Ársfangelsi fyrir að koma ekki konu með eitrun til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 18:59 Refsing mannsins var þyngd úr þriggja mánaða fangelsi í tólf í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni sem lést vegna alvarlegrar kókaíneitrunar undir læknishendur úr þremur mánuðum í tólf í dag. Almenn hegningarlög kveða á um skyldu til athafna við lífsháska. Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda. Dómsmál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda.
Dómsmál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira