Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 19:06 Hermenn stjórnarhers Eþíópíu á ferð nærri Mekelle. AP/Ben Curtis Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu. Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu.
Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent