Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 15:30 Innflutningur á nýjum bílum færist í aukanna. Vísir/Vilhelm Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. Þetta kemur fram í samantekt Bílgreinasambandsins. Af þeim 1.338 fólksbílum sem voru nýskráðir í maí voru 460 seldir til einstaklinga og nam 24,3% aukningu milli ára. Það sem af er ári hafa selst 2.100 nýir fólksbílar til einstaklinga samanborið við 2.014 í fyrra. Sala til ökutækjaleiga tók við sér í maí og seldust 750 nýir fólksbílar til slíkra fyrirtækja samanborið við 47 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 1.310 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 628 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga 108,6%. KIA hreppti vinninginn í maí Nýorkubílar, á borð við rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid-, metanbíla, eru 62,4% allra seldra nýrra fólksbíla á þessu ári en hlutfallið var rétt tæplega 60% á sama tímabili í fyrra. 21,2% nýskráðra fólksbíla það sem af er ári eru rafmagnsbílar, 24,3% tengitvinnbílar og 16,94% hybrid. Í maí var KIA mest selda tegundin með 239 selda fólksbíla. Þar á eftir kemur Toyota með 225 selda fólksbíla og Suzuki með 166 nýskráða fólksbíla. Almenn fyrirtæki, að ökutækjaleigum undanskildum, keyptu 123 nýja fólksbíla í maí en 97 í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 776 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja og fjölgar þeim um 11% milli ára. Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum tölum úr maímánuði eftir að Bílgreinasambandið gerði grein fyrir villum í samantekt sinni sem fréttin byggði á. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hlutfall nýorkubíla hafi lækkað milli ára en svo reyndist ekki vera. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Bílgreinasambandsins. Af þeim 1.338 fólksbílum sem voru nýskráðir í maí voru 460 seldir til einstaklinga og nam 24,3% aukningu milli ára. Það sem af er ári hafa selst 2.100 nýir fólksbílar til einstaklinga samanborið við 2.014 í fyrra. Sala til ökutækjaleiga tók við sér í maí og seldust 750 nýir fólksbílar til slíkra fyrirtækja samanborið við 47 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 1.310 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 628 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga 108,6%. KIA hreppti vinninginn í maí Nýorkubílar, á borð við rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid-, metanbíla, eru 62,4% allra seldra nýrra fólksbíla á þessu ári en hlutfallið var rétt tæplega 60% á sama tímabili í fyrra. 21,2% nýskráðra fólksbíla það sem af er ári eru rafmagnsbílar, 24,3% tengitvinnbílar og 16,94% hybrid. Í maí var KIA mest selda tegundin með 239 selda fólksbíla. Þar á eftir kemur Toyota með 225 selda fólksbíla og Suzuki með 166 nýskráða fólksbíla. Almenn fyrirtæki, að ökutækjaleigum undanskildum, keyptu 123 nýja fólksbíla í maí en 97 í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 776 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja og fjölgar þeim um 11% milli ára. Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum tölum úr maímánuði eftir að Bílgreinasambandið gerði grein fyrir villum í samantekt sinni sem fréttin byggði á. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hlutfall nýorkubíla hafi lækkað milli ára en svo reyndist ekki vera.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira