Bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2021 20:01 Töluvert tjón varð í Háteigskirkju vegna vatnsleka í kjallara kirkjunnar í dag. Kirkjuvörður bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum. Slökkvilið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. Lekinn uppgötvaðist í morgun en líklegt þykir að byrjað hafi að leka í gærkvöldi eða nótt. „Þetta kom í ljós þegar ég geng inn í kirkjuna. Þá finn ég þessa skrítnu lykt og eftir því sem ég labba framar í kirkjuna þá fer ég að heyra bylinn í vatninu,“ sagði Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Slökkvilið hafði nýlokið við að dæla vatni upp úr kjallaranum þegar fréttastofu bar að garði skömmu eftir hádegi, en unnið var að þurrkun í dag. Ekki er vitað hvað olli lekanum. „En þetta hefur verið einhvers konar sprenging í vatnskerfinu.“ Ekki er vitað hve mikið tjón varð en að sögn Rannveigar er það töluvert. Ýmislegt er geymt í kjallara kirkjunnar meðal annars nótnablöð, jólaskraut og skjöl sem skemmdust. Þessi nótnablöð eru blaut í gegn.SIGURJÓN ÓLASON „Loftið hérna er þakið dropum eftir lekann og mikill raki hérna inni. Þessar nótur og skjöl eru meðal þess sem skemmdist í lekanum.“ Lekinn varð einungis í kjallara kirkjunnar en líkt og sést í myndbandinu voru gluggar í alrými kirkjunnar sveittir auk þess sem vatnstaumar láku niður veggina. Við sjáum að hérna inni er raki í gluggum og lofti. Haldiði að eitthvað hér hafi orðið fyrir skemmdum eins og þetta fallega orgel? „Ég vona svo sannarlega ekki við erum líka með flygil í kirkjunni og svo í öllu þessu viðarverki, bekkjunum, altari og svo framvegis, ég vona bara ekki,“ sagði Rannveig. Hér sjást vatnstaumar leka niður veggina í kirkjuskipinu.SIGURJÓN ÓLASON Þjóðkirkjan Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Slökkvilið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. Lekinn uppgötvaðist í morgun en líklegt þykir að byrjað hafi að leka í gærkvöldi eða nótt. „Þetta kom í ljós þegar ég geng inn í kirkjuna. Þá finn ég þessa skrítnu lykt og eftir því sem ég labba framar í kirkjuna þá fer ég að heyra bylinn í vatninu,“ sagði Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Slökkvilið hafði nýlokið við að dæla vatni upp úr kjallaranum þegar fréttastofu bar að garði skömmu eftir hádegi, en unnið var að þurrkun í dag. Ekki er vitað hvað olli lekanum. „En þetta hefur verið einhvers konar sprenging í vatnskerfinu.“ Ekki er vitað hve mikið tjón varð en að sögn Rannveigar er það töluvert. Ýmislegt er geymt í kjallara kirkjunnar meðal annars nótnablöð, jólaskraut og skjöl sem skemmdust. Þessi nótnablöð eru blaut í gegn.SIGURJÓN ÓLASON „Loftið hérna er þakið dropum eftir lekann og mikill raki hérna inni. Þessar nótur og skjöl eru meðal þess sem skemmdist í lekanum.“ Lekinn varð einungis í kjallara kirkjunnar en líkt og sést í myndbandinu voru gluggar í alrými kirkjunnar sveittir auk þess sem vatnstaumar láku niður veggina. Við sjáum að hérna inni er raki í gluggum og lofti. Haldiði að eitthvað hér hafi orðið fyrir skemmdum eins og þetta fallega orgel? „Ég vona svo sannarlega ekki við erum líka með flygil í kirkjunni og svo í öllu þessu viðarverki, bekkjunum, altari og svo framvegis, ég vona bara ekki,“ sagði Rannveig. Hér sjást vatnstaumar leka niður veggina í kirkjuskipinu.SIGURJÓN ÓLASON
Þjóðkirkjan Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43