Hringdi í Hótel Flatey í leit að leigubíl Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 19:54 Hingað er ekki vænlegt að hringja eftir bíl í miðbæ Reykjavíkur. Hótel Flatey Starfsmanni Hótels Flateyjar brá heldur í brún á dögunum þegar hringt var í hann og beðið um „bíl á Dillon“ Pétur Oddbergur vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ölvuð kona hringdi í móttöku Hótels Flateyjar í leit að leigubíl. Pétur Oddbergur tjáði konunni að það „gæti verið flókið mál“ enda væri hún að tala við hótelstarfsmann en ekki símaver leigubílastöðvar. Þá brást konan ókvæða við en brátt kom í ljós að reiði hennar var ekki beint að starfsmanninum. Kom í ljós að hrekkjalómur leyndist í vinahóp konunnar. Sá hafði séð sér leik á borði og slegið inn símanúmer Hótels Flateyjar, þegar konan hafði beðið hann að slá inn símanúmer leigubílastöðvar. Pétur Oddbergur segir símtalið hafa lífgað upp á kvöldið. Þó vonar hann að slíkir hrekkir verði ekki daglegt brauð eftir fréttaflutning af atvikinu, enda hafi starfsmenn hótelsins í nægu að snúast þessa dagana. Stefnir í gott sumar á Flatey Aðspurður segir Pétur Oddbergur allt stefna í gott sumar á Hótel Flatey. Allt sé uppbókað um helgina og bókunarstaðan sé góð út sumarið. Erlendir ferðamenn eru byrjaðir að streyma til Flateyjar en þar ber hæst á hópum sem freista þess að skoða fjölbreytt fuglalíf eyjunnar. Pétur Oddbergur segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Sæferðir, fyrirtækið sem gerir út ferjuna Baldur til Flateyjar, hafi fækkað ferðum úr tveimur í eina á dag. Langflestir kjósi hvort sem er að verja nótt á eyjunni og Baldur rúmi fleiri en hótelið. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykhólahreppur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Pétur Oddbergur vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ölvuð kona hringdi í móttöku Hótels Flateyjar í leit að leigubíl. Pétur Oddbergur tjáði konunni að það „gæti verið flókið mál“ enda væri hún að tala við hótelstarfsmann en ekki símaver leigubílastöðvar. Þá brást konan ókvæða við en brátt kom í ljós að reiði hennar var ekki beint að starfsmanninum. Kom í ljós að hrekkjalómur leyndist í vinahóp konunnar. Sá hafði séð sér leik á borði og slegið inn símanúmer Hótels Flateyjar, þegar konan hafði beðið hann að slá inn símanúmer leigubílastöðvar. Pétur Oddbergur segir símtalið hafa lífgað upp á kvöldið. Þó vonar hann að slíkir hrekkir verði ekki daglegt brauð eftir fréttaflutning af atvikinu, enda hafi starfsmenn hótelsins í nægu að snúast þessa dagana. Stefnir í gott sumar á Flatey Aðspurður segir Pétur Oddbergur allt stefna í gott sumar á Hótel Flatey. Allt sé uppbókað um helgina og bókunarstaðan sé góð út sumarið. Erlendir ferðamenn eru byrjaðir að streyma til Flateyjar en þar ber hæst á hópum sem freista þess að skoða fjölbreytt fuglalíf eyjunnar. Pétur Oddbergur segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Sæferðir, fyrirtækið sem gerir út ferjuna Baldur til Flateyjar, hafi fækkað ferðum úr tveimur í eina á dag. Langflestir kjósi hvort sem er að verja nótt á eyjunni og Baldur rúmi fleiri en hótelið.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykhólahreppur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira