„Ein stór bomba“ á tjaldsvæðum landsins um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. júní 2021 15:38 Fjölmargir Íslendingar skelltu sér í útilegu um helgina. Myndin er frá tjaldsvæðinu á Ísafirði og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks heimsótti tjaldsvæði landsins um helgina. Veðurblíða lék við landann víðs vegar um land í gær. Margir flykktust að Kirkjubæjarklaustri um helgina. Benedikt Lárusson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins þar, telur að gestir á svæðinu hafi verið á bilinu átta hundruð til þúsund yfir helgina. Hann segir helgina hafa farið vel fram. Veður var hlýtt og gott og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. „Allt var til fyrirmyndar. Það er gott fólk sem hefur komið og enginn illa upp lagður,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hringdu fjölmargir og ætluðu að bóka fyrirfram, en svæðið býður ekki upp á það eins og komið er. Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið fullt, voru einhverjir sem mættu og lituðust um en fannst of troðið. Leggja unga fólkinu reglurnar Eitthvað var um unglingahópa á svæðinu en ekkert aldurstakmark er inn á svæðið. „Það hefur svona sloppið en unga fólkið fær ákveðna lexíu þegar það kemur, að hér sé þögn eftir klukkan ellefu. Ef þau geta ekki farið eftir því, þá þurfa þau að fara eitthvað annað,“ segir Benedikt. Hann segir unga fólkið hafa hegðað sér vel um helgina. „Það var ein kvörtun yfir músík en ekkert meira sko. Ég tel að það hafi verið alveg viðunandi.“ Ennþá er fjöldi fólks á svæðinu. „Það spáir svo vel að allir sem geta verða áfram myndi ég halda. Það er alveg rosa heitt og logn hérna núna,“ segir Benedikt ánægður með helgina. Fjölmargir áttu leið um Kirkjubæjarklaustur um helgina og gekk helgin vel fyrir sig á tjaldsvæðinu.Róbert Daníel Jónsson Þá var einnig margt um manninn á Laugalandi í nágrenni Hellu. Engilbert Olgeirsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir gesti hafa verið upp undir fjögur hundruð um helgina. Hann segir fjölda fólks hafa mætt á fimmtudag, en að allt hafi verið orðið fullt í rafmagn á föstudag. „Það er búið að vera fullt af fólki. Við vorum farin að vísa fólki frá í gær.“ Fjölskyldusvæði, ekki djammstaður Engilbert segist ekki taka við unglingahópum inn á svæðið. „Við leggjum mikið upp úr því að það séu engin læti. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði, ekki djammstaður.“ Hann á von á því að júlí verði stór mánuður. „Ef fólk vill koma í meiri rólegheit, þá ætti það að koma í miðri viku.“ Veðrið var sérstaklega gott á Austurlandi og því voru margir sem lögðu leið sína á Egilsstaði. „Helgin er búin að vera dálítið full og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Hekla Arinbjarnardóttir, starfsmaður á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Undanfarnar helgar hafa verið rólegar en Hekla segir helgina hafa verið „eina stóra bombu“ og þar hafi veðrið verið aðal ástæðan. Uppselt var á þann hluta svæðisins sem býður upp á aðgengi að rafmagni. Það spáir góðu veðri á Austurlandi á næstunni og Hekla mælir með því að þeir sem hyggjast heimsækja tjaldsvæðið í sumar bóki fyrirfram, en tjaldsvæðið er þessa dagana að innleiða bókunarkerfi Parka. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00 Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46 Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Margir flykktust að Kirkjubæjarklaustri um helgina. Benedikt Lárusson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins þar, telur að gestir á svæðinu hafi verið á bilinu átta hundruð til þúsund yfir helgina. Hann segir helgina hafa farið vel fram. Veður var hlýtt og gott og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. „Allt var til fyrirmyndar. Það er gott fólk sem hefur komið og enginn illa upp lagður,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hringdu fjölmargir og ætluðu að bóka fyrirfram, en svæðið býður ekki upp á það eins og komið er. Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið fullt, voru einhverjir sem mættu og lituðust um en fannst of troðið. Leggja unga fólkinu reglurnar Eitthvað var um unglingahópa á svæðinu en ekkert aldurstakmark er inn á svæðið. „Það hefur svona sloppið en unga fólkið fær ákveðna lexíu þegar það kemur, að hér sé þögn eftir klukkan ellefu. Ef þau geta ekki farið eftir því, þá þurfa þau að fara eitthvað annað,“ segir Benedikt. Hann segir unga fólkið hafa hegðað sér vel um helgina. „Það var ein kvörtun yfir músík en ekkert meira sko. Ég tel að það hafi verið alveg viðunandi.“ Ennþá er fjöldi fólks á svæðinu. „Það spáir svo vel að allir sem geta verða áfram myndi ég halda. Það er alveg rosa heitt og logn hérna núna,“ segir Benedikt ánægður með helgina. Fjölmargir áttu leið um Kirkjubæjarklaustur um helgina og gekk helgin vel fyrir sig á tjaldsvæðinu.Róbert Daníel Jónsson Þá var einnig margt um manninn á Laugalandi í nágrenni Hellu. Engilbert Olgeirsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir gesti hafa verið upp undir fjögur hundruð um helgina. Hann segir fjölda fólks hafa mætt á fimmtudag, en að allt hafi verið orðið fullt í rafmagn á föstudag. „Það er búið að vera fullt af fólki. Við vorum farin að vísa fólki frá í gær.“ Fjölskyldusvæði, ekki djammstaður Engilbert segist ekki taka við unglingahópum inn á svæðið. „Við leggjum mikið upp úr því að það séu engin læti. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði, ekki djammstaður.“ Hann á von á því að júlí verði stór mánuður. „Ef fólk vill koma í meiri rólegheit, þá ætti það að koma í miðri viku.“ Veðrið var sérstaklega gott á Austurlandi og því voru margir sem lögðu leið sína á Egilsstaði. „Helgin er búin að vera dálítið full og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Hekla Arinbjarnardóttir, starfsmaður á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Undanfarnar helgar hafa verið rólegar en Hekla segir helgina hafa verið „eina stóra bombu“ og þar hafi veðrið verið aðal ástæðan. Uppselt var á þann hluta svæðisins sem býður upp á aðgengi að rafmagni. Það spáir góðu veðri á Austurlandi á næstunni og Hekla mælir með því að þeir sem hyggjast heimsækja tjaldsvæðið í sumar bóki fyrirfram, en tjaldsvæðið er þessa dagana að innleiða bókunarkerfi Parka.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00 Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46 Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00
Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46
Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10