Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2021 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að gætt verði ítrustu varúðar þegar staðan verður metin í lok mánaðar. vilhelm gunnarsson Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. Óbólusettir ferðamenn sem ferðast hingað til lands þurfa að sýna fram á neikvætt PCR próf, fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Í samtali við mbl.is í morgun sagðist Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Meta stöðuna um mánaðamótin „Við höfum verið að meta það og höfum frestað því vegna þess að við höfum ekki talið það verjandi að gera það hingað til. Næsta ákvörðun sem við tökum í þessum málum er um mánaðamótin og út frá þróuninni sem við erum að sjá þá er auðvitað lang mesta fjölgunin hjá þeim sem eru að koma hingað sem eru full bólusettir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Þannig að sóttkvíin er eingöngu fyrir þau sem eru ekki full bólusett. Við munum meta stöðuna síðar í þessum mánuði af því að næsta ákvörðun, hana þarf að taka um mánaðamótin og þá munum við hér eftir sem hingað til bara gera það út frá ítrustu varkárni.“ Áhyggjur af nýjum afbrigðum Katrín segir stöðuna góða hér á landi enda Ísland meðal fimm fremstu ríkja heims í bólusetningarmálum. Hún hefur þó áhyggjur af nýjum afbrigðum sem nú greinast erlendis og nefnir Indverska afbrigðið sem dæmi. Katrín hvetur fólk til að mæta í bólusetningu svo hjarðónæmi náist en mæting hefur verið dræmari hjá ungu fólki. „Það eru vísbendingar um að unga fólkið sé tregara til að mæta þegar það er boðað í bólusetningu þannig ég auðvitað hvet áfram alla til að mæta í bólusetningu því það verður ekki hægt að slaka á fyrr en við erum komin þangað að það sé hægt að tala um hjarðónæmi,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Óbólusettir ferðamenn sem ferðast hingað til lands þurfa að sýna fram á neikvætt PCR próf, fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Í samtali við mbl.is í morgun sagðist Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Meta stöðuna um mánaðamótin „Við höfum verið að meta það og höfum frestað því vegna þess að við höfum ekki talið það verjandi að gera það hingað til. Næsta ákvörðun sem við tökum í þessum málum er um mánaðamótin og út frá þróuninni sem við erum að sjá þá er auðvitað lang mesta fjölgunin hjá þeim sem eru að koma hingað sem eru full bólusettir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Þannig að sóttkvíin er eingöngu fyrir þau sem eru ekki full bólusett. Við munum meta stöðuna síðar í þessum mánuði af því að næsta ákvörðun, hana þarf að taka um mánaðamótin og þá munum við hér eftir sem hingað til bara gera það út frá ítrustu varkárni.“ Áhyggjur af nýjum afbrigðum Katrín segir stöðuna góða hér á landi enda Ísland meðal fimm fremstu ríkja heims í bólusetningarmálum. Hún hefur þó áhyggjur af nýjum afbrigðum sem nú greinast erlendis og nefnir Indverska afbrigðið sem dæmi. Katrín hvetur fólk til að mæta í bólusetningu svo hjarðónæmi náist en mæting hefur verið dræmari hjá ungu fólki. „Það eru vísbendingar um að unga fólkið sé tregara til að mæta þegar það er boðað í bólusetningu þannig ég auðvitað hvet áfram alla til að mæta í bólusetningu því það verður ekki hægt að slaka á fyrr en við erum komin þangað að það sé hægt að tala um hjarðónæmi,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði