Fasteignamarkaður fjármagnseigenda Eiður Stefánsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar