Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 20:06 Gróðureldar loga víða í Bresku-Kólumbíu. AP/Marshall Potts Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. Ráðamenn segja að illa gangi að finna fólkið og ganga úr skugga um að það sé heilt á húfi. Vegna bilunar í símsendum og rafmagnsleysis eru samskipti á svæðinu erfið og ráðamenn hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um íbúa sem ekki hefur tekist að ná í. Í samtali við CBC News segir þingmaður af svæðinu að minnst 90 prósent Lytton hafi brunnið. Það sé erfitt að finna íbúa sem flúðu bæinn en það sé í hæsta forgangi. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBC frá því í dag. Lytton er í Bresku-Kólumbíu en gífurleg hitabylgja hefur verið leikið íbúa vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna grátt undanfarna daga. Talið er að hundruð hafi dáið vegna hitabylgjunnar en þegar mest var mældist hittin tæpar 50 gráður í Lytton. Aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Kanada. CBC hefur eftir Jan Polderman, bæjarstjóra Lytton, að hann hafi skrifað undir rýmingarskipun klukkan sex að staðartíma í gær. Eldurinn hafi þó umlukt þorpið áður en hægt hafi verið að skipuleggja rýminguna. „Bærinn brann til grunna,“ sagði Polderman. „Ég tók eftir hvítum reyk suður af bænum og fimmtán til tuttugu mínútum síðar stóð bærinn í ljósum logum.“ Hér má sjá myndefni sem sýnir aðstæður þegar íbúar þurftu að flýja í gær. Hér er svo tíst frá blaðamanni CBC sem sýnir aðalgötu Lytton og hve mikið tjónið er. Lytton's Main Street, before and after yesterday's devastating fire. (Photo from a Chilliwack Fire Department member) pic.twitter.com/OaoRvg1ch3— Justin McElroy (@j_mcelroy) July 1, 2021 Kanada Loftslagsmál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Ráðamenn segja að illa gangi að finna fólkið og ganga úr skugga um að það sé heilt á húfi. Vegna bilunar í símsendum og rafmagnsleysis eru samskipti á svæðinu erfið og ráðamenn hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um íbúa sem ekki hefur tekist að ná í. Í samtali við CBC News segir þingmaður af svæðinu að minnst 90 prósent Lytton hafi brunnið. Það sé erfitt að finna íbúa sem flúðu bæinn en það sé í hæsta forgangi. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBC frá því í dag. Lytton er í Bresku-Kólumbíu en gífurleg hitabylgja hefur verið leikið íbúa vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna grátt undanfarna daga. Talið er að hundruð hafi dáið vegna hitabylgjunnar en þegar mest var mældist hittin tæpar 50 gráður í Lytton. Aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Kanada. CBC hefur eftir Jan Polderman, bæjarstjóra Lytton, að hann hafi skrifað undir rýmingarskipun klukkan sex að staðartíma í gær. Eldurinn hafi þó umlukt þorpið áður en hægt hafi verið að skipuleggja rýminguna. „Bærinn brann til grunna,“ sagði Polderman. „Ég tók eftir hvítum reyk suður af bænum og fimmtán til tuttugu mínútum síðar stóð bærinn í ljósum logum.“ Hér má sjá myndefni sem sýnir aðstæður þegar íbúar þurftu að flýja í gær. Hér er svo tíst frá blaðamanni CBC sem sýnir aðalgötu Lytton og hve mikið tjónið er. Lytton's Main Street, before and after yesterday's devastating fire. (Photo from a Chilliwack Fire Department member) pic.twitter.com/OaoRvg1ch3— Justin McElroy (@j_mcelroy) July 1, 2021
Kanada Loftslagsmál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira