Mikil ánægja með búsetu í sveitum landsins Erla Hjördís Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2021 13:31 Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar