Ójafn leikur: TR gegn einstaklingi Viðar Eggertsson skrifar 8. maí 2021 16:30 Tryggingastofnun ríkisins er ekki að gera gott mót – enn einu sinni. Henni var í upphafi ætlað að vera þjónustustofnun sem fólk setti traust sitt á. Nú stendur hún uppi rúin trausti þess fólks sem þarf að reiða sig á skilvirka og vinsamlega afgreiðslu þeirra réttinda sem fólk hefur áunnið sér eftir langa baráttu fyrir réttindum þeirra sem hallari fæti standa, eldri borgurum og öryrkjum. Nýlega felldi Umboðsmaður Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu TR og Úrskuðarnefndar velferðarmála og það ekki í fyrsta sinn. En fæst mál ná alla leið til umboðsmanns. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem vilja fá mál sín tekin fyrir þurfa annað hvort að búa yfir lögfræðiþekkingu sjálfir eða hafa efni á að kaupa hana fullu verði. Einstaklingurinn er settur í erfiða stöðu og nánast óviðráðanlega við að leita réttar síns ef hann sér að TR er að skerða réttindi hans að ósekju. Þá er úrræðið að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin er skipuð lögfræðingum sem fá greidd laun sín úr ríkissjóði til að fella sína úrskurði. Þeir kalla eftir rökstuðningi TR sem fær einn af fjölmörgu lögfræðingum sínum sem fá laun úr ríkissjóði til að rökstyðja óásættanlegu ákvörðunina. Sá sem hefur skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar, öryrkinn eða eldri borgarinn, fær enga slíka þjónustu, lögfræðinga frá ríkinu til að rökstyðja sitt mál og fæstir hafa efni á að greiða slíka þjónustu úr eigin vasa. Hann stendur því einn á berangri gegn her lögfræðinga ríkisins sem verjast af fimi mótbárum þess veika og smáða. Það er ekki nema þeir alhörðustu sem ganga svo langt að ráða sér lögfræðing. Enda hefur Úrskuðarnefnd velferðarmála sára sjaldan kveðið upp úrskurð sem hallar á TR. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis rassskellt bæði úrskurðarnefndin og TR. Málið náði eingöngu svo langt af því málshefjandi kostaði sjálfur úr eigin vasa sérfræðiaðstoð lögfræðings frá kæru til TR, þaðan til úrskurðarnefnda og loks þaðan til umboðsmanns. Fyrst TR er fyrirmunað að líta á sig sem raunverulega þjónustumiðstöð, heldur varðhund sem glefsar í útréttar hendur og fyrst Úrskurðarnefnd velferðarmála lítur á sig sem framlengingu á kúgunarvaldi TR, þá er bara eitt í stöðunni: Ríkið á að gæta jafnræðis deiluaðila og tryggja þeim fría lögfræðiaðstoð sem þurfa að leita réttar síns vegna afgreiðslu TR og til að reka mál sitt fyrir Úrskurðarnefnd velferðarmála – strax! Höfundur er leikstjóri og eldri borgari og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 3ja sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Tryggingar Heilbrigðismál Stjórnsýsla Viðar Eggertsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins er ekki að gera gott mót – enn einu sinni. Henni var í upphafi ætlað að vera þjónustustofnun sem fólk setti traust sitt á. Nú stendur hún uppi rúin trausti þess fólks sem þarf að reiða sig á skilvirka og vinsamlega afgreiðslu þeirra réttinda sem fólk hefur áunnið sér eftir langa baráttu fyrir réttindum þeirra sem hallari fæti standa, eldri borgurum og öryrkjum. Nýlega felldi Umboðsmaður Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu TR og Úrskuðarnefndar velferðarmála og það ekki í fyrsta sinn. En fæst mál ná alla leið til umboðsmanns. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem vilja fá mál sín tekin fyrir þurfa annað hvort að búa yfir lögfræðiþekkingu sjálfir eða hafa efni á að kaupa hana fullu verði. Einstaklingurinn er settur í erfiða stöðu og nánast óviðráðanlega við að leita réttar síns ef hann sér að TR er að skerða réttindi hans að ósekju. Þá er úrræðið að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin er skipuð lögfræðingum sem fá greidd laun sín úr ríkissjóði til að fella sína úrskurði. Þeir kalla eftir rökstuðningi TR sem fær einn af fjölmörgu lögfræðingum sínum sem fá laun úr ríkissjóði til að rökstyðja óásættanlegu ákvörðunina. Sá sem hefur skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar, öryrkinn eða eldri borgarinn, fær enga slíka þjónustu, lögfræðinga frá ríkinu til að rökstyðja sitt mál og fæstir hafa efni á að greiða slíka þjónustu úr eigin vasa. Hann stendur því einn á berangri gegn her lögfræðinga ríkisins sem verjast af fimi mótbárum þess veika og smáða. Það er ekki nema þeir alhörðustu sem ganga svo langt að ráða sér lögfræðing. Enda hefur Úrskuðarnefnd velferðarmála sára sjaldan kveðið upp úrskurð sem hallar á TR. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis rassskellt bæði úrskurðarnefndin og TR. Málið náði eingöngu svo langt af því málshefjandi kostaði sjálfur úr eigin vasa sérfræðiaðstoð lögfræðings frá kæru til TR, þaðan til úrskurðarnefnda og loks þaðan til umboðsmanns. Fyrst TR er fyrirmunað að líta á sig sem raunverulega þjónustumiðstöð, heldur varðhund sem glefsar í útréttar hendur og fyrst Úrskurðarnefnd velferðarmála lítur á sig sem framlengingu á kúgunarvaldi TR, þá er bara eitt í stöðunni: Ríkið á að gæta jafnræðis deiluaðila og tryggja þeim fría lögfræðiaðstoð sem þurfa að leita réttar síns vegna afgreiðslu TR og til að reka mál sitt fyrir Úrskurðarnefnd velferðarmála – strax! Höfundur er leikstjóri og eldri borgari og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 3ja sæti í Reykjavík suður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun