Farsælt samstarf um forvarnir og öryggi Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg voru sameinuð. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18.000 félögum. Sjóvá Almennar tryggingar hefur átt farsælt samstarf við samtökin allt frá stofnun og hefur samstarfið meðal annars snúist um forvarnir, öryggismál og vátryggingar. Mikilvægt er að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem starfa oft við afar krefjandi og erfiðar aðstæður séu eins vel tryggðir og mögulegt er. Fjölbreytt verkefni Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Samstarfið hefur leitt af sér mikilvæg verkefni eins og veðurkortið á safetravel.is þar sem ökumenn geta á einfaldan hátt aflað sér upplýsinga um veður og færð um land allt. Í burðarliðnum er „safe travel app“ á ensku og íslensku sem kynnt verður í sumar. Þar verður hægt að skipuleggja ökuferðina út frá veðri og færð á vegum og fá tilkynningar í símann. Markmiðið er að auka öryggi allra sem ferðast á vegum landsins. Sérhannað ökupróf var framleitt fyrir ferðamenn í samstarfi við Landsbjörgu og Hertz. Allir ferðamenn sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á fræðslumyndband og taka síðan ökuprófið til að tryggja að þeir þekki til aðstæðna á íslenskum vegum. Hálendisvaktin hefur verið rekin af Landsbjörgu yfir sumartímann frá árinu 2006 en björgunarsveitir skiptast þá á að hafa viðveru á fimm stöðum á hálendinu. Þær aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf. Hóparnir hafa aðstoðað þúsundir ferðamanna síðastliðin ár og er Hálendisvaktin mikilvægur liður í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Einnig hefur verið samstarf um endurhönnun og sölu björgunarsveita á Björgvinsbeltinu. Um er að ræða níðsterkt björgunarbelti og eitt besta og fljótvirkasta öryggistækið til að ná manni úr sjó. Um áramót hefur síðan verið lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og varkárni í meðferð flugelda og um síðustu áramót voru útbúin 80.000 endurskinsmerki sem gefin voru hringinn í kringum landið. Við treystum á björgunarsveitirnar Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Í frétt frá 20. apríl síðastliðnum kom fram að björgunarsveitarmenn hefðu þá samtals verið að störfum hátt í 9000 klukkustundir við eftirlit vegna eldgossins í Geldingadölum. Níu þúsund klukkustunda vinna sjálfboðaliða á einum mánuði! Bæst hefur talsvert í þann stundafjölda þegar þetta er ritað. Þegar aurskriðurnar á Seyðisfirði féllu í desember á síðasta ári var mikið verk að vinna og björgunarsveitir og slysavarnadeildin komu þá til aðstoðar. Þegar fólk lendir í vanda á hálendinu eða slys eiga sér stað eru björgunarsveitir og slysavarnadeildir kallaðar til. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og við treystum á björgunarsveitirnar okkar á ögurstundu. Á Íslandi er þéttriðið öryggisnet björgunarsveita um land allt og þær eru tilbúnar að bregðast við þegar óhöpp eiga sér stað og áföll dynja yfir. Samfélagslegt vægi þeirra er því óumdeilt. Hins vegar er ekki víst að allir átti sig á hversu einstakt það er að svona öflugt net þjálfaðra sjálfboðaliða skuli vera til staðar og standa undir mikilli ábyrgð þegar kemur að öryggi og velferð borgara landsins og þeirra sem sækja okkur heim. Sú þekking sem byggð hefur verið upp innan raða Landsbjargar er dýrmæt og í raun einstök. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og stolt af því að vera aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. En þú getur einnig gerst styrktaraðili með því að gerast Bakvörður og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar með mánaðarlegum framlögum. Þannig leggur þú þitt af mörkum við að bjarga mannslífum með því að gera samtökunum kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Björgunarsveitir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg voru sameinuð. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18.000 félögum. Sjóvá Almennar tryggingar hefur átt farsælt samstarf við samtökin allt frá stofnun og hefur samstarfið meðal annars snúist um forvarnir, öryggismál og vátryggingar. Mikilvægt er að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem starfa oft við afar krefjandi og erfiðar aðstæður séu eins vel tryggðir og mögulegt er. Fjölbreytt verkefni Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Samstarfið hefur leitt af sér mikilvæg verkefni eins og veðurkortið á safetravel.is þar sem ökumenn geta á einfaldan hátt aflað sér upplýsinga um veður og færð um land allt. Í burðarliðnum er „safe travel app“ á ensku og íslensku sem kynnt verður í sumar. Þar verður hægt að skipuleggja ökuferðina út frá veðri og færð á vegum og fá tilkynningar í símann. Markmiðið er að auka öryggi allra sem ferðast á vegum landsins. Sérhannað ökupróf var framleitt fyrir ferðamenn í samstarfi við Landsbjörgu og Hertz. Allir ferðamenn sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á fræðslumyndband og taka síðan ökuprófið til að tryggja að þeir þekki til aðstæðna á íslenskum vegum. Hálendisvaktin hefur verið rekin af Landsbjörgu yfir sumartímann frá árinu 2006 en björgunarsveitir skiptast þá á að hafa viðveru á fimm stöðum á hálendinu. Þær aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf. Hóparnir hafa aðstoðað þúsundir ferðamanna síðastliðin ár og er Hálendisvaktin mikilvægur liður í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Einnig hefur verið samstarf um endurhönnun og sölu björgunarsveita á Björgvinsbeltinu. Um er að ræða níðsterkt björgunarbelti og eitt besta og fljótvirkasta öryggistækið til að ná manni úr sjó. Um áramót hefur síðan verið lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og varkárni í meðferð flugelda og um síðustu áramót voru útbúin 80.000 endurskinsmerki sem gefin voru hringinn í kringum landið. Við treystum á björgunarsveitirnar Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Í frétt frá 20. apríl síðastliðnum kom fram að björgunarsveitarmenn hefðu þá samtals verið að störfum hátt í 9000 klukkustundir við eftirlit vegna eldgossins í Geldingadölum. Níu þúsund klukkustunda vinna sjálfboðaliða á einum mánuði! Bæst hefur talsvert í þann stundafjölda þegar þetta er ritað. Þegar aurskriðurnar á Seyðisfirði féllu í desember á síðasta ári var mikið verk að vinna og björgunarsveitir og slysavarnadeildin komu þá til aðstoðar. Þegar fólk lendir í vanda á hálendinu eða slys eiga sér stað eru björgunarsveitir og slysavarnadeildir kallaðar til. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og við treystum á björgunarsveitirnar okkar á ögurstundu. Á Íslandi er þéttriðið öryggisnet björgunarsveita um land allt og þær eru tilbúnar að bregðast við þegar óhöpp eiga sér stað og áföll dynja yfir. Samfélagslegt vægi þeirra er því óumdeilt. Hins vegar er ekki víst að allir átti sig á hversu einstakt það er að svona öflugt net þjálfaðra sjálfboðaliða skuli vera til staðar og standa undir mikilli ábyrgð þegar kemur að öryggi og velferð borgara landsins og þeirra sem sækja okkur heim. Sú þekking sem byggð hefur verið upp innan raða Landsbjargar er dýrmæt og í raun einstök. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og stolt af því að vera aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. En þú getur einnig gerst styrktaraðili með því að gerast Bakvörður og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar með mánaðarlegum framlögum. Þannig leggur þú þitt af mörkum við að bjarga mannslífum með því að gera samtökunum kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun