Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 13:18 Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Helgi Rúnar Óskarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Páll Magnússon, þingmaður Suðurkjördæmis, og Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Fyrsta verkefni rannsóknarsetursins verður rannsóknar- og þróunarverkefni við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Verkefnið ber heitið Kveikjum neistann! „Það er tilkomið að frumkvæði Hermundar Sigmundssonar og öflugra kennara og skólastjórnenda í Eyjum sem ætla að leiða saman hesta sína til að vinna að því að nýta markvissa eftirfylgni og raunhæft námsmat til að styðja við námsárangur allra barna,“ er haft eftir Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrsta verkefni setursins. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir rannsóknir setursins ásamt góðum hópi fræðimanna við Háskóla Íslands og NTNU háskóla í Noregi, hvar Hermundur starfar einnig. Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Rannsóknir á flestum sviðum grunnskólanáms Rannsóknir á vegum setursins munu beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði, náttúrufræði. Einnig verður lögð áhersla á rannsóknir á tengslum hreyfingar og vitsmunastarfsemi og á mikilvægi ástríðu, gróskuhugarfars og flæðis í skólaumhverfinu. Sérstök áhersla er á að efla samstarf við atvinnulíf, sveitarfélög og skóla á landsbyggðinni. Rannsóknarsetrið mun miðla kunnáttu og niðurstöðum til samfélagsins og sinna ráðgjöf fyrir sveitarfélög. Einnig gæti setrið komið að þróun á kennsluefni í lestri, stærðfræði og náttúrufræði fyrir yngstu stig grunnskóla eða elstu stig leikskóla. SA styrkja Rannsóknarsetrið Samtök atvinnulífsins koma að fjármögnun rannsóknarverkefna á vegum setursins. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum lagt ríka áherslu á menntamálin og stígum nú spennandi skref í samstarf við fræðasamfélagið. Það er aðkallandi mál að þróa skólastarfið í takt við breytta tíma. Menntun er undirstaða sterks atvinnulífs og heilbrigðs fyrirtækjareksturs“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir verkefnið Kveikjum neistann! vera til marks um mikinn metnað og mikla grósku sem einkennir starf grunnskólans í Eyjum. „Þetta verkefni byggist á samvinnu kennara, skólastjórnenda, nemenda og foreldra og það er ómetanlegt að fá til liðs við okkur fræðafólk frá háskólanum,“ er haft eftir henni. Lilja er sérstakur verndari Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra er sérstakur verndari rannsóknar- og þróunarverkefnisins í Eyjum. Hún fagnar samstöðu skólasamfélagsins í Vestmannaeyjum, háskólans og atvinnulífsins um að skipuleggja heildstæða rannsókn á lykilþáttum menntunar með hagsmuni nemenda í huga. Vestmannaeyjar Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fyrsta verkefni rannsóknarsetursins verður rannsóknar- og þróunarverkefni við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Verkefnið ber heitið Kveikjum neistann! „Það er tilkomið að frumkvæði Hermundar Sigmundssonar og öflugra kennara og skólastjórnenda í Eyjum sem ætla að leiða saman hesta sína til að vinna að því að nýta markvissa eftirfylgni og raunhæft námsmat til að styðja við námsárangur allra barna,“ er haft eftir Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrsta verkefni setursins. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir rannsóknir setursins ásamt góðum hópi fræðimanna við Háskóla Íslands og NTNU háskóla í Noregi, hvar Hermundur starfar einnig. Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Rannsóknir á flestum sviðum grunnskólanáms Rannsóknir á vegum setursins munu beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði, náttúrufræði. Einnig verður lögð áhersla á rannsóknir á tengslum hreyfingar og vitsmunastarfsemi og á mikilvægi ástríðu, gróskuhugarfars og flæðis í skólaumhverfinu. Sérstök áhersla er á að efla samstarf við atvinnulíf, sveitarfélög og skóla á landsbyggðinni. Rannsóknarsetrið mun miðla kunnáttu og niðurstöðum til samfélagsins og sinna ráðgjöf fyrir sveitarfélög. Einnig gæti setrið komið að þróun á kennsluefni í lestri, stærðfræði og náttúrufræði fyrir yngstu stig grunnskóla eða elstu stig leikskóla. SA styrkja Rannsóknarsetrið Samtök atvinnulífsins koma að fjármögnun rannsóknarverkefna á vegum setursins. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum lagt ríka áherslu á menntamálin og stígum nú spennandi skref í samstarf við fræðasamfélagið. Það er aðkallandi mál að þróa skólastarfið í takt við breytta tíma. Menntun er undirstaða sterks atvinnulífs og heilbrigðs fyrirtækjareksturs“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir verkefnið Kveikjum neistann! vera til marks um mikinn metnað og mikla grósku sem einkennir starf grunnskólans í Eyjum. „Þetta verkefni byggist á samvinnu kennara, skólastjórnenda, nemenda og foreldra og það er ómetanlegt að fá til liðs við okkur fræðafólk frá háskólanum,“ er haft eftir henni. Lilja er sérstakur verndari Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra er sérstakur verndari rannsóknar- og þróunarverkefnisins í Eyjum. Hún fagnar samstöðu skólasamfélagsins í Vestmannaeyjum, háskólans og atvinnulífsins um að skipuleggja heildstæða rannsókn á lykilþáttum menntunar með hagsmuni nemenda í huga.
Vestmannaeyjar Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira