EFLA mælir ekki með niðurrifi Fossvogsskóla Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 10:51 Fossvogsskóli Egill/Vísir Skýrsla um ástand Fossvogsskóla kom nýverið út. Rakaástand og innivist var efni rannsóknarinnar og niðurstaðan var ekki góð. Þó telur verkfræðistofan EFLA að unnt sé að nýta útveggi skólans. Reykjavíkurborg óskaði eftir úttekt EFLU á Fossvogsskóla og tillögum til úrbóta. Úttektin fólst í því að finna rakavandamál og greina orsök þeirra. Tillögur að úrbótum miða að því að tryggja góða innivist og uppfylla nútímakröfur um farsælt skólastarf í húsnæði skólans. Í skýrslu EFLU kemur fram að húsnæði Fossvogsskóla beri þess merki að hafa fengið takmarkað viðhald síðustu ár. Takmarkað viðhald felur í sér að rakavandamál geta safnast upp. Lagnastokkur án rakavarnarlags. Heildarendurbætur eru nauðsynlegar Niðurstöður EFLU eru að ráðast þarf í ítarlegar endurbætur á húsnæði skólans til þess að uppræta raka og mygluvandamál. Ekki er lagt til að farið verði í hluta af verkinu eða skipta því upp í áfanga. Fara þarf í heildarendurbætur strax eða skipta þeim upp eftir álmum og stefna frekar að því að kennsla hefjist aftur í skólahúsnæðinu þegar þeim er lokið. Við rakamælingar, sjónræna skoðun og sýnatöku kom í ljós að rakavandamál eru og hafa verið víða til staðar. Rakaummerki, rakaskemmdir og hækkaður raki er til staðar í byggingum Fossvogsskóla. Niðurstöður sýnatöku staðfestu að örveruvöxtur er til staðar í byggingarefnum innandyra auk þess sem aukið magn gróa eða svepphluta af vissum tegundum finnast í uppsöfnuðu ryki. Eldri viðgerðir hafa ekki reynst fullnægjandi í öllum tilfellum og finna má rakaskemmt byggingarefni eða raka á einhverjum viðgerðum svæðum. Útveggir eru að mestu lausir við myglu Niðurstöður byggingarefnissýna úr steyptum útveggjum á bak við einangrun gefa til kynna að mygluvöxtur hefur ekki náð sér á strik í holrýmum steypunnar. Opnað var upp á nokkrum stöðum þar sem má búast við að rakaálag hafi verið til staðar. Steypa útveggja er því ekki með myglusveppavexti nema þá helst á yfirborði þar sem hefur verið rakaálag og því hægt að nýta burðarvirki bygginganna, með því að hreinsa innan úr því. Þá leggur EFLA áherslu á að steypan verði slípuð og yfirborð hennar hreinsað. Raki mælist hækkaður við útveggi.EFLA Kostnaðarmat ásamt nýlegum reynslutölum áþekkra verkefna styður jafnframt þá afstöðu og gefur til kynna að umtalsvert hagkvæmara er að endurnýta útveggi mannvirkjanna sé þess kostur. Því er ekki hægt að mæla með niðurrifi mannvirkjanna Ekki öruggt að enginn finni fyrir einkennum þrátt fyrir endurbætur EFLA segir í skýrslunni að miðað við reynslu og fyrri rannsóknir megi búast við því að örfáir einstaklingar muni áfram finna til einkenna sem tengjast viðveru í mygluðu húsnæði þrátt fyrir úrbætur á húsnæði skólans. Reynsla EFLU er þó sú að verði gengið langt í úrbótum þannig að eldri byggingarefni verði alveg fjarlægt auk þess sem hugað verði að efnisvali og innivist við enduruppbyggingu þá aukist líkurnar til muna á að allir geti snúið til baka án einkenna. Fyrirhyggja er þá mikilvæg þannig að húsnæði verði vaktað með tilliti til raka og leka og brugðist fljótt við ef einhvers staðar lekur eða tjón kemur fram. Við rekstur, hreinlæti og þrif þarf einnig að huga að efnisnotkun og hreinsun þannig að loftgæði verði tryggð. Síðast en ekki síst þarf rekstur loftræsikerfa að vera í góðri umsjón þar sem er skipt reglulega um síur, fylgst með þrýstingsmun og loftskipti tryggð miðað við notkun. Rakaummerki í innanstokki loftræsingar.EFLA Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Reykjavíkurborg óskaði eftir úttekt EFLU á Fossvogsskóla og tillögum til úrbóta. Úttektin fólst í því að finna rakavandamál og greina orsök þeirra. Tillögur að úrbótum miða að því að tryggja góða innivist og uppfylla nútímakröfur um farsælt skólastarf í húsnæði skólans. Í skýrslu EFLU kemur fram að húsnæði Fossvogsskóla beri þess merki að hafa fengið takmarkað viðhald síðustu ár. Takmarkað viðhald felur í sér að rakavandamál geta safnast upp. Lagnastokkur án rakavarnarlags. Heildarendurbætur eru nauðsynlegar Niðurstöður EFLU eru að ráðast þarf í ítarlegar endurbætur á húsnæði skólans til þess að uppræta raka og mygluvandamál. Ekki er lagt til að farið verði í hluta af verkinu eða skipta því upp í áfanga. Fara þarf í heildarendurbætur strax eða skipta þeim upp eftir álmum og stefna frekar að því að kennsla hefjist aftur í skólahúsnæðinu þegar þeim er lokið. Við rakamælingar, sjónræna skoðun og sýnatöku kom í ljós að rakavandamál eru og hafa verið víða til staðar. Rakaummerki, rakaskemmdir og hækkaður raki er til staðar í byggingum Fossvogsskóla. Niðurstöður sýnatöku staðfestu að örveruvöxtur er til staðar í byggingarefnum innandyra auk þess sem aukið magn gróa eða svepphluta af vissum tegundum finnast í uppsöfnuðu ryki. Eldri viðgerðir hafa ekki reynst fullnægjandi í öllum tilfellum og finna má rakaskemmt byggingarefni eða raka á einhverjum viðgerðum svæðum. Útveggir eru að mestu lausir við myglu Niðurstöður byggingarefnissýna úr steyptum útveggjum á bak við einangrun gefa til kynna að mygluvöxtur hefur ekki náð sér á strik í holrýmum steypunnar. Opnað var upp á nokkrum stöðum þar sem má búast við að rakaálag hafi verið til staðar. Steypa útveggja er því ekki með myglusveppavexti nema þá helst á yfirborði þar sem hefur verið rakaálag og því hægt að nýta burðarvirki bygginganna, með því að hreinsa innan úr því. Þá leggur EFLA áherslu á að steypan verði slípuð og yfirborð hennar hreinsað. Raki mælist hækkaður við útveggi.EFLA Kostnaðarmat ásamt nýlegum reynslutölum áþekkra verkefna styður jafnframt þá afstöðu og gefur til kynna að umtalsvert hagkvæmara er að endurnýta útveggi mannvirkjanna sé þess kostur. Því er ekki hægt að mæla með niðurrifi mannvirkjanna Ekki öruggt að enginn finni fyrir einkennum þrátt fyrir endurbætur EFLA segir í skýrslunni að miðað við reynslu og fyrri rannsóknir megi búast við því að örfáir einstaklingar muni áfram finna til einkenna sem tengjast viðveru í mygluðu húsnæði þrátt fyrir úrbætur á húsnæði skólans. Reynsla EFLU er þó sú að verði gengið langt í úrbótum þannig að eldri byggingarefni verði alveg fjarlægt auk þess sem hugað verði að efnisvali og innivist við enduruppbyggingu þá aukist líkurnar til muna á að allir geti snúið til baka án einkenna. Fyrirhyggja er þá mikilvæg þannig að húsnæði verði vaktað með tilliti til raka og leka og brugðist fljótt við ef einhvers staðar lekur eða tjón kemur fram. Við rekstur, hreinlæti og þrif þarf einnig að huga að efnisnotkun og hreinsun þannig að loftgæði verði tryggð. Síðast en ekki síst þarf rekstur loftræsikerfa að vera í góðri umsjón þar sem er skipt reglulega um síur, fylgst með þrýstingsmun og loftskipti tryggð miðað við notkun. Rakaummerki í innanstokki loftræsingar.EFLA
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira