Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2021 23:31 Liðsfélagar Christian Eriksen voru snöggir til þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar í leik Dana og Finna á Evrópumótinu í gær. Vísir/AP Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. „Þetta er hrikalegt að sjá þetta hvernig hann dettur þarna. Að horfa á þetta í beinni útsendingu og sjá hvernig hann dettur niður án þess að bera fyrir sig hendurnar, það vekur strax upp grun um að þetta hafi verið hjartastopp, ekki út af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Kristján. Það sem kom í framhaldinu staðfesti gruninn enn frekar. „Maður sér það á honum augnaráðið og svipnum á andlitinu,“ segir Kristján. Hann segir fumlaus viðbrögð læknateymis liðsins og liðsfélaga Eriksen hafa bjargað lífi hans. Christian Eriksen komst til meðvitundar á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.Vísir/AP „Þeir kveikja strax á því hvað gerðist þarna. Það er eðlilegt þegar fólk fer í hjartastopp, sem er yfirleitt vegna þess að sleglar hjartans fara í hraðtakt eða tif, þá er fólk með smá rænu fyrst og andar. Maður sér fyrst að hann andar og hreyfir augun, síðan virðist hann detta alveg út, þá hefja þeir hjartahnoð og gefa honum rafstuð, sem eru hárrétt viðbrögð. Maður hefur sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilinn verði fyrir óafturkræfum skaða,“ segir Kristján. Ef endurlífgunin dregst á langinn er kælingu beitt á bráðadeild. „Þar sem fólk er kælt niður um nokkrar gráður. Það hefur sýnt sig að það verndar fólk eftir hjartastopp. En eftir svona stutt hjartastopp, þar sem hann virðist hafa vaknað strax, þá er kælingu ekki beitt því til að beita kælingu þarf að svæfa fólk í að minnsta kosti sólarhring,“ segir Kristján. Hann segir góðar líkur á því að Eriksen hafi ekki fundið fyrir neinu skömmu áður en hann féll til jarðar. „Þetta er það sem menn eru hræddir við að gerist hjá íþróttafólki,“ segir Kristján. Hann segir langalgengast að fólk fái hjartastopp af völdum hjartasjúkdóma en það sé afar óalgengt hjá fólki á þrítugsaldri. Íþróttamenn á borð við Eriksen séu hjarta- og ómskoðaðir til að reyna finna undirliggjandi galla í hartanu. Það geti oft fylgt erfðagöllum á borð við þykknun á hjarta. Hann telur ólíklegt að hjartastoppið hafi orðið vegna ofreynslu. „Mér finnst það ólíklegt hjá svona vel þjálfuðum íþróttamanni sem spilar í einni af bestu deildum heims. Þetta gerist þar að auki í fyrri hálfleik. Hins vegar er það til í dæminu að ef fólk er með meðfædda galla í hjartanu þá getur áreynsla ýtt undir sleglatif.“ Fótbolti EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Sjá meira
„Þetta er hrikalegt að sjá þetta hvernig hann dettur þarna. Að horfa á þetta í beinni útsendingu og sjá hvernig hann dettur niður án þess að bera fyrir sig hendurnar, það vekur strax upp grun um að þetta hafi verið hjartastopp, ekki út af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Kristján. Það sem kom í framhaldinu staðfesti gruninn enn frekar. „Maður sér það á honum augnaráðið og svipnum á andlitinu,“ segir Kristján. Hann segir fumlaus viðbrögð læknateymis liðsins og liðsfélaga Eriksen hafa bjargað lífi hans. Christian Eriksen komst til meðvitundar á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.Vísir/AP „Þeir kveikja strax á því hvað gerðist þarna. Það er eðlilegt þegar fólk fer í hjartastopp, sem er yfirleitt vegna þess að sleglar hjartans fara í hraðtakt eða tif, þá er fólk með smá rænu fyrst og andar. Maður sér fyrst að hann andar og hreyfir augun, síðan virðist hann detta alveg út, þá hefja þeir hjartahnoð og gefa honum rafstuð, sem eru hárrétt viðbrögð. Maður hefur sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilinn verði fyrir óafturkræfum skaða,“ segir Kristján. Ef endurlífgunin dregst á langinn er kælingu beitt á bráðadeild. „Þar sem fólk er kælt niður um nokkrar gráður. Það hefur sýnt sig að það verndar fólk eftir hjartastopp. En eftir svona stutt hjartastopp, þar sem hann virðist hafa vaknað strax, þá er kælingu ekki beitt því til að beita kælingu þarf að svæfa fólk í að minnsta kosti sólarhring,“ segir Kristján. Hann segir góðar líkur á því að Eriksen hafi ekki fundið fyrir neinu skömmu áður en hann féll til jarðar. „Þetta er það sem menn eru hræddir við að gerist hjá íþróttafólki,“ segir Kristján. Hann segir langalgengast að fólk fái hjartastopp af völdum hjartasjúkdóma en það sé afar óalgengt hjá fólki á þrítugsaldri. Íþróttamenn á borð við Eriksen séu hjarta- og ómskoðaðir til að reyna finna undirliggjandi galla í hartanu. Það geti oft fylgt erfðagöllum á borð við þykknun á hjarta. Hann telur ólíklegt að hjartastoppið hafi orðið vegna ofreynslu. „Mér finnst það ólíklegt hjá svona vel þjálfuðum íþróttamanni sem spilar í einni af bestu deildum heims. Þetta gerist þar að auki í fyrri hálfleik. Hins vegar er það til í dæminu að ef fólk er með meðfædda galla í hjartanu þá getur áreynsla ýtt undir sleglatif.“
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Sjá meira
Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53