Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus Eiður Þór Árnason skrifar 28. maí 2021 13:00 Lasse Ruud-Hansen, tilvonandi forstjóri Nóa Síríus og Ingvill T. Berg, forstjóri Orkla Confectionery & Snacks. Orkla Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð. Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25
Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42