CCP vann til Webby verðlauna Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 12:05 Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CPP, við Fagradalsfjall. CCP Games vann í gær til hinna virtu Webby netverðlauna fyrir smáleik innan leiksins EVE Online. Nánar tiltekið snúast verðlaunin sem CCP vann um samfélagsþjónustu innan tölvuleikja og heitir verkefnið sem vann Project Discovery. Sjá má flokkinn sem CCP vann hér á vef Webby-verðlaunanna. Project Discovery er smáleikur innan EVE Online þar sem spilarar hjálpa vísindamönnum við að vinna raunverulega úr gögnum um það hvaða áhrif Covid-19 hefur á blóðflögur og ónæmiskerfi manna. 327 þúsund spilarar EVE Online lögðu vísindamönnum lið í gegnum leikinn og spöruðu þeim alls 330 ára rannsóknarvinnu. Fyrir að taka þátt fengu spilarar verðlaun inn í leiknum. Project Discovery var meðal annars unnið í samvinnu við Massively Multiplayer Online Science, eða MMOS, sem hefur á undanförnum árum unnið einnig með öðrum leikjaframleiðendum að sambærilegum verkefnum. Áhugsamir geta lesið sig meira til um Project Discovery á vef CCP Games. Huge congratulations #ProjectDiscovery and @eveonline pilots worldwide for being awarded People's Voice Winner in the 'Games: Public Service, Activism, and Social Impact' category of the 25th Annual Webby Awards!!#tweetfleet #eveonline #citizensciencehttps://t.co/p0kBQD8d7e— CCP Games (@CCPGames) May 18, 2021 Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Bergi Finnbogasyni hjá CCP að spilarar EVE Online hafi haft raunveruleg áhrif og vonast hann til þess að verðlaunin muni leiða til þess að fleiri aðilar finni frumlegar leiðir til að hjálpa vísindamönnum. Þá er haft eftir Attila Szantner, framkvæmdastjóra og einum stofnenda MMOS, að þegar hann og samstarfsmenn hans byrjuðu að leiða saman hesta tölvuleikja og vísinda, hafi ekki órað fyrir þeim að vinna til Webby-verðlauna. Vonaðist hann til þess að fleiri framleiðendur taki þátt í starfi þeirra í framtíðinni. Verðlaunaræður Webby-verðlaunanna eru þekktar fyrir að vera takmarkaðar við fimm orð. Ræða Bergs, sem flutti hana fyrir hönd CCP, var tekin upp við Fagradalsfjall. Mest lesið Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Sjá má flokkinn sem CCP vann hér á vef Webby-verðlaunanna. Project Discovery er smáleikur innan EVE Online þar sem spilarar hjálpa vísindamönnum við að vinna raunverulega úr gögnum um það hvaða áhrif Covid-19 hefur á blóðflögur og ónæmiskerfi manna. 327 þúsund spilarar EVE Online lögðu vísindamönnum lið í gegnum leikinn og spöruðu þeim alls 330 ára rannsóknarvinnu. Fyrir að taka þátt fengu spilarar verðlaun inn í leiknum. Project Discovery var meðal annars unnið í samvinnu við Massively Multiplayer Online Science, eða MMOS, sem hefur á undanförnum árum unnið einnig með öðrum leikjaframleiðendum að sambærilegum verkefnum. Áhugsamir geta lesið sig meira til um Project Discovery á vef CCP Games. Huge congratulations #ProjectDiscovery and @eveonline pilots worldwide for being awarded People's Voice Winner in the 'Games: Public Service, Activism, and Social Impact' category of the 25th Annual Webby Awards!!#tweetfleet #eveonline #citizensciencehttps://t.co/p0kBQD8d7e— CCP Games (@CCPGames) May 18, 2021 Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Bergi Finnbogasyni hjá CCP að spilarar EVE Online hafi haft raunveruleg áhrif og vonast hann til þess að verðlaunin muni leiða til þess að fleiri aðilar finni frumlegar leiðir til að hjálpa vísindamönnum. Þá er haft eftir Attila Szantner, framkvæmdastjóra og einum stofnenda MMOS, að þegar hann og samstarfsmenn hans byrjuðu að leiða saman hesta tölvuleikja og vísinda, hafi ekki órað fyrir þeim að vinna til Webby-verðlauna. Vonaðist hann til þess að fleiri framleiðendur taki þátt í starfi þeirra í framtíðinni. Verðlaunaræður Webby-verðlaunanna eru þekktar fyrir að vera takmarkaðar við fimm orð. Ræða Bergs, sem flutti hana fyrir hönd CCP, var tekin upp við Fagradalsfjall.
Mest lesið Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira