið tjónið er. Lytton's Main Street, before and after yesterday's devastating fire. (Photo from a Chilliwack Fire Department member) pic.twitter.com/OaoRvg1ch3— Justin McElroy (@j_mcelroy) July 1, 2021
Kanada Loftslagsmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira