Sönnun í kynferðisbrotamálum Einar Gautur Steingrímsson skrifar 15. maí 2021 11:00 Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti. Efnið er víðfeðmt og ætla ég að vera með nokkrar færslur um þetta með stuttu millibili. Til einföldunar mun ég fyrst og fremst fjalla um nauðgunarbrot því efni þetta er nógu yfirgripsmikið samt. Stærsta spurningin sem menn spyrja er; af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér? Þessi spurning er skiljanleg ef horft er til þess sem nú verður vikið að. Segum að tekið sé slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fullorðinna kvenna og reynt að átta sig á hve margar hefðu það í sér að bera rangar sakir á menn eða væru líklegar til að upplifa atvik sem nauðgun sem þó væri það ekki. Síðan reyndu menn að átta sig á hversu líklegt sé að hinar sömu konur sæju ástæðu til að fara fram með slíkar sakargiftir. Að lokum geta menn velt fyrir sér hversu margar slíkar myndu gera slíkt í raun. Afar fáar konur stæðu þá eftir. Svo fáar að mönnum gæti þótt eðlilegt að telja ásakanirnar konu um nauðgun næga sönnun, eina og sér. Gegn þessu má auðvitað færa þau rök að réttarríki geti ekki þolað að menn taki áhættuna af því að saklaus maður verði dæmdur. Einnig þau rök að við svona sönnunarmat geti orðið til önnur brotastarfsemi sem fælist í að bera á menn rangar sakir. Þetta ætla ég ekki að fjalla um að sinni heldur hvort sú tölfræðilega nálgun sem ég lýsti fái staðist. Svo er nefnilega ekki. Í máli OJ Simpson tókst verjendum að gabba kviðdóminn með rangri notkun tölfræði. Hún fólst í því að DNA rannsókn sýndi verulegar líkur á að erfðaefni sem fannst í tengslum við morð væri frá Simpson. Verjendur tóku líkindin og báru saman við íbúafjölda á LA svæðinu og reiknuðu út frá því hve margir aðrir kæmu til greina. Þetta stóðst auðvitað ekki því íbúar LA voru ekki allir á brotastað þegar morðið átti sér stað. Að sama skapi er sú tölfræði sem ég rakti áðan röng. Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af alltof mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi. Kem ég betur af því síðar. Af þeim fjölda, sem gætu borið fram rangar sakir um kynferðisbrot, skila sér alltaf einhverjar slíkar á hverju ári. Reynslan sýnir þetta og sannar. Á sama tíma veigra konur, sem raunverulega verða fyrir kynferðisbroti, sér gjarnan við að fara með mál alla leið. Skiljanlega því sönnun getur verið örðug og gerandameðvirkni er landlæg. Ekki síst í nærumhverfi kvennanna. Af þessu leiðir hins vegar að hlutfallið milli kæra sem eru á rökum reistar og rangra sakargifta verður alltof hátt til að hægt sé að nota það sem sönnunargagn að trúa bara konunni. Fleira þarf að koma til. Vík ég að því í næsta pistli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti. Efnið er víðfeðmt og ætla ég að vera með nokkrar færslur um þetta með stuttu millibili. Til einföldunar mun ég fyrst og fremst fjalla um nauðgunarbrot því efni þetta er nógu yfirgripsmikið samt. Stærsta spurningin sem menn spyrja er; af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér? Þessi spurning er skiljanleg ef horft er til þess sem nú verður vikið að. Segum að tekið sé slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fullorðinna kvenna og reynt að átta sig á hve margar hefðu það í sér að bera rangar sakir á menn eða væru líklegar til að upplifa atvik sem nauðgun sem þó væri það ekki. Síðan reyndu menn að átta sig á hversu líklegt sé að hinar sömu konur sæju ástæðu til að fara fram með slíkar sakargiftir. Að lokum geta menn velt fyrir sér hversu margar slíkar myndu gera slíkt í raun. Afar fáar konur stæðu þá eftir. Svo fáar að mönnum gæti þótt eðlilegt að telja ásakanirnar konu um nauðgun næga sönnun, eina og sér. Gegn þessu má auðvitað færa þau rök að réttarríki geti ekki þolað að menn taki áhættuna af því að saklaus maður verði dæmdur. Einnig þau rök að við svona sönnunarmat geti orðið til önnur brotastarfsemi sem fælist í að bera á menn rangar sakir. Þetta ætla ég ekki að fjalla um að sinni heldur hvort sú tölfræðilega nálgun sem ég lýsti fái staðist. Svo er nefnilega ekki. Í máli OJ Simpson tókst verjendum að gabba kviðdóminn með rangri notkun tölfræði. Hún fólst í því að DNA rannsókn sýndi verulegar líkur á að erfðaefni sem fannst í tengslum við morð væri frá Simpson. Verjendur tóku líkindin og báru saman við íbúafjölda á LA svæðinu og reiknuðu út frá því hve margir aðrir kæmu til greina. Þetta stóðst auðvitað ekki því íbúar LA voru ekki allir á brotastað þegar morðið átti sér stað. Að sama skapi er sú tölfræði sem ég rakti áðan röng. Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af alltof mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi. Kem ég betur af því síðar. Af þeim fjölda, sem gætu borið fram rangar sakir um kynferðisbrot, skila sér alltaf einhverjar slíkar á hverju ári. Reynslan sýnir þetta og sannar. Á sama tíma veigra konur, sem raunverulega verða fyrir kynferðisbroti, sér gjarnan við að fara með mál alla leið. Skiljanlega því sönnun getur verið örðug og gerandameðvirkni er landlæg. Ekki síst í nærumhverfi kvennanna. Af þessu leiðir hins vegar að hlutfallið milli kæra sem eru á rökum reistar og rangra sakargifta verður alltof hátt til að hægt sé að nota það sem sönnunargagn að trúa bara konunni. Fleira þarf að koma til. Vík ég að því í næsta pistli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar