Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 21:00 Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. Göngugatan er ekki lokuð heldur er hún merkt með skiltum, eins og þekkt er. Heimild til að aka göngugötuna hafa þeir sem sjá um vöruflutninga á tilteknum tímum, íbúar sem þurfa að komast að baklóðum og hreyfihamlaðir. Göngugatan nær frá Bankastræti að Frakkastíg en allt frá opnun hennar hefur borið á því að gangandi vegfarendur telji bílstjóra virða lokunina að vettugi. Nú síðast sagði Kristján Hrannar Pálsson organisti frá því á Twitter í gær að litlu hefði mátt muna að keyrt hefði verið á fjögurra ára son hans á götunni, þar sem hann hoppaði í parís. Hey @logreglan og @reykjavik, það var næstum því keyrt á 4 ára son minn á "göngugötunni" Laugavegi þar sem hann var að hoppa í parís. Ætliði að bíða eftir að eitthvað barn slasist alvarlega eða hysja upp um ykkur núna? Endalaus bílaumferð upp og niður.— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) June 6, 2021 Elías Þórsson, íbúi við Laugaveg, sem einnig er meðstjórnandi í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að útfærsla borgarinnar á göngugötunni sé slæm og merkingum sé verulega ábótavant. Hann vísar til samtals sem hann átti við varðstjóra hjá lögreglu. „Hann einmitt talaði um að annað hvort þyrfti að útfæra þetta betur eða þá bara sleppa þessu því eins og staðan er í dag er þetta að einhverju leyti verra en þetta var, því nú keyra bílarnir í báðar áttir, því þeir átta sig ekki á akstursstefnunni.“ Börn sem leiki sér á göngugötunni séu í sérstakri hættu. „Af því foreldrarnir hugsa, þetta er göngugata þannig að það hlýtur að vera að það sé í lagi að börnin séu að leika sér. Þannig að þetta verður verra, sérstaklega því maður hefur séð bíla keyra hérna á þrjátíu, fjörutíu [kílómetra hraða].“ Sjálfur hefur Elías lent í ýmsu. „Það hefur verið keyrt á mig hérna og það var meira að segja ráðist á mig þegar ég neitaði að færa mig fyrir bílstjóra, hann hoppaði út úr bílnum og reif í mig og henti mér til.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur dregið úr kvörtunum vegna ólöglegs aksturs um göngugötuna síðustu mánuði. Ekki sé fylgst sérstaklega með akstri um hana en almennu eftirliti haldið úti. Göngugötur Reykjavík Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05 Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
Göngugatan er ekki lokuð heldur er hún merkt með skiltum, eins og þekkt er. Heimild til að aka göngugötuna hafa þeir sem sjá um vöruflutninga á tilteknum tímum, íbúar sem þurfa að komast að baklóðum og hreyfihamlaðir. Göngugatan nær frá Bankastræti að Frakkastíg en allt frá opnun hennar hefur borið á því að gangandi vegfarendur telji bílstjóra virða lokunina að vettugi. Nú síðast sagði Kristján Hrannar Pálsson organisti frá því á Twitter í gær að litlu hefði mátt muna að keyrt hefði verið á fjögurra ára son hans á götunni, þar sem hann hoppaði í parís. Hey @logreglan og @reykjavik, það var næstum því keyrt á 4 ára son minn á "göngugötunni" Laugavegi þar sem hann var að hoppa í parís. Ætliði að bíða eftir að eitthvað barn slasist alvarlega eða hysja upp um ykkur núna? Endalaus bílaumferð upp og niður.— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) June 6, 2021 Elías Þórsson, íbúi við Laugaveg, sem einnig er meðstjórnandi í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að útfærsla borgarinnar á göngugötunni sé slæm og merkingum sé verulega ábótavant. Hann vísar til samtals sem hann átti við varðstjóra hjá lögreglu. „Hann einmitt talaði um að annað hvort þyrfti að útfæra þetta betur eða þá bara sleppa þessu því eins og staðan er í dag er þetta að einhverju leyti verra en þetta var, því nú keyra bílarnir í báðar áttir, því þeir átta sig ekki á akstursstefnunni.“ Börn sem leiki sér á göngugötunni séu í sérstakri hættu. „Af því foreldrarnir hugsa, þetta er göngugata þannig að það hlýtur að vera að það sé í lagi að börnin séu að leika sér. Þannig að þetta verður verra, sérstaklega því maður hefur séð bíla keyra hérna á þrjátíu, fjörutíu [kílómetra hraða].“ Sjálfur hefur Elías lent í ýmsu. „Það hefur verið keyrt á mig hérna og það var meira að segja ráðist á mig þegar ég neitaði að færa mig fyrir bílstjóra, hann hoppaði út úr bílnum og reif í mig og henti mér til.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur dregið úr kvörtunum vegna ólöglegs aksturs um göngugötuna síðustu mánuði. Ekki sé fylgst sérstaklega með akstri um hana en almennu eftirliti haldið úti.
Göngugötur Reykjavík Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05 Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05
Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. 3. maí 2021 19:05
Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35