Dyggðaskreytingarárátta áhrifavalda Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. júní 2021 11:00 Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri. Á miðöldum gat slík dyggðaskreyting birst í fögnuði valda- og áhrifamanna með því að kona, sem sökuð var um galdra, flaut en ekki sökk og þar af leiðandi var hún norn og brenna mátti hana á báli. Um þessar mundir þykir réttlætanlegt að „rétta yfir gerendum“ í kynferðisbrotamálum á samfélagsmiðlum á borð við twitter, instagram og facebook. Svokallaðir áhrifavaldar taka stundum þátt í slíkum „réttarhöldum“ og veigra sér þá ekki við að hneykslast á einhverju sem viðkomandi varð þó aldrei vitni að og veit takmarkað um. Slíkt þykir mér ömurlegt og sýnir viðleitni þeirra sem standa akkúrat núna vel í lífinu til að sparka í liggjandi mann. Á tungutaki pólitískt rétthugsandi netverja er þessi afstaða mín sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni“ en um það snýst þó ekki málið. Augljóst má vera að það sé hræðilegt þegar kynferðisbrot er framið og gegn slíku samfélagsböli þarf að berjast. Erfiðleikar við sönnun í þessum brotaflokki geta á hinn bóginn ekki réttlætt að dómstóll götunnar taki alfarið við. Enn er í gildi sú regla í stjórnarskránni að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi séu saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig verður ekki framhjá því horft að jafnvel þótt ásakanir séu sannar um refsiverða háttsemi þá er það einnig samfélagslegt böl að „réttað sé yfir“ nafngreindum einstaklingi á samfélagsmiðlum án þess að nokkurrar sanngirni sé gætt í málsmeðferð við mat á sekt eða sýknu viðkomandi. Eitt böl verður ekki lagfært með því að koma á öðru og jafnvel verra böli. Að lokum, í þessu andrúmslofti útilokunarmenningar, er sú spurning áleitin fyrir hvern og einn, hvenær kemur röðin að mér að vera „kærður og sakfelldur“ á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri. Á miðöldum gat slík dyggðaskreyting birst í fögnuði valda- og áhrifamanna með því að kona, sem sökuð var um galdra, flaut en ekki sökk og þar af leiðandi var hún norn og brenna mátti hana á báli. Um þessar mundir þykir réttlætanlegt að „rétta yfir gerendum“ í kynferðisbrotamálum á samfélagsmiðlum á borð við twitter, instagram og facebook. Svokallaðir áhrifavaldar taka stundum þátt í slíkum „réttarhöldum“ og veigra sér þá ekki við að hneykslast á einhverju sem viðkomandi varð þó aldrei vitni að og veit takmarkað um. Slíkt þykir mér ömurlegt og sýnir viðleitni þeirra sem standa akkúrat núna vel í lífinu til að sparka í liggjandi mann. Á tungutaki pólitískt rétthugsandi netverja er þessi afstaða mín sjálfsagt skilgreind sem „gerendameðvirkni“ en um það snýst þó ekki málið. Augljóst má vera að það sé hræðilegt þegar kynferðisbrot er framið og gegn slíku samfélagsböli þarf að berjast. Erfiðleikar við sönnun í þessum brotaflokki geta á hinn bóginn ekki réttlætt að dómstóll götunnar taki alfarið við. Enn er í gildi sú regla í stjórnarskránni að allir sem eru bornir sökum um refsiverða háttsemi séu saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig verður ekki framhjá því horft að jafnvel þótt ásakanir séu sannar um refsiverða háttsemi þá er það einnig samfélagslegt böl að „réttað sé yfir“ nafngreindum einstaklingi á samfélagsmiðlum án þess að nokkurrar sanngirni sé gætt í málsmeðferð við mat á sekt eða sýknu viðkomandi. Eitt böl verður ekki lagfært með því að koma á öðru og jafnvel verra böli. Að lokum, í þessu andrúmslofti útilokunarmenningar, er sú spurning áleitin fyrir hvern og einn, hvenær kemur röðin að mér að vera „kærður og sakfelldur“ á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar