Vor að hörðum vetri loknum Kolbrún Birna Bjarnadóttir og Valur Ægisson skrifa 11. maí 2021 10:01 Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Valur Ægisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar