Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 11:47 Fjölskyldan hér í fjallgöngu. Brynjar, Aníta (t.v.) og Brynja. Aðsend Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir hinnar fjögurra ára gömlu Anítu, vakti fyrst máls á atvikinu með Facebook-færslu sem hann birti í gær. Hann segir í samtali við fréttastofu að viðbrögðin við færslu hans bendi til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í umræddri barnagæslu. Barnalandinu hefur nú verið tímabundið lokað í kjölfar atviksins, til þess að betrumbæta verkferla og tryggja að slíkt geti ekki gerst aftur, að því er fram kom í tilkynningu frá Smárabíói, sem rekur Barnalandið. Brynjar hefur þó efasemdir um viðbrögðin. „Það hringdi kona frá þeim í mig seint í gærkvöldi, voðalega sorrí yfir þessu, og sagði að þau ætluðu að loka. Maður bara trúir því þegar maður sér það. Það hafa komið upp svo mörg mál þarna og aldrei neitt verið gert. Við ætlum alla leið með þetta,“ segir Brynjar. Með því að fara alla leið á hann við að málið verði kært til lögreglu, en hann á tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag vegna málsins. „Það virðist ekkert gert nema það sé farið í hart.“ Fór á milli hæða Í Facebook-færslunni umræddu lýsir Brynjar því að hann og eiginkona hans, Brynja H. Pétursdóttir, hafi verið í Smáralind ásamt dóttur sinni, Anítu. Sú síðastnefnda hafi fengið að fara í Barnaland. Hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun og snúið til baka klukkustund síðar, til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma í viðbót í barnagæslunni. Þá hafi hjónin tekið eftir því að skór dóttur sinnar væru ekki þar sem þeir áttu að vera, og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Fljótt hafi þó komið í ljós að dóttir þeirra væri hreinlega farin af svæðinu, og virtust starfsmenn lítið vita um málið. Dóttir þeirra fannst að endingu við þjónustuborðið í Hagkaupum, en til þess að komast þangað þurfti hún meðal annars að fara á milli hæða með rúllustiga. Brynjar er afar óánægður með viðbrögð starfsmanna barnagæslunnar á meðan hann og konan hans leituðu dóttur sinnar. „Starfsliðið sagði ekki neitt. Það hélt bara áfram að afgreiða og eitthvað,“ segir Brynjar og bætir við að hann og konan hans hafi þurft að beina því til starfsfólks að láta það ganga fyrir að finna týnt barn. Í „blakkáti“ meðan á leitinni stóð Brynjar segir ekki liggja fyrir hvað leið langur tími frá því dóttir hans fór á flakk um Smáralindina og þangað til hún fannst. „Við látum hana inn klukkan hálf fjögur og komum aftur rétt fyrir hálf fimm. Hún gæti þess vegna hafa verið á röltinu þarna heillengi. Hún þarf að fara þarna niður rúllustiga og þetta er heilmikil vegalengd fyrir svona lítið barn.“ Aðspurður áætlar Brynjar að um fimmtán mínútur hafi liðið frá því í ljós kom að dóttir hans væri horfin og þar til hún kom í leitirnar. Hann geti þó ekki sagt það með vissu, enda verið í hálfgerðu „blakkáti“ meðan á leitinni stóð, enda í talsverðu áfalli vegna málsins. Brynjar segir ekki annað koma til greina en að fara með málið alla leið. „Það verður bara að skylda þau til að taka þetta í gegn eða loka þessu,“ segir Brynjar og bætir við að hann voni að niðurstaða málsins verði sú að þessi mál komist í lag og ekkert þessu líkt komi fyrir aftur. Börn og uppeldi Smáralind Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Brynjar Þór Sigurðsson, faðir hinnar fjögurra ára gömlu Anítu, vakti fyrst máls á atvikinu með Facebook-færslu sem hann birti í gær. Hann segir í samtali við fréttastofu að viðbrögðin við færslu hans bendi til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í umræddri barnagæslu. Barnalandinu hefur nú verið tímabundið lokað í kjölfar atviksins, til þess að betrumbæta verkferla og tryggja að slíkt geti ekki gerst aftur, að því er fram kom í tilkynningu frá Smárabíói, sem rekur Barnalandið. Brynjar hefur þó efasemdir um viðbrögðin. „Það hringdi kona frá þeim í mig seint í gærkvöldi, voðalega sorrí yfir þessu, og sagði að þau ætluðu að loka. Maður bara trúir því þegar maður sér það. Það hafa komið upp svo mörg mál þarna og aldrei neitt verið gert. Við ætlum alla leið með þetta,“ segir Brynjar. Með því að fara alla leið á hann við að málið verði kært til lögreglu, en hann á tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag vegna málsins. „Það virðist ekkert gert nema það sé farið í hart.“ Fór á milli hæða Í Facebook-færslunni umræddu lýsir Brynjar því að hann og eiginkona hans, Brynja H. Pétursdóttir, hafi verið í Smáralind ásamt dóttur sinni, Anítu. Sú síðastnefnda hafi fengið að fara í Barnaland. Hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun og snúið til baka klukkustund síðar, til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma í viðbót í barnagæslunni. Þá hafi hjónin tekið eftir því að skór dóttur sinnar væru ekki þar sem þeir áttu að vera, og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Fljótt hafi þó komið í ljós að dóttir þeirra væri hreinlega farin af svæðinu, og virtust starfsmenn lítið vita um málið. Dóttir þeirra fannst að endingu við þjónustuborðið í Hagkaupum, en til þess að komast þangað þurfti hún meðal annars að fara á milli hæða með rúllustiga. Brynjar er afar óánægður með viðbrögð starfsmanna barnagæslunnar á meðan hann og konan hans leituðu dóttur sinnar. „Starfsliðið sagði ekki neitt. Það hélt bara áfram að afgreiða og eitthvað,“ segir Brynjar og bætir við að hann og konan hans hafi þurft að beina því til starfsfólks að láta það ganga fyrir að finna týnt barn. Í „blakkáti“ meðan á leitinni stóð Brynjar segir ekki liggja fyrir hvað leið langur tími frá því dóttir hans fór á flakk um Smáralindina og þangað til hún fannst. „Við látum hana inn klukkan hálf fjögur og komum aftur rétt fyrir hálf fimm. Hún gæti þess vegna hafa verið á röltinu þarna heillengi. Hún þarf að fara þarna niður rúllustiga og þetta er heilmikil vegalengd fyrir svona lítið barn.“ Aðspurður áætlar Brynjar að um fimmtán mínútur hafi liðið frá því í ljós kom að dóttir hans væri horfin og þar til hún kom í leitirnar. Hann geti þó ekki sagt það með vissu, enda verið í hálfgerðu „blakkáti“ meðan á leitinni stóð, enda í talsverðu áfalli vegna málsins. Brynjar segir ekki annað koma til greina en að fara með málið alla leið. „Það verður bara að skylda þau til að taka þetta í gegn eða loka þessu,“ segir Brynjar og bætir við að hann voni að niðurstaða málsins verði sú að þessi mál komist í lag og ekkert þessu líkt komi fyrir aftur.
Börn og uppeldi Smáralind Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira