Sælgæti

Fréttamynd

Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim

Í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar ætlar Latibær í samstarfi við Hagkaup, Bónus og Banana að hefja sölu á íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Sala á namminu hefst þann 30. apríl um allt land. Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, segir í skoðun að framleiða einnig sérstaka rétti fyrir börn sem og rétti sem börn geta eldað sjálf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Páska­egg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra

Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 

Neytendur
Fréttamynd

Kríla­eggið er nýjasta páska­eggið frá Freyju

Íslensk páskaegg eru órjúfanlegur partur af páskahaldi landsmanna. Páskahefðir Íslendinga eru í stöðugri þróun og vöruúrvalið þróast í takt við breytingar. Hefðirnar í kringum páskaeggin eru alveg jafn mikil upplifun og að neyta sjálfra eggjanna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fólk spyrji um vegan­isma af for­vitni frekar en til að vera með leiðindi

Kristín Helga Sigurðardóttir, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, segir úrval páskaeggja fyrir fólk sem er vegan alltaf vera að batna. Hátíðar, eins og jól og páskar, geti þó verið krefjandi fyrir grænkera. Fólk þurfi oft í matarboðum að sitja undir misskemmtilegum spurningum og jafnvel leiðindum af hálfu aðstandenda.

Lífið
Fréttamynd

Segir galið að vara við kjöti en ekki sæl­gæti

Sigurjón Ernir Sturluson ofurhlaupari og afreksíþróttamaður segir samfélagið á kolrangri leið þegar kemur að heilsu fólks. Sigurjón, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir hinar raunverulegu öfgar í heilsu vera hreyfingarleysi, að borða gjörunnin matvæli og sykur. Fjöldi fólks sé að rífa sig niður fyrir eitthvað sem í grunninn sé ekki þeim að kenna:

Lífið
Fréttamynd

Dúbaí-súkkulaðið um­talaða: „Þetta er galin sala“

Líkt og oft áður taka ákveðin trend yfir samfélagsmiðlana TikTok og Instagram. Nýjasta æðið er svokallað Dúbaí-súkkulaði sem á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. En hvað er svona sérstakt við þetta súkkulaði? 

Lífið
Fréttamynd

Nammið rýkur á­fram upp í verði

Kúlusúkk og þristar hafa hækkað um ríflega fjórðung í verði í lágvöruverðsverslunum á einu ári. Kílóverðið er þó enn lægra en á vinsælasta súkkulaði stærri framleiðanda sem einnig hækkar og hækkar í verði.

Neytendur
Fréttamynd

Súkku­laðið verði dýrara hjá öllum um páskana

Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Freyju og Góu blöskrar um­mæli frá Nóa Siríus

Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Freyju skilur ekkert í ummælum framkvæmdastjóra samkeppnisaðilans Nóa Siríus þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið sé það eina sem framleiði íslenskt konfekt á meðan samkeppnisaðilar þeirra flytji það inn.

Neytendur
Fréttamynd

Börnin sem borðuðu kanna­bis-bangsana enn á spítala

Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Efna til þjóðar­at­kvæðis um besta nammið

Krambúðin efnir til þjóðaratkvæðis um besta nammið. Leikurinn felur í sér kosningu á besta namminu í fjórum algengum aðstæðum í íslenskri nammi-menningu. Það eru sakbitna sælan, sumarbústaðurinn, stefnumótið og bragðarefurinn.

Lífið
Fréttamynd

Hundurinn í hættu eftir að súkku­laði var sett inn um lúguna

Eigandi hunds sem veiktist alvarlega, eftir að hafa étið sendingu frá tryggingafélagi sem kom inn um bréfalúguna, bendir á að fólk viti aldrei hver sé hinu megin við dyrnar, hvort sem það er gæludýr eða barn með bráðaofnæmi. Því sé ekki ráðlegt að senda fólki mat í pósti.

Innlent
Fréttamynd

Blár Opal seldist á fimm­tán þúsund

Í gær varð uppi fótur og fit á Feisbúkksíðunni Braskogbrall.is, þegar auglýstur var til sölu pakki af Bláum Opal frá árinu 2002. Auglýst verð var fimmtán þúsund krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Nýi Draumurinn slær í gegn

Nýr og einstaklega bragðgóður Draumur kom í verslanir í upphafi vikunnar en um er að ræða Fylltan lakkrís Draum. Þar með eru í boði þrjár tegundir af Drauma súkkulaði, upprunalegi Lakkrís Draumurinn, Sterkur Draumur og sá nýjasti.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Súkku­laði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar

Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu.

Neytendur
Fréttamynd

Fjandinn laus þegar máls­hættina vantar

Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum.

Lífið
Fréttamynd

Sæl­gætis­gerð sem byggir á ís­lenskri bjart­sýni

Elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, Freyja, var stofnuð árið 1918. Á sögulegum og krefjandi tíma ákváðu nokkrir félagar að nú væri frábær tími til að setja á laggirnar sælgætisgerð. Á þessum tíma var Ísland að öðlast fullveldi frá Danmörku, spænska veikin gekk yfir Reykjavík, fyrri heimsstyrjöldinni var að ljúka og ofan á allt gaus ein stærsta eldstöð landsins, Katla.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Nammið í rútunni vont“

Lítið fer fyrir þingmönnum í ræðupúlti Alþingishússins því nú fer í hönd kjördæmavika. Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, fær ekki að fara með Sjálfstæðisflokknum hringferð um landið.

Innlent