Hrund, ertu ekkert að deita? Hrund Snorradóttir skrifar 28. maí 2021 07:31 Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Leigumarkaður Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar