„Til þeirra sem eitra fyrir köttum: Við erum að fylgjast með“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 15:53 Fiskur sem fannst á víðavangi í Heiðargerði. Facebook/Steinar Enn fleiri tilvik hafa komið upp þar sem eitrað er fyrir köttum í Heiðargerði. Íbúar í götunni og dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hafa tekið málið í eigin hendur. Í samtali við Vísi fullyrðir sjálboðaliði hjá Dýrfinnu að upp hafi komið fimm tilvik um staðfesta eitrun fyrir köttum á síðustu þremur vikum. Algengast er að frostlögur sé notaður þegar eitrað er fyrir köttum. Þá hefur íbúa Heiðargerðis grunað að eitrað hafi verið fyrir köttum öðru hvoru undanfarin þrjú ár hið minnsta. Dýrfinna hefur í samráði við íbúa götunnar skipulagt eins konar nágrannavörslu til að sporna við eitranahrinunni. Sjálfboðaliðar ganga um hverfið í tvennum tilgangi, annars vegar til að leita að grunsamlegum mat sem gæti verið eitraður og hins vegar til að hræða mögulegan geranda. Sjálboðaliði Dýrfinnu segir erfitt að bera kennsl á einkenni frostlagareitrunnar í köttum. Hún veldur því að kettir verða slappir og missa að lokum getu til að ganga. Þegar einkennin eru orðin greinanleg er oftast ekkert hægt að gera til að bjarga köttunum. Ef þeir eru ekki svæfðir deyja þeir fljótt úr nýrnabilun. Íbúi í Heiðargerði kom á dögunum auga á mikinn fjölda fiskflaka sem dreift hafði verið á grasbala. Meindýraeiðir sem er Dýrfinnu innan handar telur að frostlögur hafi verið í flökunum. Frostlögur er sætur á bragðið en kettir finna ekki sætt bragð og borða fiskinn því með bestu lyst. „Við brennum fyrir dýravernd“ Dýrfinna eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að dýravernd. Helsta verkefni þeirra er að finna týnd gæludýr, líkt og nafnið gefur til kynna. Týni fólk gæludýrum er það hvatt til að hafa samband við Dýrfinnu en sjálfboðaliðar samtakanna segjast tilbúnir til að aðstoða við leit að dýrum nótt sem nýtan dag. Nánar má lesa um samtökin á vefsíðu þeirra. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Í samtali við Vísi fullyrðir sjálboðaliði hjá Dýrfinnu að upp hafi komið fimm tilvik um staðfesta eitrun fyrir köttum á síðustu þremur vikum. Algengast er að frostlögur sé notaður þegar eitrað er fyrir köttum. Þá hefur íbúa Heiðargerðis grunað að eitrað hafi verið fyrir köttum öðru hvoru undanfarin þrjú ár hið minnsta. Dýrfinna hefur í samráði við íbúa götunnar skipulagt eins konar nágrannavörslu til að sporna við eitranahrinunni. Sjálfboðaliðar ganga um hverfið í tvennum tilgangi, annars vegar til að leita að grunsamlegum mat sem gæti verið eitraður og hins vegar til að hræða mögulegan geranda. Sjálboðaliði Dýrfinnu segir erfitt að bera kennsl á einkenni frostlagareitrunnar í köttum. Hún veldur því að kettir verða slappir og missa að lokum getu til að ganga. Þegar einkennin eru orðin greinanleg er oftast ekkert hægt að gera til að bjarga köttunum. Ef þeir eru ekki svæfðir deyja þeir fljótt úr nýrnabilun. Íbúi í Heiðargerði kom á dögunum auga á mikinn fjölda fiskflaka sem dreift hafði verið á grasbala. Meindýraeiðir sem er Dýrfinnu innan handar telur að frostlögur hafi verið í flökunum. Frostlögur er sætur á bragðið en kettir finna ekki sætt bragð og borða fiskinn því með bestu lyst. „Við brennum fyrir dýravernd“ Dýrfinna eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að dýravernd. Helsta verkefni þeirra er að finna týnd gæludýr, líkt og nafnið gefur til kynna. Týni fólk gæludýrum er það hvatt til að hafa samband við Dýrfinnu en sjálfboðaliðar samtakanna segjast tilbúnir til að aðstoða við leit að dýrum nótt sem nýtan dag. Nánar má lesa um samtökin á vefsíðu þeirra.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45