Dæmdur nauðgari fær ekki áheyrn í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2021 11:24 Hæstiréttur Íslands Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur hafnað beiðni karlmanns um áfrýjunarleyfi sem sakfelldur var fyrir nauðgun á tveimur dómstigum. Rétturinn telur málið ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að meðferð málsins fyrir dómum hafi verið stórlega ábótavant. Sindri Örn Garðarsson fékk tveggja og hálfs árs dóm í Landsrétti í febrúar sem var hálfu ári þyngri dómur en hann hafði fengið í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng hennar aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við stúlkuna af kynferðislegum toga. Kom af fjöllum hvernig erfðaefni hefði fundist undir forhúð Til stuðnings framburði stúlkunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði hennar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá stúlkunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Arnar, gerði athugasemdir við að skýrsla um DNA-rannsóknina sem gerð var í Svíþjóð hefði verið lögð fyrir héraðsdóm á sænsku en ekki íslensku eins og lög gerðu ráð fyrir. Ákæruvaldið benti á að skýrsla á íslensku hjá lögreglu um niðurstöðu rannsóknarinnar lægi fyrir. Því legðist ákæruvaldið gegn beiðni Sveins Andra að áfrýjunarleyfi fengist á grundvelli þess að Landsréttur hefði átt að ómerkja dóm héraðsdóms. Uppfylli ekki skilyrði Þá byggði verjandinn áfrýjunarleyfibeiðni sína jafnframt á því að rökstuðningur Landsréttar fyrir sakfellingu í málinu hefði verið ófullnægjandi. Hann vísaði til þess að átján ára stúlkan hefði fyrir dómi lýst því að Sindri Örn hefði ekki sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar heldur reynt það. Þá hefði hún skýrt svo frá að hún hefði vaknað við að Sindri Örn hefði snert hana með höndunum. Því hefði hún verið vöknuð áður en sú háttsemi hafi átt sér stað sem Sindri Örn var sakaður um. Þá teldi Sindri Örn að það að „þora ekki að bregðast við“ félli ekki undir þá verknaðarlýsingu að þannig væri ástatt um stúlkuna að öðru leyti að hún gæti ekki spornað við verknaðinum. Hæstiréttur taldi ekki séð að málið lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða væri mjög mikilvægt að öðru leyti að fá úrlausn Hæstaréttar til að uppfylla skilyrði um áfrýjunarleyfi. Þótt samningu héraðsdóms væri í nokkur ábótavant hefði málsmeðferðinni ekki verið stórlega ábótavant. Væri litið til þess að dómur Landsréttar væri ekki bersýnilega rangur að formi eða efni. Var beiðninni því hafnað. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31 Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Sindri Örn Garðarsson fékk tveggja og hálfs árs dóm í Landsrétti í febrúar sem var hálfu ári þyngri dómur en hann hafði fengið í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng hennar aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við stúlkuna af kynferðislegum toga. Kom af fjöllum hvernig erfðaefni hefði fundist undir forhúð Til stuðnings framburði stúlkunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði hennar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá stúlkunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Arnar, gerði athugasemdir við að skýrsla um DNA-rannsóknina sem gerð var í Svíþjóð hefði verið lögð fyrir héraðsdóm á sænsku en ekki íslensku eins og lög gerðu ráð fyrir. Ákæruvaldið benti á að skýrsla á íslensku hjá lögreglu um niðurstöðu rannsóknarinnar lægi fyrir. Því legðist ákæruvaldið gegn beiðni Sveins Andra að áfrýjunarleyfi fengist á grundvelli þess að Landsréttur hefði átt að ómerkja dóm héraðsdóms. Uppfylli ekki skilyrði Þá byggði verjandinn áfrýjunarleyfibeiðni sína jafnframt á því að rökstuðningur Landsréttar fyrir sakfellingu í málinu hefði verið ófullnægjandi. Hann vísaði til þess að átján ára stúlkan hefði fyrir dómi lýst því að Sindri Örn hefði ekki sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar heldur reynt það. Þá hefði hún skýrt svo frá að hún hefði vaknað við að Sindri Örn hefði snert hana með höndunum. Því hefði hún verið vöknuð áður en sú háttsemi hafi átt sér stað sem Sindri Örn var sakaður um. Þá teldi Sindri Örn að það að „þora ekki að bregðast við“ félli ekki undir þá verknaðarlýsingu að þannig væri ástatt um stúlkuna að öðru leyti að hún gæti ekki spornað við verknaðinum. Hæstiréttur taldi ekki séð að málið lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða væri mjög mikilvægt að öðru leyti að fá úrlausn Hæstaréttar til að uppfylla skilyrði um áfrýjunarleyfi. Þótt samningu héraðsdóms væri í nokkur ábótavant hefði málsmeðferðinni ekki verið stórlega ábótavant. Væri litið til þess að dómur Landsréttar væri ekki bersýnilega rangur að formi eða efni. Var beiðninni því hafnað.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31 Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19. febrúar 2021 16:31
Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungum næturgesti bróður síns Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára konu í september 2017. 2. júlí 2019 14:08