Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2021 22:57 Frá Reykjanesbraut við Voga. Þar er talið að hraun gæti runnið til sjávar. Arnar Halldórsson Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31