Um tvö þúsund af atvinnuleysisskrá í vinnu Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 11:37 Framboð á störfum í byggingariðnað, verslun og ferðaþjónustu hefur aukist eftir að stjórnvöld hleyptu átakinu Hefjum störf af stokkunum. Vísir/Vilhelm Um tvö þúsund ráðningasamningar hafa verið gerðir í gegnum Vinnumálastofnun eftir að átak stjórnvalda „Hefjum störf“ var sett á laggirnar. Forstjóri stofnunarinnar segir alger umskipti hafa átt sér stað í atvinnumálum og nú sé meira að gera í að ráða fólk en skrá það á atvinnuleysisskrá. Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31