Satanisti einu skrefi nær draumanafninu Lúsífer Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 15:24 Ingólfur Örn Friðriksson, stundum kallaður Lúsífer, hefur verið í kirkju Satans frá 2001. Það hefur alltaf verið vilji hans og val að bera nafnið Lúsífer, en mannanafnanefnd hefur ekki tekið umleitun hans vel. Nú hefur héraðsdómur gripið fram fyrir hendurnar á nefndinni. Aðsend mynd Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð mannanafnanefndar um að Ingólfur Örn Friðriksson mætti ekki bera nafnið Lúsífer. Ingólfur, eða Lúsífer eins og hann kallar sig, fær 900.000 krónur í málskostnað frá íslenska ríkinu. Hann fær þó ekki viðurkenningu á að hann megi nú heita Lúsífer enda er aðeins verið að fella úrskurðinn úr gildi um að hann megi það ekki; ekki er verið að kveða upp nýjan um að hann megi það. Ingólfur er satanisti í Kirkju Satans og hefur verið í söfnuðinum frá 2001, eins og kemur fram í dómnum. Hann segir að í hans trú standi nafnið fyrir upplýsingu og rökhugsun, og um leið útsjónarsemi til að takast á við lífið. Héraðsdómur taldi að mannanafnanefnd hafi ekki tekið nægilegt tillit til mismunandi merkingar nafnsins Lúsífer, sem getur einnig samkvæmt orðabók alveg eins vísað til djúpsjávarfisks eins og það getur vísað til djöfulsins sjálfs. Danski þungarokkssöngvarinn King Diamond er á meðal heimsþekktra satanista.Wikipedia/Cecil CC BY-SA 3.0 Vegna þessara ólíku merkinga orðsins, gat héraðsdómur ekki fallist á að nefndinni hafi verið heimilt að hafna nafninu á forsendum þeirrar lagagreinar að eiginnafn megi ekki vera „þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“ Nafnið verður nafnbera með öðrum orðum engum til ama ef það hefur ekki neikvæða merkingu í huga fólks. Í dóminum segir að með orðinu sé einnig vísað til ljósbera og morgunstjörnunnar Venusar, sem hefur alls ekki neikvæða merkingu. „Þá er ekkert sem styður að heitið hafi almennt neikvæða og niðrandi merkingu samkvæmt málvitund fólks nú á tímum fremur en til að mynda nafnið Ári sem er á mannanafnaskrá.“ Héraðsdómur þarf meira til að geta heimilað nafnið sjálfur Ástæðan fyrir því að héraðsdómur gat ekki látið kné fylgja kviði og heimilað í leiðinni notkun sjálfs nafnsins var sú að dómurinn taldi að mannanafnanefnd hafi ekki sjálf lagt mat á önnur almenn skilyrði fyrir nöfnum. Héraðsdómur þarf að sjá að nafn uppfylli þau skilyrði til þess að hann geti tekið sér það bessaleyfi að leyfa nafn. Fordæmi eru fyrir öðru eins. Ætla má að það sem nú taki við sé önnur umsókn Ingólfs til mannanafnanefndar um sama nafn, þar sem nefndin verður beðin um að taka afstöðu til annarra almennra atriða, svo sem um það hvort nafnið verði með góðu móti lagað að íslenskri málfræðihefð. Ljóst er að í næstu umsókn er ólíklegt að nafninu verði hafnað á grundvelli ákvæða um mögulegan og ómögulegan ama sem það kann að valda nafnberanum, sem svo fús er að taka þá áhættu. Ingólfur vildi ekki veita Vísi viðtal að svo komnu máli. Um satanisma af www.attavitinn.is „Satanismi er hugmyndafræði og heimspeki sem oft byggir á Satan eingyðistrúarbragðanna Kristni, Íslam og Gyðingdóm. Þar er Satan oftast persónugerður sem fallinn engill eða sem hin illa hlið manneskjunnar, andstæðan við hið góða eða Guð eins og algengt er í tvíhyggju hugmyndafræði eingyðistrúarbragðanna. Satanismi hefur í gegnum söguna verið viðloðandi ýmiskonar dulspeki en er þekktastur í dag innan skipulagðra trúarbragða í gegnum Kirkju Satans sem var stofnuð 1966 í Bandaríkjunum. Þau hafna þó hinum sögulega Satan eingyðistrúarbragðanna. Hér fylgir frekar útlistun á Satanisma eins og honum er lýst innan Kirkju Satans. Helgirit: Sataníska biblían eða svarta biblían eftir Anton Szandor LaVey kom út 1969. Hún samanstendur af fjórum bókum: Bók Satans, bók Lúsífers, bók Belial og bók Leviathan Bók Satans skorar á boðorðin tíu og gullnu regluna og stuðlar að Epicureanisma. Epicureanismi snýr að því að það sem gagnast manninum best er að leita hóflegra nautna til að öðlast kyrrð, frelsi frá ótta og fjarveru líkamlegs sársauka. Bók Lúsífers hefur að geyma mestu heimspekina. Um er að ræða tólf kafla sem fjalla um efni eins og ást, hatur, eftirlátssemi og kynlíf. Bókin er einnig nýtt í þeim tilgangi að eyða sögusögnum er varða trúarbrögðin. Bók Belials fer yfir helgisiði og töfra. Fjallað er um nauðsynlegt hugarfar og einbeitingu sem fer í að framkvæma helgisiði. Leiðbeiningar eru fyrir þrem helgisiðum: kynlífi, samúð og tortímingu. Í bók Leviathans eru svo áköll til Satans, losti, samúð og tortíming.“ Mannanöfn Trúmál Dómsmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ingólfur, eða Lúsífer eins og hann kallar sig, fær 900.000 krónur í málskostnað frá íslenska ríkinu. Hann fær þó ekki viðurkenningu á að hann megi nú heita Lúsífer enda er aðeins verið að fella úrskurðinn úr gildi um að hann megi það ekki; ekki er verið að kveða upp nýjan um að hann megi það. Ingólfur er satanisti í Kirkju Satans og hefur verið í söfnuðinum frá 2001, eins og kemur fram í dómnum. Hann segir að í hans trú standi nafnið fyrir upplýsingu og rökhugsun, og um leið útsjónarsemi til að takast á við lífið. Héraðsdómur taldi að mannanafnanefnd hafi ekki tekið nægilegt tillit til mismunandi merkingar nafnsins Lúsífer, sem getur einnig samkvæmt orðabók alveg eins vísað til djúpsjávarfisks eins og það getur vísað til djöfulsins sjálfs. Danski þungarokkssöngvarinn King Diamond er á meðal heimsþekktra satanista.Wikipedia/Cecil CC BY-SA 3.0 Vegna þessara ólíku merkinga orðsins, gat héraðsdómur ekki fallist á að nefndinni hafi verið heimilt að hafna nafninu á forsendum þeirrar lagagreinar að eiginnafn megi ekki vera „þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“ Nafnið verður nafnbera með öðrum orðum engum til ama ef það hefur ekki neikvæða merkingu í huga fólks. Í dóminum segir að með orðinu sé einnig vísað til ljósbera og morgunstjörnunnar Venusar, sem hefur alls ekki neikvæða merkingu. „Þá er ekkert sem styður að heitið hafi almennt neikvæða og niðrandi merkingu samkvæmt málvitund fólks nú á tímum fremur en til að mynda nafnið Ári sem er á mannanafnaskrá.“ Héraðsdómur þarf meira til að geta heimilað nafnið sjálfur Ástæðan fyrir því að héraðsdómur gat ekki látið kné fylgja kviði og heimilað í leiðinni notkun sjálfs nafnsins var sú að dómurinn taldi að mannanafnanefnd hafi ekki sjálf lagt mat á önnur almenn skilyrði fyrir nöfnum. Héraðsdómur þarf að sjá að nafn uppfylli þau skilyrði til þess að hann geti tekið sér það bessaleyfi að leyfa nafn. Fordæmi eru fyrir öðru eins. Ætla má að það sem nú taki við sé önnur umsókn Ingólfs til mannanafnanefndar um sama nafn, þar sem nefndin verður beðin um að taka afstöðu til annarra almennra atriða, svo sem um það hvort nafnið verði með góðu móti lagað að íslenskri málfræðihefð. Ljóst er að í næstu umsókn er ólíklegt að nafninu verði hafnað á grundvelli ákvæða um mögulegan og ómögulegan ama sem það kann að valda nafnberanum, sem svo fús er að taka þá áhættu. Ingólfur vildi ekki veita Vísi viðtal að svo komnu máli. Um satanisma af www.attavitinn.is „Satanismi er hugmyndafræði og heimspeki sem oft byggir á Satan eingyðistrúarbragðanna Kristni, Íslam og Gyðingdóm. Þar er Satan oftast persónugerður sem fallinn engill eða sem hin illa hlið manneskjunnar, andstæðan við hið góða eða Guð eins og algengt er í tvíhyggju hugmyndafræði eingyðistrúarbragðanna. Satanismi hefur í gegnum söguna verið viðloðandi ýmiskonar dulspeki en er þekktastur í dag innan skipulagðra trúarbragða í gegnum Kirkju Satans sem var stofnuð 1966 í Bandaríkjunum. Þau hafna þó hinum sögulega Satan eingyðistrúarbragðanna. Hér fylgir frekar útlistun á Satanisma eins og honum er lýst innan Kirkju Satans. Helgirit: Sataníska biblían eða svarta biblían eftir Anton Szandor LaVey kom út 1969. Hún samanstendur af fjórum bókum: Bók Satans, bók Lúsífers, bók Belial og bók Leviathan Bók Satans skorar á boðorðin tíu og gullnu regluna og stuðlar að Epicureanisma. Epicureanismi snýr að því að það sem gagnast manninum best er að leita hóflegra nautna til að öðlast kyrrð, frelsi frá ótta og fjarveru líkamlegs sársauka. Bók Lúsífers hefur að geyma mestu heimspekina. Um er að ræða tólf kafla sem fjalla um efni eins og ást, hatur, eftirlátssemi og kynlíf. Bókin er einnig nýtt í þeim tilgangi að eyða sögusögnum er varða trúarbrögðin. Bók Belials fer yfir helgisiði og töfra. Fjallað er um nauðsynlegt hugarfar og einbeitingu sem fer í að framkvæma helgisiði. Leiðbeiningar eru fyrir þrem helgisiðum: kynlífi, samúð og tortímingu. Í bók Leviathans eru svo áköll til Satans, losti, samúð og tortíming.“
Um satanisma af www.attavitinn.is „Satanismi er hugmyndafræði og heimspeki sem oft byggir á Satan eingyðistrúarbragðanna Kristni, Íslam og Gyðingdóm. Þar er Satan oftast persónugerður sem fallinn engill eða sem hin illa hlið manneskjunnar, andstæðan við hið góða eða Guð eins og algengt er í tvíhyggju hugmyndafræði eingyðistrúarbragðanna. Satanismi hefur í gegnum söguna verið viðloðandi ýmiskonar dulspeki en er þekktastur í dag innan skipulagðra trúarbragða í gegnum Kirkju Satans sem var stofnuð 1966 í Bandaríkjunum. Þau hafna þó hinum sögulega Satan eingyðistrúarbragðanna. Hér fylgir frekar útlistun á Satanisma eins og honum er lýst innan Kirkju Satans. Helgirit: Sataníska biblían eða svarta biblían eftir Anton Szandor LaVey kom út 1969. Hún samanstendur af fjórum bókum: Bók Satans, bók Lúsífers, bók Belial og bók Leviathan Bók Satans skorar á boðorðin tíu og gullnu regluna og stuðlar að Epicureanisma. Epicureanismi snýr að því að það sem gagnast manninum best er að leita hóflegra nautna til að öðlast kyrrð, frelsi frá ótta og fjarveru líkamlegs sársauka. Bók Lúsífers hefur að geyma mestu heimspekina. Um er að ræða tólf kafla sem fjalla um efni eins og ást, hatur, eftirlátssemi og kynlíf. Bókin er einnig nýtt í þeim tilgangi að eyða sögusögnum er varða trúarbrögðin. Bók Belials fer yfir helgisiði og töfra. Fjallað er um nauðsynlegt hugarfar og einbeitingu sem fer í að framkvæma helgisiði. Leiðbeiningar eru fyrir þrem helgisiðum: kynlífi, samúð og tortímingu. Í bók Leviathans eru svo áköll til Satans, losti, samúð og tortíming.“
Mannanöfn Trúmál Dómsmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira