Steingrímur J. hefur lengi átt milljónir í Marel Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 10:47 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur fjallað um, úr pontu Alþingis, mikilvægi þess að hagsmunaskráning þingmanna liggi fyrir. Hins vegar varð gáleysi þess valdandi að hann gleymdi að færa hlutabréfaeign sína í Marel til bókar þar til nýlega. vísir/vilhelm Forseti Alþingis segir að það sé vegna athugunarleysis að hann hafi ekki tíundað þetta í hagsmunaskráningu fyrr en nýlega. Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“
Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel?
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira