Konur á Spáni mótmæla kynbundnu ofbeldi Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2021 14:42 Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Getty/Jesus Merida Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar. Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar.
Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira