Alþjóðlegi mjólkurdagurinn Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2021 08:31 Í dag, þann 1. júní, er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Þessum vitundarvakningadegi mjólkurframleiðslunnar var hrundið af stað árið 2001 fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og því fögnum við 20 ára afmæli þessa framtaks í ár. Tilgangurinn er að kynna efnahagslegan, næringarlegan og félagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins. Mikilvægi mjólkur í þróunarlöndum Mjólkurframleiðsla styður við afkomu um eins milljarðs manna í heiminum en er stunduð með mjög fjölbreyttu sniði. Sem dæmi má nefna að stærsta kúabú heims sem staðsett er í Kína er með yfir 100.000 mjólkandi kýr en þrátt fyrir það er meðalstærð kúabúa í heiminum rétt skriðin yfir 2 kýr. Það skýrist á því að í þróunarríkjum er enn mjög algengt að á heimilum séu 1-2 kýr. Í Indlandi þar sem kúabú eru hvað flest í heiminum eru 80% búanna einungis með 1-4 kýr. Þá hefur framleiðsla mjólkur skipað nokkuð stóran sess í stöðu kvenna í þróunarlöndum þar sem algengt er að þær hafi það hlutverk að sinna búskapnum og sölu afurða og oft á tíðum er mjólkin eina tekjulind heimilisins. Þar sem um daglega framleiðslu er að ræða tryggir mjólkin bæði næringu og jafnt tekjuflæði til heimilisins með tilheyrandi auknu öryggi. Þar fyrir utan má einnig nefna að við búskapinn fellur einnig til lífrænn áburður sem er í mörgum tilvikum eini áburðurinn sem bændur í dreifðari þorpum í þróunarlöndum hafa aðgang að og geta nýtt á uppskeru sína. Mikilvægi mjólkurframleiðslu í þróunarlöndum er því óumdeilanlega mikið. Íslensk mjólkurframleiðsla Á Íslandi eru framleiddir yfir 150 milljón lítrar af mjólk á ári á um 550 kúabúum hringinn um landið. Heildarfjöldi mjólkurkúa er um 25.000 og meðalbúið því með rétt undir 50 kýr. Mjólkurframleiðsla er mikilvægur hluti af byggðafestu ásamt því að styðja beint við fjölda annarra atvinnugreina svo sem dýralækningar, ráðgjafaþjónustu og tækni- og vélaþjónustu auk afurðastöðva bæði í mjólk og kjöti. Hérlendis eru rekin nokkur afurðarfyrirtæki -Mjólkursamsalan þar langsamlega stærst- ásamt minni heimavinnslum sem vinna gæðavörur úr mjólk frá íslenskum bændum. Fjölbreytni íslenskra mjólkurvara hefur aukist hratt undanfarin ár og telur t.d. vöruúrval MS eitt og sér yfir 430 vörur. Mikil gróska hefur verið í vöruþróun og nýsköpun á íslenskum mjólkurvörum undanfarin ár og má þar nefna vörur á borð við Lava cheese ostnasnakk, poppað skyr og ost frá Næra og þá kom fyrsti íslenski mjólkurlíkjörinn Jökla á markað nýlega en það er í fyrsta skipti sem líkjör er framleiddur úr íslenskri mjólk og þar sem mysa er nýtt við gerð líkjörs. Gæði og hollusta Íslendingar eru ofarlega á heimsvísu í neyslu mjólkur og í hverri viku seljast um 1.000 tonn af íslenskum mjólkurvörum. Mjólk er ekki einungis hagkvæmt að framleiða fyrir eyju norður í Atlantshafi heldur er hún smekkfull af góðri næringu og úr henni má búa til einhverjar bragðbestu matvörur heimsins s.s. smjör, osta, rjóma og ís. Mjólk er kannski þekktust fyrir það að vera einn besti kalkgjafi sem völ er á en hún er jafnframt ein næringarríkasta matvara sem fyrir finnst. Hún er góð uppspretta hágæða próteina ásamt kolvetna, vítamína og steinefna. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á áhrifum mjólkurneyslu og heilt yfir getur mjólkurneysla haft fjölda jákvæðra áhrifa á heilsu fólks. Fögnum mjólkinni Mjólk spilar stórt hlutverk í heiminum öllum og því er fullt tilefni til að halda vel uppá alþjóðlega mjólkurdaginn. Því er tilvalið að gera vel við sig í dag og halda uppá daginn með að neyta einhverra af þeim fjölmörgu og góðu mjólkurvörum sem í boði eru. Það er hægt að byrja daginn á að hella mjólk út á morgunkornið eða í fyrsta kaffibollann, grípa sér skyr í hádeginu eða í amstri dagsins, klára svo daginn á gómsætum „Taco Tuesday“ með hráefni að eigin vali toppuðu með rifnum osti og sýrðum rjóma. Til hátíðarbrigða er svo hægt að grípa ísinn úr frystinum eða jafnvel fyrir þá sem eru þannig stemmdir er tilvalið að loka deginum með íslenskum mjólkurlíkjör. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, þann 1. júní, er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Þessum vitundarvakningadegi mjólkurframleiðslunnar var hrundið af stað árið 2001 fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og því fögnum við 20 ára afmæli þessa framtaks í ár. Tilgangurinn er að kynna efnahagslegan, næringarlegan og félagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins. Mikilvægi mjólkur í þróunarlöndum Mjólkurframleiðsla styður við afkomu um eins milljarðs manna í heiminum en er stunduð með mjög fjölbreyttu sniði. Sem dæmi má nefna að stærsta kúabú heims sem staðsett er í Kína er með yfir 100.000 mjólkandi kýr en þrátt fyrir það er meðalstærð kúabúa í heiminum rétt skriðin yfir 2 kýr. Það skýrist á því að í þróunarríkjum er enn mjög algengt að á heimilum séu 1-2 kýr. Í Indlandi þar sem kúabú eru hvað flest í heiminum eru 80% búanna einungis með 1-4 kýr. Þá hefur framleiðsla mjólkur skipað nokkuð stóran sess í stöðu kvenna í þróunarlöndum þar sem algengt er að þær hafi það hlutverk að sinna búskapnum og sölu afurða og oft á tíðum er mjólkin eina tekjulind heimilisins. Þar sem um daglega framleiðslu er að ræða tryggir mjólkin bæði næringu og jafnt tekjuflæði til heimilisins með tilheyrandi auknu öryggi. Þar fyrir utan má einnig nefna að við búskapinn fellur einnig til lífrænn áburður sem er í mörgum tilvikum eini áburðurinn sem bændur í dreifðari þorpum í þróunarlöndum hafa aðgang að og geta nýtt á uppskeru sína. Mikilvægi mjólkurframleiðslu í þróunarlöndum er því óumdeilanlega mikið. Íslensk mjólkurframleiðsla Á Íslandi eru framleiddir yfir 150 milljón lítrar af mjólk á ári á um 550 kúabúum hringinn um landið. Heildarfjöldi mjólkurkúa er um 25.000 og meðalbúið því með rétt undir 50 kýr. Mjólkurframleiðsla er mikilvægur hluti af byggðafestu ásamt því að styðja beint við fjölda annarra atvinnugreina svo sem dýralækningar, ráðgjafaþjónustu og tækni- og vélaþjónustu auk afurðastöðva bæði í mjólk og kjöti. Hérlendis eru rekin nokkur afurðarfyrirtæki -Mjólkursamsalan þar langsamlega stærst- ásamt minni heimavinnslum sem vinna gæðavörur úr mjólk frá íslenskum bændum. Fjölbreytni íslenskra mjólkurvara hefur aukist hratt undanfarin ár og telur t.d. vöruúrval MS eitt og sér yfir 430 vörur. Mikil gróska hefur verið í vöruþróun og nýsköpun á íslenskum mjólkurvörum undanfarin ár og má þar nefna vörur á borð við Lava cheese ostnasnakk, poppað skyr og ost frá Næra og þá kom fyrsti íslenski mjólkurlíkjörinn Jökla á markað nýlega en það er í fyrsta skipti sem líkjör er framleiddur úr íslenskri mjólk og þar sem mysa er nýtt við gerð líkjörs. Gæði og hollusta Íslendingar eru ofarlega á heimsvísu í neyslu mjólkur og í hverri viku seljast um 1.000 tonn af íslenskum mjólkurvörum. Mjólk er ekki einungis hagkvæmt að framleiða fyrir eyju norður í Atlantshafi heldur er hún smekkfull af góðri næringu og úr henni má búa til einhverjar bragðbestu matvörur heimsins s.s. smjör, osta, rjóma og ís. Mjólk er kannski þekktust fyrir það að vera einn besti kalkgjafi sem völ er á en hún er jafnframt ein næringarríkasta matvara sem fyrir finnst. Hún er góð uppspretta hágæða próteina ásamt kolvetna, vítamína og steinefna. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á áhrifum mjólkurneyslu og heilt yfir getur mjólkurneysla haft fjölda jákvæðra áhrifa á heilsu fólks. Fögnum mjólkinni Mjólk spilar stórt hlutverk í heiminum öllum og því er fullt tilefni til að halda vel uppá alþjóðlega mjólkurdaginn. Því er tilvalið að gera vel við sig í dag og halda uppá daginn með að neyta einhverra af þeim fjölmörgu og góðu mjólkurvörum sem í boði eru. Það er hægt að byrja daginn á að hella mjólk út á morgunkornið eða í fyrsta kaffibollann, grípa sér skyr í hádeginu eða í amstri dagsins, klára svo daginn á gómsætum „Taco Tuesday“ með hráefni að eigin vali toppuðu með rifnum osti og sýrðum rjóma. Til hátíðarbrigða er svo hægt að grípa ísinn úr frystinum eða jafnvel fyrir þá sem eru þannig stemmdir er tilvalið að loka deginum með íslenskum mjólkurlíkjör. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er formaður Landssambands kúabænda.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar