Þörf á 30 þúsund nýjum íbúðum á næstu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2021 18:50 Þörf er á 3000 íbúðum á ári til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Byggja þarf um 30 þúsund nýjar íbúðir á næsta áratug til að anna húsnæðisþörf í landinu. Metár var í byggingu íbúða í fyrra en þrátt fyrir það hefur húsnæðisþörfin aukist. Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira